Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni

Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni

Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni, sem nú er haldin í tíunda sinn.  Sjóvá er leiðandi í þjónustu við allar tegundir fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi og leggur mikinn metnað í að bjóða upp á tryggingalausnir sem henta fyrirtækjum á hinum ýmsu stöðum í ferli sjávarafurða frá því fiskurinn er dreginn að landi þar til hann er kominn á borð neytanda, hér heima og erlendis.

Verið velkomin

Allir sem heimsækja básinn geta tekið þátt í skemmtilegum leik með glæsilegum vinningum: eitt 150 þúsund króna og tvö 50 þúsund króna gjafakort hjá Icelandair. Að sjálfsögðu er boðið upp á léttar veitingar, snittur á borðum og hlýlegt viðmót og góð ráð að fá hjá starfsfólki okkar.
Við bjóðum viðskiptavini okkar og aðra gesti velkomna að í bás A64 á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 22.–24. september.