Framleiðsla og iðnaður

Öll framleiðslu- og iðnaðarfyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.

Við þekkjum þarfir iðnaðar- og framleiðslufyrirtækja og erum með sér­fræðinga sem geta aðstoðað þig við að sníða trygg­ing­arnar að þínum þörfum

Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir iðnað og framleiðslufyrirtæki. Tryggingaþörf er mismunandi eftir stærð og umfangi rekstrarins. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir fyrirtækjanna. 

Lögboðnar tryggingar

Tryggingar sem þú verður að kaupa samkvæmt lögum:

 

Brunatrygging húseigna

Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir fasteignir.

 

Lögboðin ökutækjatrygging

Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.

Við mælum með að þú skoðir

 

Ábyrgðartryggingu

Veitir ábyrgð gagnvart tjónum sem fyrirtækjum eru gerð bótaskyld fyrir samkvæmt skaðabótalögum. Í sumum tilfellum er frekari ábyrgðartrygginga krafist, eins og t.d. starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra og við verklegar framkvæmdir.

Nánar um ábyrgðartryggingu

 

Eignatryggingar

Hvort sem fyrirtækið þitt er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að fasteignir þess og allt lausafé sé tryggt til að tryggja réttmætar bætur ef til bótaskylds tjóns kemur. Tryggingar eru nauðsynlegar bæði fyrir lausafé til dæmis innréttingar, tölvur og áhöld og líka á fasteignir fyrir þá sem eru í eigin húsnæði.

Nánar um eignatryggingar

 

Starfsmenn og stjórnendur/eigendur

Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatryggingu fyrir launþega. Stjórnendur og eigendur þurfa ekki síður að huga vel að sínum persónutryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum þeirra. Í boði eru slysatryggingar launþega, slysatryggingar, sjúkratryggingar, sjúkdómatryggingar og líftryggingar.

Nánar um tryggingar starfsmanna og stjórnenda

 

Rekstrarstöðvunartrygging

Ef rekstur fyrirtækja stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar af fyrrnefndum völdum. Mælt er með slíkri tryggingu sérstaklega í þeim tilfellum sem erfitt er að hefja starfsemi á nýjum stað innan sjö daga.

Nánar um rekstrarstöðvunartryggingu

 

Ökutæki og önnur farartæki

Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á rúðutryggingu og kaskótryggingu.

Afar mikilvægt er að ökutæki séu tryggð í samræmi við gerð og notkun þeirra. Ef ökutæki er notað til aksturs fyrir ferðamenn, hvort sem innheimt er gjald fyrir aksturinn eða ekki þarf slík notkun að vera skráð á vátryggingaskírteini þess.

Nánar um ökutækjatryggingar

 

Aðrar tryggingar

Einnig eru í boði eru tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.

Önnur þjónusta

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta Sjóvá er mönnuð reynslumiklum sérfræðingum sem vita að rétt tryggingavernd getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja. Öll fyrirtæki fá sinn ráðgjafa sem tryggir að árlega er farið yfir tryggingaþörf fyrirtækisins.

Mínar síður

Mínar síður er þjónustuvefur viðskiptavina Sjóvár. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, og skoðað skilmála trygginganna. Þú getur einnig tilkynnt tjón á Mínum síðum. Rafrænar tjónstilkynningar flýta mjög fyrir vinnslu tjónamála.

SJ-WSEXTERNAL-2