Sjóvá endurgreiðir viðskiptavinum rúmlega 600 milljónir króna
Sjóvá mun end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um ið­gjöld þeirra af lög­boðn­um bíla­trygg­ing­um í maí. Í heild­ina mun þessi að­gerð kosta Sjóvá um 600 millj­ón­ir króna. Ákvörð­un­in bygg­ir á því að 2021 var gott rekstr­ar­ár hjá fé­lag­inu og þótti sann­gjarnt að deila því með við­skipta­vin­um.
Sjóvá tryggir flóttafólk frá Úkraínu sem fær inni hjá viðskiptavinum
Sjóvá býður frá og með deginum í dag upp á tryggingavernd fyrir flóttafólk sem hingað kemur frá Úkraínu og mun dvelja á heimilum viðskiptavina félagsins, í íbúðum þeirra eða sumarhúsum í þeirra eigu. Vitað er að hingað er nú von á miklum fjölda fólks á flótta vegna stríðsins í Úkraínu. Með því að bjóða upp á aukna tryggingavernd vill Sjóvá koma til móts við viðskiptavini sem hugsa sér að bjóða flóttafólki húsnæði.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 20 keypti Sjóvá 3.650.669 eigin hluti að kaupverði 116.692.609 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
16.5.202213:11:0516.95132,60552.603
16.5.202213:48:4165.71832,602.142.407
17.5.202211:25:4130.00032,80984.000
17.5.202214:12:48862.00032,8028.273.600
18.5.202210:37:33892.00032,4028.900.800
19.5.202209:35:15892.00031,2027.830.400
20.5.202212:00:11600.48931,4018.855.355
20.5.202215:24:21291.51131,409.153.445
Samtals3.650.669116.692.609

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 13. maí 2022.

Sjóvá átti 14.776.436 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 18.427.105 eigin hluti eða sem nemur 1,52% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 3.650.669 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,30% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 116.692.609 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 17.434.884 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 2,65% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 30. júní 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf., sem haldinn var 11. mars 2022, veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa allt að 121.552.150 eigin hluti í félaginu, en það jafngildir 10% af útgefnu hlutafé félagsins þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á sama aðalfundi. Heimildina skal einungis nýta í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að eignarhald félagsins og dótturfélaga þess fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Félagið á í dag 14.776.436 eigin hluti og munu endurkaupin að hámarki nema 17.434.884 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 2,65% af útgefnu hlutafé félagsins. Þó þannig að heildarkaupverð verði ekki hærra en 500 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 30. júní 2023 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að hámarki nema 892.025 hluti eða sem nemur 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í apríl 2022. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Markaðsviðskipti Landsbankans hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eiga 14.776.436 hluti, eða sem nemur 1,22% af útgefnu hlutafé áður en endurkaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Auður Daníelsdóttir lætur af störfum hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Auður Daníelsdóttir, sem sinnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og ráðgjafar hjá Sjóvá, hefur sagt starfi sínu lausu.

Auður hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2002, sem framkvæmdastjóri starfsmanna- og rekstrarmála, framkvæmdastjóri tjónasviðs og nú síðast sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar.

„Á liðnum 19 árum hefur Auður markað djúp spor í rekstri Sjóvár með sínu framlagi. Auður á að baki fjölbreyttan og farsælan feril og hefur tekist á við krefjandi verkefni. Þau hefur hún leyst af hendi með afbrigðum vel enda mikill leiðtogi sem fær samstarfsmenn til að fylgja sér á skýrri og metnaðarfullri vegferð. Það er alltaf gleðiefni þegar einstaklingum býðst að takast á við nýjar áskoranir og byggja ofan á árangursríkan feril sinn. Auði fylgja góðar kveðjur um áframhaldandi gæfuríkt gengi með mikilli virðingu og þakklæti fyrir hennar framlag fyrir Sjóvá“ segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.

Í framhaldi af þessu hefur Sjóvá gert breytingar á skipuriti félagsins sem felast m.a. í því að framkvæmdastjórum félagsins fjölgar um einn. Birgir Viðarsson sem nú gegnir starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar á sölu- og ráðgjafarsviði, verður framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Birgir er verkfræðingur að mennt og hóf störf hjá Sjóvá 2011. Svali H. Björgvinsson sem nú gegnir starfi forstöðumanns viðskiptaþróunar og stefnumótunar, verður framkvæmdastjóri markaðsmála og viðskiptaþróunar. Svali er sálfræðingur að mennt og hóf störf hjá Sjóvá 2018.

Frá og með næstu mánaðarmótum verða eftirtalin í framkvæmdastjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf., sbr. meðfylgjandi skipurit:
Hermann Björnsson - Forstjóri
Sigríður Vala Halldórsdóttir - Framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni
Elín Þórunn Eiríksdóttir - Framkvæmdastjóri tjónaþjónustu
Birgir Viðarsson - Framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar
Svali H. Björgvinsson - Framkvæmdastjóri markaðsmála og viðskiptaþróunar

Viðhengi


Sjóvá: Uppfært fjárhagsdagatal 2022

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Uppfært fjárhagsdagatal 2022

Stefnt er að aðalfundi og birtingu árshluta- og ársuppgjörs Sjóvá-Almennra trygginga hf. á neðangreindum dögum:

2. fjórðungur 202214. júlí 2022
3. fjórðungur 202227. október 2022
4. fjórðungur 20229. febrúar 2023
Aðalfundur 202310. mars 2023

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.


Sjóvá - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2022

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2022:

Fyrsti ársfjórðungur 2022 og uppfærðar horfur

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 461 m.kr. (1F 2021: 555 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 804 m.kr. (1F 2021: 1.652 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.054 m.kr. (1F 2021: 2.064 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,6% (1F 2021: 3,8%)
  • Samsett hlutfall 95,6% (1F 2021: 91,4%)
  • Horfur fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 1.400-1.800 m.kr. (var 1.800-2.200 m.kr.) og samsett hlutfall um 95-97% (var 93-95%)
  • Horfur til næstu 12 mánaða (2F 2022 – 1F 2023) gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 1.400-1.800 m.kr. og samsett hlutfall um 95-97%.

Hermann Björnsson, forstjóri:
Rekstur Sjóvár gekk með ágætum á fyrsta fjórðungi ársins þar sem afkoma af rekstri nam 1.054 m.kr. og er niðurstaðan góð í ljósi viðburðarríks tímabils bæði í fjárfestinga- og vátryggingastarfseminni

Þróun iðgjalda var mjög jákvæð á fjórðungnum eins og verið hefur undanfarin ár en við sjáum iðgjaldavöxt í öllum tryggingaflokkum, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Iðgjöld tímabilsins aukast um 13,7% samanborið við sama tímabil í fyrra.

Tjónahlutfall á fyrsta ársfjórðungi hækkar frá sama tímabili í fyrra en aldrei hafa eins margar tjónstilkynningar borist í einum mánuði eins og í mars á þessu ári. Skýrist það einna helst af því að fjórðungurinn var óvenju þungur veðurfarslega og sjáum við tjón aukast á milli ára þrátt fyrir að umferðartölur sýni að færri voru á ferðinni. Það er augljóst að vegakerfið kom illa undan þessum vetri og langt síðan ástand vega hefur verið jafn slæmt. Aukin umsvif í atvinnulífinu stuðla einnig að hækkandi tjónshlutfalli á milli ára.

Samsett hlutfall var 95,6% í fjórðungnum og afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 461 m.kr. og dregst saman á milli ára. Niðurstaðan er lítillega undir væntingum okkar fyrir afkomu fjórðungsins en góð miðað við aðstæður.

Sem fyrr leggjum við höfðáherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu. Í vetur reyndi sannarlega á það þegar óvenju margir viðskiptavinir leituðu til okkar vegna tjóna. Við sjáum mikið virði í samskiptum við viðskiptavini og nýtum þau til þess að aðlaga vöru- og þjónustuframboð þannig að það endurspegli þarfir þeirra hverju sinni.

Í annað sinn á tveimur árum munum við endurgreiða viðskiptavinum okkar á einstaklingsmarkaði iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga í maí. Byggir sú ákvörðun á afar góðri rekstrarafkomu félagsins undanfarin ár og viljum við að viðskiptavinir okkar njóti góðs af því. Eins og síðast hefur aðgerðin mælst gríðarlega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sem og utan þess hóps. Með þessum tveimur endurgreiðslum hefur um 1.300 m.kr. verið varið til okkar viðskiptavina til viðbótar við árlega endurgreiðslu til tjónlausra Stofnfélaga. Við erum sannfærð um að þessar ráðstafanir ásamt háu þjónustustigi eiga þátt í okkar jákvæða iðgjaldavexti og mikilli tryggð viðskiptavina.

Fjárfestingatekjur af eignum í stýringu námu 825 m.kr. eða sem nemur 1,6% ávöxtun. Á fjórðungnum voru miklar sveiflur á fjármálamörkuðum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Afkoma okkar af óskráðum hlutabréfum var neikvæð um 307 m.kr. sem skýrist að mestu leyti af gengislækkun hlutabréfa í Controlant líkt og tilkynnt var um 6. apríl sl.

Uppfærðar horfur fyrir árið 2022 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 1.400-1.800 m.kr og samsett hlutfall um 95-97%. Horfur til næstu 12 mánaða (2F 2022 – 1F 2023) gera ráð fyrir að

afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 1.400-1.800 m.kr. og samsett hlutfall um 95-97%. Breytingu á horfum má einkum rekja til tjónaþróunar á fyrsta ársfjórðungi auk töluverðrar óvissu um verðlagsþróun sem getur haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins á tímabilinu. Vel er fylgst með efnahagslegri þróun í okkar nærumhverfi og horfur uppfærðar eftir þörfum.

Kynningarfundur 5. maí kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 5. maí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-1f-2022/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

2F 2022 – 14. júlí 2022
3F 2022 – 27. október 2022
4F 2022 – 9. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 – 10. mars 2023

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2022.

Nánari upplýsingar veitir Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða fjarfestar@sjova.is.


Viðhengi


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.