Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Næsta Kvennahlaup verður þann 18. júní n.k. og er allar nánari upplýsingar að finna á facebook síðu hlaupsins, sjá hnapp með tengli á síðuna hér neðar.

Hlaupastaðir 2017

 

 

 

Staður Hvaðan er hlaupið? Klukkan hvað hefst hlaupið? Vegalengdir í boði? Forsölustaðir / forskráning? Ef hlaupið er annan dag en þann 18. júní Annað
104 Viðey Viðeyjarstofu 10:15 3 km og 7 km Miðasala Eldingar, Skarfabakka - -
190 Vogar Frá íþróttamiðstöðinni 11:00 2 km Íþróttamiðstöðin Vogum - Frítt í sund
210 Garðabær Garðatorgi 14:00 2 km, 6 km og 10 km með og án tímatöku Útilíf, Kópavogslaug, Ásgarður, Álftaneslaug og Suðurbæjarlaug - -
230 Reykjanesbær K-húsinu, Hringbraut 108, Keflavík 11:00 2 km, 4 km og 7 km K-húsinu, Hringbraut 108, Keflavík fimmtudag og föstudag (15. og 16.júní) kl.17-19 - Frítt í sund eftir hlaupið í Vatnaveröld
240 Grindavík Íþróttamiðstöðinni 11:00 3 km, 5 km og 7 km Íþróttamiðstöðin - Hressing eftir hlaup
245 Sandgerði Íþróttamiðstöðinni Sandgerði 11:00 1,5 km, 3 km og 5 km Íþróttamiðstöðinni - Frítt í sund
250 Garður Íþróttamiðstöðinni Garði 11:00 2 km, 3 km og 5,5km Íþróttamiðstöðinni Garði - Frítt í sund
270 Mosfellsbær Frá frjálsíþróttavellinum að Varmá 11:00 3 km, 5 km, 7 km Lágafellslaug Lækjarhlíð, World Class Laugum og Mosfellsbæ - Frítt í sund (Varmárlaug ) eftir hlaup 
276 Kjós Kaffi Kjós 14:00 3 km, 5 km og 7 km Kaffi Kjós - Frítt í sund (Varmárlaug ) eftir hlaup 
300 Akranes Akratorgi 11:00 2 km og 5 km Í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum og á Akratorgi morguninn fyrir hlaup - Ávaxtaveisla og Egils Kristall í boði eftir hlaup.
310 Borgarnes Frá íþróttamiðstöð 10:00 2 km og 5 km - 17. júní 2017 Frítt í sund
311 Borganes Frá Sverrisvelli 11:00 2 km og 5 km solrunhalla78@gmail.com - Frítt í Hreppslaug
320 Reykholt Fosshóteli Reykholti 11:00 2,5 km Fosshóteli Reykholti - Hlaðborð á Fosshótel Reykholt eftir hlaup.
340 Stykkishólmur Íþróttamiðstöðinni 11:00 3 km, 5 km og 7 km Í búðinni Mæðgur og magazín - -
350 Grundarfjörður Íþróttahúsi Grundarfjarðar 11:00 Frjálst val, allir labba, skokka, hlaupa í 40 mín Hjá Kristínu Haraldsd S: 8993043 - -
355 Ólafsvík Sjómannagarðinum í Ólafsvík 11:00 2,5 km og 5 km Sundlaug Ólafsvíkur - Frítt í sund, ávextir
356 Snæfellsbær Félagsheimilinu að Lýsuhóli 11:00 2 km og 5 km - 4. júní Frítt í sund eftir hlaupið
370 Búðardalur Leifsbúð 10:00 2.2 km Thorunnb.einarsdottir@gmail.com 17. júní 2017 -
380 Reykhólahreppur Grettislaug 11:00 2 km, 3km, 5 km, 7 km og 10 km - - Frítt í sund.
400 Ísafjörður Íþróttahúsinu Torfnesi 11:00 3 km ,5 km og 7 km Sjóvá, Jón og Gunna, Verslunin Hlíf - -
415 Bolungarvík Íþróttahúsinu í Bolungarvík 17:30 3 km og 5 km Íþróttahúsið Bolungarvík 19. júní -
425 Flateyri Sundlauginni 11:00 3 km og 5 km Soffíu - -
430 Suðureyri Frá íþróttahúsinu á Suðureyri 11:00 2 km og 4 km Skráning hjá Þorgerði - -
450 Patreksfjörður Bröttuhlíð 10:30 3 km   - Frítt í sund
451 Barðaströnd Frá Birkimel 20:30 Frjálst - - -
460 Tálknafjörður Lækjartorgi 18:00 1.5 km, 3 km og 5 km   15. júní 2017 Frítt í sund
470 Þingeyri Íþróttahúsinu 11:00 3 km og 5 km Brekkugata 42  - Hressing eftir hlaupið
500 Staður Tangahúsinu á Borðeyri 13:00 1 km ,3 km og 5 km Hjá Eddu, edduyoga@gmail.com eða www.facebook.com/Edduyoga - -
510 Hólmavík Íþróttamistöðinni á Hólmavík 11:00 3 km, 5 km og 10 km - - Frítt í sund fyrir hlaupara eftir hlaup
512 Ísafjarðardjúp Steinshús - Safn um Stein Steinarr 14:00 3 km og 5 km Steinshús - -
520 Drangsnes Fiskvinnslunni Drangi 18:00 2.5 km og 5 km Kaupfélagið 19. júní 2017 -
530 Hvammstangi Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga 11:00 2 km, 5 km og 10 km - - Frítt í sund
540 Blönduós Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi 18:00 2,5 km, 5 km og 6 km íþróttamiðstöðin á Blönduósi 19. júní 2017 -
550 Sauðárkrókur Frá sundlaug Sauðárkróks 10:00 2,5 km, 5 km og 7 km Þreksport - -
551 Sauðárkrókur/Hólar Hlaupið frá Hólaskóla - háskólanum á Hólum 10:30 2,5 km og 4,0 km Hjá Sillu í síma 8653582 eða á netfangið silla@gsh.is - Ferðaþjónustan á Hólum býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu.
560 Varmahlíð Hlaupið verður frá sundlauginni 11:00 2,5 og 5 km Hjá Stefaníu Fjólu í síma 8664775 eða heima á Birkimel 12 - Frítt í sund að loknu hlaupi 
565 Hofsós Sundlauginni á Hofsósi 11:00 1,5 og 3,5 km Skráning í hjá Auði í síma 867-2216 - Frítt í sund á eftir.
570 Fljótum Ketilás 10:30 2 km og 5 km Sundlaugin á Sólgörðum - Frítt í sund eftir hlaupið
580 Siglufjörður Rauðkutorgi 11:00 2,5 og 5 km - - Ávaxta- og grænmetishlaðborð að loknu hlaupi.
600 Akureyri Hofi 14:00 2 km og 5 km - - -
601 Eyjarfjarðarsveit Frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 11:00 2,5 km og 5 km Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Frítt er í sund eftir hlaup.
620 Dalvík Sundlaug Dalvíkur 11:00 2,2 km Í síma 8604925 - Frítt í sund í Sundskála Svarfdæla
625 Ólafsfjörður Íþróttamiðstöðinni 11:00 3 km, 5 km, 7 km og 10 km Íþróttamiðstöðinni - Frítt í sund, súpa eftir hlaup
640 Húsavík Sundlaug Húsavíkur 11:00 2,5 km og 5,0 km Íþróttahöllinni - Frítt í sund
641 Húsavík Frá íþróttahúsinu á Laugum 10:00 1 km, 2 km, 3 km, 4 km og 5 km nei - Frítt í sund og hressing í sundi (ávextir)
660 Mývatn Jarðböðunum 17:00 3 km og 5 km - 15. júní Þátttakendum er boðið í Jarðböðin eftir hlaup.
670 Kópasker Frá Heilsugæslustöðinni á Kópaskeri 11:00 5 km og 2,5 km nei - -
675 Raufarhöfn Íþróttahúsinu  11:00 3 km, 5 km, og 7 km - 17. júní 2017 Boðið verður í sund á opnunartíma sundlaugar
680 Þórshöfn Frá íþróttamiðstöðinni 11:00 3 km, 5 km og 7 km Íþróttamiðstöðinni Ver Þórshöfn - Frítt í sund,kaffi,
690 Vopnafjörður Vopnafjarðarskóla 11:00 2,5 km, 5 km og 10 km - - -
710 Seyðisfjörður Frá Sólveigartorgi Sunnudagur 18. júní kl 10:30 3,5 km, 5 km og 10km Íþróttamiðstöðinni - -
720 Borgarfjörður Eystri Félagsheimilinu Fjarðarborg 13:00 2 km og 3 km - - -
730 Reyðarfjörður Andarpollinum 11:00 3 km, 5 km og 7 km Við Andarpollinn frá kl. 10 - -
735 Eskifjörður Sundlaug Eskifjarðar 11:00 2,5 km, 5 km og 10 km Eygerður 866-8868 /facebook síða Kvennahlaup Eskifjörður - Frítt í sund
740 Neskaupsstaður Nesbær Kaffihús 11:00 3 km, 5 km og 7 km Nesbær Kaffihús ,fimmtudaginn 8.júní kl.16:00 -22:00 föstudaginn 9. júní kl.13:00-18:00- Hlaupadag 10.júní frá kl.09:30 " A.T.H. breytt dagsetning " Hlaupið verður sjómannadagshelgina 10.júní 2017 Á. T.H.breytt dagsetning  Frítt í sund, happdrætti
750 Fáskrúðsfjörður Frá Sundlaug Fáskrúðsfjarðar 11:00 2,5 km, 5 km og 10 km Sundlauginn Fáskrúðsfirði á opnunartíma sundlaugar. - -
755 Stöðvarfjörður Brekkunni 13:00 2 km, 4 km og 6 km - 11. júní 2017 Það er frítt í sund fyrir þá sem sýna verlaunapeninginn.
760 Breiðdalsvík Farið verður frá Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps 11:00 2 km, 4 km og 8 km Jóhönnu Guðnadóttur sími 8493369 - Frítt í sund eftir hlaupið .
780 Höfn Sundlaug Hafnar 11:00 3 km, 5 km og 10 km Sundlaug Hafnar 17. júní Frítt í sund á hlaupadegi og upphitun fyrir hlaup
785 Skaftafell Skaftafellsstofu 15:00 2 km og 4 km Skaftafellsstofu - Kaffihressing í veitingasölu
800 Selfoss Byko 11:00 2,5 km, 5 km og 8 km 7. og 8. júní Krónan 15-19, 09. júní Byko 9-11 10. júní 2017 Byko bíður upp á grill að hlaupi loknu. Frítt í sund fyrir hlaupakonur í boði Sveitarfélagsins Árborgar
801 Sólheimar ses. Grímsnes- og Grafningshreppur Frá kaffihúsinu Grænu könnunni 11:00 2 km og 5 km - - Boðið er upp á grænmeti frá Garðyrkjustöðinni Sunnu á Sólheimum í Grímsnesi
801 Hraunborgir-Þjónustumiðstöð Þjónustumiðstöðinni Hraunborgum 11:00 2,5 km Þjónustumiðstöðin Hraunborgum - Frítt verður í sund fyrir þá sem eru í kvennahlupsbolum
810 Hveragerði Sundlaugin Laugaskarði 11:00 3 km og 6 km Bónus Hveragerði föstudaginn 9. og 16 júní frá kl 17-19 - -
815 Þorlákshöfn Frá Íþróttamiðstöðinni 11:00 2 km, 4 km og 7 km Í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. júní 2017   Frítt í sund fyrir hlaupara að loknu hlaupi.
820 Eyrarbakki Rauða Húsinu 11:00 3 km og 5 km Við Rauða Húsið kl. 10:00 eða í S:895-7070 - -
825 Stokkseyri Sundlaug Stokkseyrar 11:00 2 km og 5 km Í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn mánudaginn 12. og þriðjudaginn 13. júní 2017   Frítt í sund og grillaðar pylsur ef veður leyfir
840 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni 17:00 2 km og 5 km Menntaskólinn að Laugarvatni 19. júní kl. 10-12   -
851 Þykkvibær Íþróttarhúsinu Þykkvabæ 10:00 1 km, 3 km og 5 km - 17. júní 2017 Grillaðar pylsur á vegum Umf Framtíðin
850 Hella/Þykkvibær Sundlauginni 10:00 3 km og 5 km Vínbúðinni Hellu 17. júní Frítt í sund 
860 Hvolsvöllur Íþróttamiðstöðinni 11:00 3 km og 7 km Vínbúðin Hvolsvelli - Frítt í sund
861 Hvolsvöllur Seljalandsfossi 14:00 2 km og 4 km - - -
870 Vík í Mýrdal Íþróttamiðstöðinni Vík 10:00 3 km, 5 km og 7 km - - Frítt í sund eftir hlaupið
880 Kirkjubæjarklaustur Íþróttamiðstöðinni Klaustri 11:00 1 km, 3 km og 5 km - - Frítt í sund og heita pottinn að hlaupi loknu
900 Vestmannaeyjar Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja 11:00 3 km, 5 km og 7 km Anna Lilja 867-3965 og Kata 856-4250 - -
Belgía Brussel - - - - -
Kanada Arborg - - - - -
Kanada Gimli - - - - -
Kanada Winnipeg - - - - -
Kaupmannahöfn Kongens have 11:00 2 km og 5 km - - -
Spánn Madrid - - - - -
Svíþjóð Gautaborg Gautaborg, Härlanda Tjärn 11:00 3 km og 8 km - - -
USA Minneapolis Lake Bryant, Eden Prairie 14:00 2.5 km Hekla Club 17. júní 2017 Haldið á sama tíma og 17 júní hátíð Íslendingafélagsins, veitingar og samvera eftir hlaupið.
Þýskaland Cuxhaven Frá Alte Liebe 15:00 3 km, 5 km og 7 km - - -

Fyrsta Kvennahlaupið

Þær konur sem voru í undirbúningsnefnd fyrsta Kvennahlaupsins höfðu haft kynni af Kvennahlaupinu í Finnlandi en finnska hlaupið var fyrst haldið árið 1984. 

Árið 1993 fól Íþróttasamband Íslands Íþróttum fyrir alla framkvæmdina. Starfsemi Íþrótta fyrir alla rann síðan saman við Almenningsíþrótta- og umhverfissvið ÍSÍ. Mikil áhersla hefur verið lögð á að gera öllum konum á landinu kleyft að vera með og hefur Kvennahlaupsstöðunum fjölgað á hverju ári. Árið 2007, tóku um 16.000 konur á öllum aldri þátt á um 90 stöðum hérlendis.

Kvennahlaup um allan heim

Það er ekki nóg með að konur alls staðar um landið séu með í hlaupinu heldur er farið að halda íslenskt Kvennahlaup víða í útlöndum þar sem okkar konur eru staðsettar á Kvennahlaupsdaginn, hvort sem þær eru búsettar þar eða í fríi.

Þannig hefur Kvennahlaup ÍSÍ m.a. verið haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Þýskalandi, Belgíu, Luxemburg, Mallorca, víða í Bandaríkjunum, Mósambik og Namibíu.

Fjölmennasta hlaupið í Garðabæ

Fjölmennasta hlaupið er haldið í Garðabæ en þar hafa yfirleitt á bilinu 6 til 8.000 konur verið samankomnar. Árið 1997 var haldið fyrsta Kvennahlaupið í Mosfellsbæ. Þannig eru nú tvö hlaup á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Kvennahlaup úti á landi

Á landsbyggðinni undirbúa Kvennahlaupstenglar hlaupið hver í sínu byggðarlagi. Án þeirra væri ekki hægt að halda svona öflugt Kvennahlaup.

Allar kynslóðir saman komnar

Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra sem láta sig ekki vanta. Markmið Sjóvá Kvennahlaupsins frá upphafi er að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum. Því er engin tímataka í Kvennahlaupinu og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.

SJ-WSEXTERNAL-3