Þjónusta fyrir lengra komna
Við fengum nýlega þær fréttir að Sjóvá væri efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Það þýðir einfaldlega að viðskiptavinir okkar gefa okkur hærri einkun en viðskiptavinir annara tryggingafélaga gefa þeim.
Sjóvá: Ársuppgjör 2018 verður birt 15. febrúar - kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Uppgjör 4. ársfjórðungs og ársuppgjör 2018

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. munu birta ársuppgjör 2018 eftir lokun markaða föstudaginn 15. febrúar. Markaðsaðilum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð kl. 16:15 þann sama dag. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Kynning á uppgjörinu verður aðgengileg á vef Sjóvár www.sjova.is frá þeim tíma er kynningarfundurinn hefst. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á vefnum á slóðinni www.sjova.is/afkomukynningar.

Fjárhagsdagatal Sjóvá-Almennra trygginga hf. 2019

Stefnt er að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dögum:

4F 2018 – 15. febrúar 2019
Aðalfundur 15. mars 2019
1F 2019 – 16. maí 2019
2F 2019 – 22. ágúst 2019
3F 2019 – 31. október 2019
4F 2019 – 13. febrúar 2020
Aðalfundur 12. mars 2020

Bent er á að áður birtar dagsetningar fyrir 4F 2018 og aðalfund 2019 hafa verið færðar aftur um einn dag, eða til 15. febrúar og 15. mars 2019.

Vinsamlegast athugið að ofangreindar dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Sjóvá: Stefnt að útgáfu víkjandi skuldabréfa

Eins og fram kom í tilkynningu til markaðarins í kauphöll þann 20. september sl. tók stjórn Sjóvár ákvörðun um að stefnt skyldi að útgáfu víkjandi skuldabréfa. Nú hefur verið ákveðið að stefna að því að gefa út víkjandi skuldabréf fyrir 1.000 m.kr. að nafnvirði náist ásættanleg kjör. Útgáfan mun tilheyra eiginfjárþætti 2 (e. Tier 2) og miðar að því að gera fjármagnsskipan félagsins sem hagkvæmasta. Samið hefur verið við Fossa markaði hf. um að vera ráðgefandi í útgáfu og sölu skuldabréfanna og stefnt er að skráningu þeirra í kauphöll á árinu 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is

Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
SJ-WSEXTERNAL-2