Vegna umræðu um hækkanir á ökutækjatryggingum
Vegna umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu um hækkanir á iðgjöldum ökutækjatrygginga viljum við hjá Sjóvá koma eftirfarandi á framfæri. Hækkanir á iðgjöldum ökutækjatrygginga skýrast fyrst og fremst af því að stór hluti bóta sem greiddur er úr ökutækjatryggingum er vegna líkamstjóna sem fólk verður fyrir í umferðarslysum. Þessar bætur fylgja vísitölu launa að miklu leyti en á síðustu fjórum árum hefur launavísitalan hækkað um 34%.
Morgunfundur um árangur jafnréttismála
Morgunfundur um árangur jafnréttismála hjá Sjóvá var haldinn í morgun en félagið var með fyrstu fyrirtækjum hér á landi til að fá Jafnlaunavottun VR árið 2014. Á fundinum fór Hermann Björnsson forstjóri yfir vegferð Sjóvár í þessum efnum. Í máli Hermanns kom meðal annars fram að það séu engin geimvísindi að jafna hlut kvenna og karla innan fyrirtækja. Þeir sem fari með starfsmannamálin hafi það í hendi sér að jafna stöðuna og hjá Sjóvá hafi þetta þýtt markmið og ákvarðanir.
Vegna umræðu um synjun líftryggingaumsókna
Vegna umræðu sem var í ýmsum fjölmiðlum í dag um synjun á líf- og heilsutryggingum vill Sjóvá koma eftirfarandi á framfæri. Sjóvá neitar ekki fólki sjálfkrafa um líf- og heilsutryggingar sem greinst hefur með geðsjúkdóma frekar en aðra sjúkdóma. Það er hins vegar þannig að allir þeir sem sækja um slíkar tryggingar gefa okkur upplýsingar um heilsufar sitt. Stundum þarf að óska eftir frekari upplýsingum frá lækni viðkomandi. Í langflestum tilfellum er niðurstaðan sú að umsóknir eru samþykktar og trygging gefin út.
Brunatjón við Miðhraun - Til upplýsingar
Vegna brunans hjá Geymslum viljum við hjá Sjóvá vekja athygli á nokkrum atriðum. Þeir sem eru tryggðir með Fjölskylduvernd hjá okkur geta átt rétt á bótum sem nema að hámarki 15% af tryggingarfjárhæð innbúsins, fyrir innbú sem geymt í geymslum utan heimilis og brennur þar. Það þýðir að ef innbú er til dæmis tryggt fyrir 20 milljónir getur sá sem tryggður er, átt rétt á bótum upp að hámarki 3 milljónir vegna brunatjóns á innbúsmunum sem eru geymdir utan heimilis. Þetta gildir óháð því hvort viðskiptavinir hafi tilkynnt okkur um að munir séu í geymslum utan heimilis og það skiptir heldur ekki máli hvort hlutirnir séu geymdir til lengri eða skemmri tíma.
Vegna fréttar Fréttablaðsins í dag
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er frétt þar sem fjallað er um mál foreldra langveikra barna sem tryggð voru í barnatryggingu hjá Sjóvá. Foreldrarnir leituðu til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum (ÚNV) eftir andlát barna sinna. Eins og fram kemur í greininni þá eru þessi mál afar erfið viðfangs og okkar hugur er hjá fjölskyldum barnanna. Við höfum unað niðurstöðu ÚNV í öllum málunum. Við tókum ákvörðun á sínum tíma að láta ekki reyna á málin fyrir dómstólum og höfum greitt út fullar bætur til þeirra foreldra sem um ræðir.
Lækkun hlutafjár í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Skráð hefur verið í fyrirtækjaskrá hlutafjárlækkun í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. að nafnverði kr. 65.428.805, en á aðalfundi félagsins þann 15. mars sl. var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins um sem nam eigin hlutum félagsins og þeim þannig eytt. Lagaskilyrðum fyrir lækkun hlutafjárins hefur nú verið fullnægt og lækkunin því verið framkvæmd.  

Skráð hlutafé Sjóvá-Almennra trygginga hf. eftir lækkunina er að nafnverði kr. 1.424.817.192, en var fyrir lækkunina kr. 1.490.245.997 að nafnverði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda. Niðurfærslan hefur ekki áhrif á hlutafé í eigu annarra hluthafa en félagsins sjálfs.

 

Sjóvá: Skýrsla um gjaldþol og fjárhagslega stöðu (SFCR) 2017

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. hefur gefið út skýrslu um gjaldþol og fjárhagslega stöðu fyrir árið 2017. Skýrslan er gefin út í samræmi við kröfur laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016.

Skýrslunni er m.a. ætlað veita almenningi og markaðsaðilum upplýsingar um fjárhagslegan styrk, áhættu, eignir og skuldir félagsins og talnaupplýsingar.

Hægt er að nálgast skýrsluna á eftirfarandi vefslóð á heimasíðu Sjóvá:
https://www.sjova.is/media/6077/sj_skyrsla_um_gjaldthol_og_fjarhagslega_stodu.pdf

Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
Allir vegir færir?
Opinn morgunverðarfundur um fjölgun bílaleigubíla hér á landi og áhrifin af því. Hvað getum við lært af þeim óhöppum og slysum sem hafa orðið og hvað getum við gert betur til að auka öryggi? Fundurinn fer fram miðvikudag 4. maí hjá Sjóvá í Kringlunni 5, kl. 8:30 – 9:45. Húsið opnar kl. 8:00.
SJ-WSEXTERNAL-3