Nokkur orð um tryggingar, úrhelli og hláku
Síðustu daga hefur starfsfólk okkar staðið í ströngu m.a. vegna fjölda tjóna sem rekja má til úrhellis og hláku um síðustu helgi. Að því tilefni langar okkur að reyna að skýra hvernig tryggingar okkar virka þegar um er að ræða slíkt ástand.
Vegna tjóna á raftækjum í Hlíðahverfi
Tjón varð um helgina á raftækjum í nokkrum íbúðum í Hlíðahverfi í Reykjavík, nánar tiltekið í Skaftahlíð 4 til 10 og Lönguhlíð 19 til 25, vegna mistaka sem gerð voru við viðgerðavinnu hjá Veitum ohf. (Orkuveita Reykjavíkur). Orkuveitan er með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá og sjáum við því um að afgreiða tjónin sem urðu vegna þessa.
Vegna umræðu um afstungur
Af og til kemur upp umræða um ökumenn sem stinga af frá tjónum, svokallaðar afstungur. Stundum er því haldið á lofti að umbunarkerfi tryggingafélaganna geti spilað þarna inn í og að þau séu hvetjandi fyrir fólk að hverfa af vettvangi tjóna. Við hjá Sjóvá höfum ekki orðið vör við að aukning hafi orðið á þessari hegðun ökumanna undanfarin missseri umfram þá aukningu sem orðið hefur á umferð almennt. Bíleigendum er gert að kaupa sérstaka ábyrgðartryggingu á ökutæki sín. Þetta er skyldutrygging og er henni ætlað að bæta það tjón sem valdið er með ökutækinu. Ef ekki er tilkynnt um tjónið af tjónvaldi þá fellur oft mikill viðgerðarkostnaður á eiganda bifreiðarinnar sem ekið var á. Það er mismunandi eftir tryggingafélögum hvernig viðskiptavinum er umbunað. Hjá Sjóvá er tryggum viðskiptavinum umbunað fyrir tjónleysi og skilvísi og hluti iðgjalds endurgreiddur eftir endurnýjun trygginga ár hvert. Í 24 ár höfum við umbunað okkar góðu viðskiptavinum tryggðina með Stofnendurgreiðslu og sýna kannanir að mikil ánægja er meðal þeirra með þetta fyrirkomulag.
Hlökkum til að sjá ykkur á Framadögum
Í dag 8. febrúar fara Framadagar 2018 fram í Háskólanum í Reykjavík. Á Framadögum gefst ungu fólki einstakt tækifæri á að kynna sér starfsmöguleika hjá fjölmörgum fyrirtækjum og verðum við hjá Sjóvá að sjálfsögðu á staðnum. Við hvetjum áhugasama til kíkja við hjá okkur á bás A37, hlökkum til að sjá ykkur!
Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf. 15. mars 2018

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar í félaginu sem haldinn verður í fundarsal félagsins, Kringlunni 5, 103 Reykjavík, fimmtudaginn 15. mars 2018 og hefst kl. 9.30.

Auglýsing með nánari upplýsingum um aðalfundarstörf, sem birt verður í dagblöðum, er að finna í meðfylgjandi viðhengi, ásamt drögum að dagskrá fundarins og tillögum stjórnar.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2017

Hagnaður 1.746 m.kr. á árinu 2017

 

Árið 2017 og horfur  

 • Heildarhagnaður 1.746 m.kr. (2016: 2.690 m.kr.)
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 1.158 m.kr. (2016: 646 m.kr.)
 • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 927 m.kr. (2016: 2.419 m.kr.)
 • Ávöxtun eignasafns félagsins 5,9% (2016: 10,1%)
 • Hagnaður á hlut 1,19 kr. (2016: 1,75 kr.)
 • Horfur fyrir árið 2018 eru að samsett hlutfall verði um 96% (1F: 98%, 2F: 97%, 3F: 95%, 4F: 96%) og að hagnaður fyrir skatta verði um 2.800 m.kr.
 • Tilkynnt verða frávik umfram 5 prósentustig í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.

 

Fjórði ársfjórðungur 2017

 • Heildarhagnaður 416 m.kr. (4F 2016: 1.124 m.kr.)
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 274 m.kr. (4F 2016: 176 m.kr.)
 • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 310 m.kr. (4F 2016: 1.113 m.kr.)
 • Ávöxtun eignasafns félagsins 1,7% (4F 2016: 3,8%)
 • Hagnaður á hlut 0,29 kr. (4F 2016: 0,73)

 

Hermann Björnsson, forstjóri:
Vátryggingarekstur styrkist frá fyrra ári við krefjandi aðstæður þar sem tjónakostnaður eykst í takt við aukin umsvif í þjóðfélaginu. Hagnaður af vátryggingastarfsemi nær tvöfaldast á milli ára, fer úr 646 m.kr. 2016 í 1.158 m.kr árið 2017. Samsett hlutfall ársins nemur 99,4% samanborið við 100,9% á árinu 2016. Segja má að afkoma af fjárfestingarstarfsemi hafi verið viðunandi sé litið til þess að verðbréfamarkaðir voru mjög sveiflukenndir á árinu og skiluðu um tíma neikvæðri ávöxtun. Við þessar aðstæður er ánægjulegt að vátryggingarekstur skili bættri afkomu.

Við getum með stolti greint frá því að Sjóvá var í fyrsta sinn efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni á árinu 2017. Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þá niðurstöðu en árangurinn er uppskera markvissrar vinnu alls starfsfólks. Starfsandi hjá Sjóvá mælist með því allra hæsta sem þekkist hér á landi og byggir m.a. á fullkomnu launajafnrétti og jafnri kynjaskiptingu. Unnið verður að áframhaldandi styrkingu vátryggingarekstrar á árinu auk þess sem lögð verður áhersla á þróun stafrænna lausna til að bæta enn frekar þjónustu og auka möguleika okkar viðskiptavina til að eiga við okkur samskipti með þeim hætti sem þeir kjósa.“

Stjórn leggur til að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2017 sem nemur 1,05 kr. á hlut eða 1.500 m.kr. Stjórn leggur til við aðalfund endurkaupaáætlun.

 

Kynningarfundur 15. febrúar kl. 16:15
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi 2017, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

The News Announcement and Investors' Presentation in English will be available on the website www.sjova.is

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is 

 

Helstu niðurstöður og lykiltölur

 

  4F 4F     12M 12M  
  2017 2016 %   2017 2016 %
Vátryggingastarfsemi              
Iðgjöld tímabilsins 4.211 4.051 3,9%   16.383 15.399 6,4%
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum (214) (210) 2,1%   (845) (911) -7,3%
Eigin iðgjöld 3.997 3.841 4,0%   15.539 14.488 7,3%
               
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri 259 183 41,9%   1.062 777 36,6%
               
Aðrar tekjur 45 43 4,8%   73 149 -51,2%
               
Heildartekjur af vátryggingarekstri  4.301 4.067 5,8%   16.674 15.415 8,2%
               
Tjón tímabilsins (3.177) (3.008) 5,6%   (12.160) (11.259) 8,0%
Hluti endurtryggjenda í tjónum tímabilsins 80 8 857,3%   259 (2)  
Eigin tjón (3.096) (2.999) 3,2%   (11.901) (11.261) 5,7%
               
Rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri (931) (892) 4,3%   (3.614) (3.507) 3,0%
               
Heildargjöld af vátryggingarekstri (4.027) (3.892) 3,5%   (15.515) (14.769) 5,1%
               
Hagnaður/tap af vátryggingarekstri 274 176 56,2%   1.158 646 79,2%
               
Fjárfestingarstarfsemi              
Fjárfestingartekjur af fjárfestingarstarfsemi 390 1.176 -66,9%   1.202 2.657 -54,8%
Rekstrarkostnaður af fjárfestingarstarfsemi (79) (72) 10,6%   (275) (239) 15,3%
               
Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi  310 1.113     927 2.419  
               
Hagnaður fyrir tekjuskatt 584 1.279     2.085 3.065  
               
Tekjuskattur (169) (156)     (339) (375)  
               
Heildarhagnaður tímabilsins 416 1.124     1.746 2.690  

 

 

 

 

  4F 4F     12M 12M
  2017 2016     2017 2016
Tjónahlutfall 75,4% 74,2%     74,2% 73,1%
Endurtryggingahlutfall 2,1% 3,9%     3,1% 5,0%
Tjóna- og endurtryggingahlutfall 77,5% 78,1%     77,3% 78,1%
Kostnaðarhlutfall 22,1% 22,0%     22,1% 22,8%
Samsett hlutfall 99,6% 100,1%     99,4% 100,9%
             
Ávöxtun eigin fjár 10,9% 26,6%     10,7% 15,9%
Hagnaður á hlut 0,29 0,73     1,19 1,75
             
Eigið fé 15.206 17.454     15.206 17.454
Gjaldþolshlutfall SII fyrir arð 1,64 1,91     1,64 1,91
Gjaldþolshlutfall SII eftir arð         1,48 1,61

  

 

Sjóvá: Ársuppgjör 2017 verður birt 15. febrúar - kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. munu birta ársuppgjör 2017 eftir lokun markaða fimmtudaginn 15. febrúar. Markaðsaðilum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð kl. 16:15 þann sama dag. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Kynning á uppgjörinu verður aðgengileg á vef Sjóvár www.sjova.is frá þeim tíma er kynningarfundurinn hefst. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á vefnum á slóðinni www.sjova.is/afkomukynningar.

Allir vegir færir?
Opinn morgunverðarfundur um fjölgun bílaleigubíla hér á landi og áhrifin af því. Hvað getum við lært af þeim óhöppum og slysum sem hafa orðið og hvað getum við gert betur til að auka öryggi? Fundurinn fer fram miðvikudag 4. maí hjá Sjóvá í Kringlunni 5, kl. 8:30 – 9:45. Húsið opnar kl. 8:00.
SJ-WSEXTERNAL-3