Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Næsta Kvennahlaup verður þann 2. júní n.k.

Skoða hlaupastaði

Listi yfir hlaupastaði 2018

Skoða hlaupastaði

Skráning óþörf

Ekki þarf að skrá sig í hlaupið. Hægt er að kaupa boli á hlaupastöðunum og kosta þeir 2000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri.

Fyrsta Kvennahlaupið

Þær konur sem voru í undirbúningsnefnd fyrsta Kvennahlaupsins höfðu haft kynni af Kvennahlaupinu í Finnlandi en finnska hlaupið var fyrst haldið árið 1984. 

Árið 1993 fól Íþróttasamband Íslands Íþróttum fyrir alla framkvæmdina. Starfsemi Íþrótta fyrir alla rann síðan saman við Almenningsíþrótta- og umhverfissvið ÍSÍ. Mikil áhersla hefur verið lögð á að gera öllum konum á landinu kleyft að vera með og hefur Kvennahlaupsstöðunum fjölgað á hverju ári. Árið 2007, tóku um 16.000 konur á öllum aldri þátt á um 90 stöðum hérlendis.

Kvennahlaup um allan heim

Það er ekki nóg með að konur alls staðar um landið séu með í hlaupinu heldur er farið að halda íslenskt Kvennahlaup víða í útlöndum þar sem okkar konur eru staðsettar á Kvennahlaupsdaginn, hvort sem þær eru búsettar þar eða í fríi.

Þannig hefur Kvennahlaup ÍSÍ m.a. verið haldið í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum, Þýskalandi, Belgíu, Luxemburg, Mallorca, víða í Bandaríkjunum, Mósambik og Namibíu.

Fjölmennasta hlaupið í Garðabæ

Fjölmennasta hlaupið er haldið í Garðabæ en þar hafa yfirleitt á bilinu 6 til 8.000 konur verið samankomnar. Árið 1997 var haldið fyrsta Kvennahlaupið í Mosfellsbæ. Þannig eru nú tvö hlaup á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Kvennahlaup úti á landi

Á landsbyggðinni undirbúa Kvennahlaupstenglar hlaupið hver í sínu byggðarlagi. Án þeirra væri ekki hægt að halda svona öflugt Kvennahlaup.

Allar kynslóðir saman komnar

Konur á öllum aldri taka þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra sem láta sig ekki vanta. Markmið Sjóvá Kvennahlaupsins frá upphafi er að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum. Því er engin tímataka í Kvennahlaupinu og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.

Hlaupaleiðir

Smelltu á mynd til að stækka

SJ-WSEXTERNAL-3