Sjúkrakostnaðartrygging innanlands

Þeir sem flytja til Íslands þurfa að hafa lögheimili hér í sex mánuði áður en þeir falla undir almannatryggingar. Sjúkrakostnaðartrygging getur létt stórum hluta af þeim kostnaði af fólki þar til það öðlast réttindi samkvæmt almannatryggingalögum.

Trygging til að brúa bilið

Þeir sem flytja til Íslands þurfa að hafa lögheimili hér í sex mánuði áður en þeir falla undir almannatryggingar. Þetta á bæði við um útlendinga sem koma hingað til lengri eða skemmri dvalar og Íslendinga sem hafa flutt lögheimili sitt til annars lands og eru að snúa aftur.

Við bjóðum þessum einstaklingum sjúkrakostnaðartryggingu sem auðveldar þeim að brúa bilið en hún gildir í sex mánuði og er ætlað að veita sambærilegar vernd og sjúkratryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þannig greiðir hún hluta sjúklings í læknis- og lyfjakostnaði þegar eigin áhættu er náð.

Þú getur keypt sjúkrakostnaðartryggingu hér

Það er auðvelt að kaupa sjúkrakostnaðartryggingu á vefnum okkar. Þú smellir á hlekkinn hér að neðan og ferlið hefst. Mundu bara að ef þú átt ekki íslenska kennitölu, þá þarf skannað afrit af vegabréfi þínu að fylgja með.

Kaupa tryggingu
  • Læknismeðferð og lyf eru dýr og það er flestum ofviða að greiða slíkt úr eigin vasa, sérstaklega ef um langvarandi veikindi er að ræða. Sjúkrakostnaðartrygging getur létt stórum hluta af þeim kostnaði af fólki þar til það öðlast réttindi samkvæmt almannatryggingalögum.
  • Útlendingar, sem sækja um dvalarleyfi hér á landi, þurfa að framvísa staðfestingu á því að þeir hafi sjúkratryggingu. Þetta á ekki við um þá sem koma frá EES ríkjum og Sviss.
  • Sjúkrakostnaðartrygging innanlands er skammtímatrygging sem gildir í sex mánuði
  • Vátryggingartímabilið hefst um leið og einstaklingur, sem fyllt hefur út umsókn um trygginguna og greitt iðgjaldið, kemur til landsins og því lýkur þegar viðkomandi öðlast aðild að almannatryggingum eða fer úr landi ekki síðar en sex mánuðum frá komu hingað.
  • Lágmarksvátryggingarfjárhæð er kr. 2.000.000 en hægt er að velja hærri fjárhæð.
  • Eigin áhætta er kr. 50.000 vegna samanlagðs kostnaðar sem fellur undir trygginguna, umfram það sem sjúklingar þurfa að bera samkvæmt lögum eða reglugerðum hverju sinni.
  • Greiða þarf vátrygginguna áður en staðfesting er gefin út. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða beint inn á reikning félagsins. Nauðsynlegar upplýsingar vegna greiðslu má finna hér.
  • Iðgjald sjúkrakostnaðartryggingar er lágmarksiðgjald fyrir allt að sex mánaða tímabil. Það ræðst af aldri þess sem tryggður er og vátryggingarfjárhæð.

Skilmálar og eyðublöð

SJ-WSEXTERNAL-3