Sjóvá gefur A, B og O til Blóðbankans
Í morgun blasti við borgarbúum heldur óvenjuleg sjón; svo virtist sem að auglýsingar margra fyrirtækja á auglýsingaskiltum Billboard væru ólæsilegar vegna mistaka. Í þær vantaði stafina A, B og O. Hér er hins vegar ekki um mistök að ræða heldur samfélagsherferð til að minna landsmenn á mikilvægi blóðgjafa. Með þessu vilja þau fyrirtæki sem taka þátt í herferðinni vekja athygli á að á ári hverju þurfa rúmlega 2.000 sjúklingar á blóðhlutum að halda og að Blóðbankann vanti blóðgjafa. Fyrirtækin „gáfu“ sín A, B og O og hvetja landsmenn til að gera það sama.
Enn sýnilegri rafskútur og tillitssemi í umferðinni
Nú í svartasta skammdeginu er mikilvægt að við gætum öll að okkur í umferðinni. Því miður hefur verið talsvert um óhöpp og slys á höfuðborgarsvæðinu tengd óvörðum vegfarendum undanfarið og oft segjast bílstjórar ekki hafa séð viðkomandi. Hopp Reykjavík hafa nýverið sett auka endurskinslímmiða á allar sínar rafskútur og forvarnaskilaboð í Hopp appið.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og breyting á endurkaupaáætlun

Í viku 11 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 520.020 eigin hluti að kaupverði 16.868.652 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
13.3.202310:07:15210.00032,206.762.000
14.3.202315:17:2010.24232,60333.889
14.3.202315:29:3289.77832,602.926.763
15.3.202310:34:43210.00032,606.846.000
Samtals520.02016.868.652

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 09.02.2023. Samkvæmt heimild aðalfundar Sjóvá sem haldinn var 10. mars 2023, sbr. einnig 10. gr. samþykkta og viðauka við samþykktir Sjóvá, var samþykkt tillaga stjórnar um að veita áframhaldandi heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Heimild aðalfundar 10. mars 2023 kemur í stað heimildar aðalfundar 11. mars 2022. Áframhaldandi endurkaup eru gerð á sömu forsendum og tilkynnt var um í Kauphöll þann 9. febrúar 2023.

Sjóvá átti 39.861.744 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 40.381.764 eigin hluti eða sem nemur 3,32% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 3.253.465 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,27% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 112.621.849 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.183.908 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,64% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 11. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 10 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 840.000 eigin hluti að kaupverði 29.022.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
7.3.202310:11:42210.00034,807.308.000
8.3.202310:18:2410.00034,80348.000
8.3.202310:19:25200.00034,806.960.000
9.3.202309:34:30210.00034,607.266.000
10.3.202315:29:4421.31234,00724.608
10.3.202315:30:13188.68834,006.415.392
Samtals840.00029.022.000

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 09.02.2023

Sjóvá átti 39.021.744 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 39.861.744 eigin hluti eða sem nemur 3,28% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 2.733.445 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,22% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 95.753.197 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.183.908 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,64% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 11. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Niðurstöður aðalfundar 10. mars 2023

Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. fór fram í dag, föstudaginn 10. mars 2023. Í viðhengi er að finna helstu niðurstöður frá aðalfundinum.

Kosið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórn hefur skipt með sér verkum. Formaður stjórnar er Björgólfur Jóhannsson og Hildur Árnadóttir varaformaður.

Í stjórn félagsins voru kjörin:
Björgólfur Jóhannsson                
Guðmundur Örn Gunnarsson        
Hildur Árnadóttir                        
Ingi Jóhann Guðmundsson                
Ingunn Agnes Kro

Eftirtalin voru kjörin sem varamenn í stjórn:
Erna Gísladóttir                         
Garðar Gíslason

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is

Viðhengi


Sjóvá: Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. verður haldinn föstudaginn 10. mars 2023 - Endanleg dagskrá og tillögur stjórnar

Aðalfundur Sjóvár verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 10. mars kl. 15:00.

Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests sem var þann 28. febrúar sl. og er dagskrá aðalfundar því óbreytt frá fyrri tilkynningu félagsins 15. febrúar 2023. Fyrir aðalfundinum liggja því óbreyttar tillögur og ályktanir frá stjórn félagsins sbr. meðfylgjandi viðhengi.

Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn félagsins:
Björgólfur Jóhannsson
Hildur Árnadóttir
Guðmundur Örn Gunnarsson
Ingi Jóhann Guðmundsson
Ingunn Agnes Kro
Framboð vara­manna í stjórn:
Erna Gísladóttir
Garðar Gíslason

Framboðsfrestur er nú runninn út samkvæmt samþykktum félagsins og hafa frekari framboð ekki borist. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum, og tveim til vara, er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar.

Hluthafar og umboðsmenn þeirra geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 14:30 á aðalfundardag.

Fundargögn, umboð og frekari upplýsingar tengdar aðalfundinum er hægt að finna á vefsvæði félagsins https://www.sjova.is/adalfundur2023/.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is

Viðhengi


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 9 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 843.445 eigin hluti að kaupverði 29.435.197 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
27.2.202309:30:04210.00035,007.350.000
28.2.202309:30:04210.00035,007.350.000
1.3.202309:30:02201.32735,007.046.445
1.3.202309:30:028.67335,00303.555
2.3.202309:52:22210.00034,607.266.000
3.3.202314:47:581.45034,6050.170
3.3.202314:49:0680034,6027.680
3.3.202315:01:0725034,608.650
3.3.202315:01:395034,601.730
3.3.202315:16:0532534,6011.245
3.3.202315:23:2025034,608.650
3.3.202315:24:0332034,6011.072
Samtals843.44529.435.197

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 09.02.2023

Sjóvá átti 38.178.299 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 39.021.744 eigin hluti eða sem nemur 3,21% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 1.893.445 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,16% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 66.731.197 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.183.908 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,64% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 11. september 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.