Niðurstöður UFS áhættumats fyrir Sjóvá
Sjóvá hefur fengið niðurstöðu UFS áhættumats Reitunar sem gerir grein fyrir því hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Sjóvá fékk einkunnina B2 og 75 punkta af 100 og hæstu einkunn sem gefin hefur verið í félagsþáttum.
Sjóvá Fyrirtæki ársins 2021
Sjóvá er Fyrirtæki ársins 2021, fjórða árið í röð. Fyrirtæki ársins er viðurkenning sem VR veitir út frá niðurstöðum viðamikillar könnunar á vinnumarkaði sem Gallup framkvæmir.
Enn betri kaskótrygging – ekki síst fyrir rafbíla
Við höfum nú bætt kaskótrygginguna okkar gert hana enn víðtækari.  Kaskótrygging okkar bætir nú meðal annars tjón sem verður á rafhlöðu raf- eða tvinnbíla, vél eða gírkassa ef bíllinn rekst niður eða eitthvað hrekkur upp undir hann við venjulegan akstur.
Kuldakast í kortunum: fimm öryggisatriði
Miklum kulda er spáð um páskana og þá er mikilvægt að huga að húsnæði sem ekki er í mikilli notkun.  Rekstur er víða með óvanalegum hætti um þessar mundir og því viljum við fara yfir nokkra hluti sem gott er að hafa í huga þegar húsnæði er í lítilli notkun. Nauðsynlegt er fyrir alla húseigendur að fara reglulega yfir þessi atriði.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið

Í viku 29 keypti Sjóvá 964.645 eigin hluti að kaupverði 34.124.057 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
19.7.202114:14:32646.50635,5522.983.288
20.7.202114:56:5320.71735,00725.095
20.7.202115:09:0420.00035,00700.000
21.7.202109:57:008.46034,90295.254
21.7.202110:12:305.00034,90174.500
21.7.202114:25:55145.00035,055.082.250
22.7.202110:59:31118.96235,004.163.670
Samtals964.64534.124.057

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. mars 2021.

Sjóvá átti 20.631.840 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 21.596.485 eigin hluti eða sem nemur 1,62% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 15.131.425 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,13% af útgefnum hlutum í félaginu, og nemur heildarkaupverð þeirra 499.999.994 kr. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup nema að hámarki 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir næmu að hámarki 1,90% af útgefnu hlutafé félagsins þó þannig að heildarkaupverð yrði ekki hærra en 500.000.000 kr.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 28 keypti Sjóvá 646.506 eigin hluti að kaupverði 23.241.891 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
16.07.202114:43:24646.50635,9523.241.891
Samtals 646.50623.241.891

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. mars 2021.

Sjóvá átti 19.985.334 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 20.631.840 eigin hluti eða sem nemur 1,55% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 14.166.780 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,06% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 465.875.937 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,76% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. mars 2022, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Óskað hefur verið eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til lækkunar hlutafjár

Á stjórnarfundi Sjóvá í dag var tekin ákvörðun um að óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til lækkunar hlutafjár fyrir 2.500 m.kr. sem greitt verður til hluthafa. Tilgangur hlutafjárlækkunarinnar er að laga fjármagnsskipan félagsins að áhættuvilja stjórnar en gjaldþolshlutfall félagsins liggur nú fyrir ofan efri mörk áhættuviljans. Fáist samþykki fyrir hlutafjárlækkuninni mun stjórn boða til hluthafafundar.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Jákvæð afkomuviðvörun

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2021 liggja fyrir og samkvæmt þeim er afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta um 590 m.kr., samsett hlutfall um 91% og afkoma af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta um 2.700 m.kr. Afkoma af vátryggingastarfsemi er lítillega yfir væntingum stjórnenda en afkoma af fjárfestingarstarfsemi er langt umfram væntingar, einna helst vegna góðrar afkomu af skráðum hlutabréfum og vegna breytinga á virði óskráðra eigna sem skila 640 m.kr. jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Þessi breyting skýrist að mestu leyti af því að virði hlutabréfa í Controlant, Ölgerðinni og Kerecis er fært upp, en niðurfærsla á sér stað á eign félagsins í 105 Miðborg.

Af þessu leiðir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nemur um 1.150 m.kr., samsett hlutfall er um 91,5% og afkoma af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta um 4.350 m.kr.

Áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu og kann því að taka breytingum fram að birtingardegi þann 17. ágúst nk.

Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 26 keypti Sjóvá 695.896 eigin hluti að kaupverði 23.031.688 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
30.06.202112:50:05646.50633,1021.399.349
01.07.202113:58:5349.39033,051.632.340
Samtals 695.89623.031.688

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. mars 2021.

Sjóvá átti 19.289.438 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 19.985.334 eigin hluti eða sem nemur 1,50% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 13.520.274 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,01% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 442.634.046 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 17.006.802 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,76% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 500.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. mars 2022, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir:

Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
pd1sdwk0001D2