SOS Neyðarþjónusta á ferðalaginu

Hafðu símanúmer SOS vistað í símann hjá þér 0045 70 10 50 50

SOS INTERNATIONAL

0045 70 10 50 50

Alvarleg veikindi eða slys á ferðalagi

Ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða, ráðleggjum við þér að hafa samband beint við SOS INTERNATIONAL neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50.

Þjónusta SOS INTERNATIONAL felst meðal annars í því að veita ráðgjöf, eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur auk þess að aðstoða við heimflutning ef þess gerist þörf.

SOS INTERNATIONAL

Sími: 0045 70 10 50 50
Netfang: sos@sos.dk
Veffang: www.sos.dk

Við mælum með því að viðskiptavinir hafi símanúmer SOS vistað í símann hjá sér 0045 70 10 5050. Þá er einnig hægt að hafa samband við okkur í síma 00354 440 2000 á skrifstofutíma Sjóvár.

Minniháttar veikindi eða slys á ferðalagi erlendis

Ef leita þarf til læknis vegna minniháttar veikinda eða slysa erlendis, leggjum við til að þú greiðir kostnaðinn en haldir vel utan um allar greiðslukvittanir vegna útlagðs læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar.

Eftir ferðalagið fyllir þú út tjónstilkynningu á sjova.is eða kemur við í næsta útibúi hjá okkur. Frumrit greiðslukvittana, vottorða, skýrslur og ferðagögn (farmiðar/bókanir) þurfa að berast okkur svo við getum tekið málið til afgreiðslu.

Við vekjum athygli þína á því að eigin áhætta getur verið í ferðasjúkratryggingum.

Nú getur þú sótt staðfestingu á ferðatryggingu á Mínum síðum

Ef þú ert með Ferðavernd í Fjölskylduverndinni og vilt hafa staðfestingu á ferðatryggingunni (einnig kallað SOS kort) meðferðis í ferðalagið getur þú farið inn á Mínar síður og sótt hana þar. Þú getur á einfaldan hátt sótt staðfestingu fyrir alla sem falla undir trygginguna á heimilinu og hlaðið niður í símann eða sent þér í tölvupósti.

 

Tengt efni

Evrópskt sjúkratryggingakort

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för sem hægt er að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES- ríki.

SJ-WSEXTERNAL-2