Ferðavernd og Covid-19

Það vakna ýmsar spurningar í tengslum við ferðalög á tímum heimsfaraldurs. Hér finnur þú svör við helstu spurningum um bótarétt úr Ferðavernd okkar, frá flugfélagi eða ferðaskrifstofum

Hvað er að frétta

Hér er að finna nýjustu fréttir og viðburði

Sjóvá tekur þátt í evrópsku álagsprófi
Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) lagði fyrir 44 starfstengda lífeyrissjóði og vátryggingafélög í Evrópu álagspróf á árinu 2021. Sjóvá var valið til að taka þátt í þessu prófi sem eina íslenska félagið. Upplýsingar um álagsprófið má finna á heimasíðu EIOPA.
Lesa frétt
Af hverju er svona dýrt að tryggja bíla á Íslandi?
Reglulega hefur sprottið upp umræða um ökutækjatryggingar og að þær séu dýrari hér á landi en í ýmsum löndum sem við berum okkur oft saman við. Það er nefninlega alveg rétt að tryggingar á bílum á Íslandi eru dýrari en á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu.
Lesa frétt
SafeTravel appið eykur öryggi á vegum landsins
SafeTravel appið færir rauntímaupplýsingar um færð og aðstæður á vegum landsins beint í snjallsíma. Appið er afurð trausts samstarfs Landsbjargar, Sjóvá og Stokks hugbúnaðarhúss en Sjóva stóð undir kostnaði við þróun þess.
Lesa frétt
Niðurstöður UFS áhættumats fyrir Sjóvá
Sjóvá hefur fengið niðurstöðu UFS áhættumats Reitunar sem gerir grein fyrir því hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum. Sjóvá fékk einkunnina B2 og 75 punkta af 100 og hæstu einkunn sem gefin hefur verið í félagsþáttum.
Lesa frétt