Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Landsbankinn hf. hafa endurnýjað samning um viðskiptavakt á hlutabréfum Sjóvá-Almennra trygginga hf. sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland.
Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Landsbankinn hf. skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga hf. að lágmarki 15.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er nettó 30.000.000 kr. að markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð fellur niður skylda viðskiptavakans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið þar til gengið hefur verið á tilboð viðskiptavakans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum mun vera magnveginn auk þess að ákvarðast af 10 daga flökti á verði hlutabréfa Sjóvá-Almennra trygginga hf. eins og það birtist í upplýsingakerfi Bloomberg á hverjum tíma. Sé birt 10 daga flökt minna eða jafnt og 20% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 1%, sé birt 10 daga flökt hærra en 20% en lægra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 2%, að lokum ef birt 10 daga flökt er jafnt og eða hærra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 3%.
Samningurinn tekur gildi frá og með 5. mars 2021 og er ótímabundinn. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.
Eftir að þessar breytingar koma til framkvæmda standa því Arion banki hf. og Landsbankinn hf. að viðskiptavakt með bréf Sjóvá-Almennra trygginga hf.
Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar sem haldinn verður í fundarsölum H og I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 12. mars 2021 kl. 15:00. Athygli er vakin á því að jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.
Fundarboð með nánari upplýsingum um aðalfundarstörf er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt drögum að dagskrá fundarins, tillögum stjórnar og skýrslu tilnefningarnefndar.
Viðhengi
Í viðhengi er fjárfestakynning á uppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna 4. ársfjórðungs og ársuppgjörs fyrir árið 2020.
Viðhengi
Í viðhengi er fréttatilkynning Sjóvá um afkomu 4. ársfjórðungs 2020 og ársins í heild, svo og ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2020.
Viðhengi
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2020 fimmtudaginn 11. febrúar nk., eftir lokun markaða.
Beint streymi frá kynningarfundi 11. febrúar kl. 16:15
Hermann Björnsson forstjóri mun kynna afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og ársins 2020 og verður kynningunni streymt beint á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2020/. Í ljósi aðstæðna verður fundurinn ekki opinn fjárfestum og markaðsaðilum en vilji aðilar bera upp spurningar sem tengjast uppgjörinu má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.
Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is