Ólafur Njáll Sigurðsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála og þróunar frá árinu 2009, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Ólafur hóf störf hjá Sjóvá á krefjandi tímum og hefur verið þátttakandi bæði í uppbyggingu og sókn félagsins á vátryggingamarkaði undanfarin ár þar sem rekstur félagsins hefur bæði vaxið og eflst. Ásamt starfi framkvæmdastjóra fjármála og þróunar hefur Ólafur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga frá árinu 2010. Er honum þakkað fyrir gott og ábyrgðarmikið starf hjá félaginu og um leið óskað velfarnaðar á þessum tímamótum.
Sigríður Vala Halldórsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Sjóvá og tekur sæti í framkvæmdastjórn. Sigríður Vala hefur starfað hjá Sjóvá síðastliðin 5 ár þar sem hún hefur gegnt stöðu forstöðumanns hagdeildar ásamt því að sitja í fjárfestinganefnd félagsins. Sigríður Vala starfaði á árunum 2008-2015 í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og hjá Creditinfo árin 2015-2016 sem forstöðumaður viðskiptastýringar. Sigríður Vala situr í stjórn HS Veitna hf. og SÝN hf. Sigríður Vala er með M.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá University of Minnesota og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður Vala lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
Skipuriti félagsins verður breytt samhliða breytingum á framkvæmdastjórn og tekur nýtt skipurit gildi frá og með deginum í dag sbr. meðfylgjandi viðhengi. Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá-Almennra trygginga mun ásamt því starfi tímabundið gegna starfi framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra líftrygginga.
Viðhengi
Í viku 14 keypti Sjóvá 429.121 eigin hluti að kaupverði 12.594.701 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr.) |
06.04.2021 | 10:55:53 | 367.121 | 29,35 | 10.775.001 |
06.04.2021 | 14:01:06 | 62.000 | 29,35 | 1.819.700 |
Samtals | 429.121 | 12.594.701 |
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. mars 2021.
Sjóvá átti 8.316.234 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 8.745.355 eigin hluti eða sem nemur 0,65% af útgefnum hlutum í félaginu.
Sjóvá hefur keypt samtals 429.121 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,03% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 12.594.701 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,90% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. mars 2022, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2020. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.
Skýrslunni er m.a. ætlað að veita almenningi og markaðsaðilum upplýsingar um fjárhagslegan styrk, áhættu, eignir og skuldir félagsins og talnaupplýsingar.
Skýrsluna sjálfa ásamt talnaefni má finna á eftirfarandi síðu:
https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/fjarhagsupplysingar/2020/
Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf., sem haldinn var 12. mars 2021, veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa allt að 133.410.638 eigin hluti í félaginu, en það jafngildir 10% af útgefnu hlutafé félagsins þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á sama aðalfundi. Heimildina skal einungis nýta í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að eignarhald félagsins og dótturfélaga þess fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.
Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Félagið á í dag 8.316.234 eigin hluti og munu endurkaupin að hámarki nema 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,90% af útgefnu hlutafé félagsins. Þó þannig að heildarkaupverð verði ekki hærra en 500 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 10. mars 2022 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.
Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu að hámarki nema 646.506 hlutum eða sem nemur 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaðin Nasdaq Iceland hf. í febrúar 2021. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.
Markaðsviðskipti Landsbankans hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.
Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eiga 8.316.234 hluti, eða sem nemur 0,62% af útgefnu hlutafé áður en endurkaup samkvæmt endurkaupaáætluninni hefjast.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is
Í viku 13 keypti Sjóvá hf. enga eigin hluti.
Er hér um að ræða reglubundna tilkynningu um kaup á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 10. mars 2021.
Sjóvá á 8.316.234 eigin hluti eða sem nemur 0,62% af útgefnum hlutum í félaginu.
Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 6.465.060 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,48% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 191.592.053 kr. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup nema að hámarki 15.923.567 hlutum eða sem nemur 1,2% af útgefnum hlutum í félaginu þó ekki meira en 500.000.000 kr. Sjóvá á samtals 0,62% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.335.957.552.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is