Enn sýnilegri rafskútur og tillitssemi í umferðinni
Nú í svartasta skammdeginu er mikilvægt að við gætum öll að okkur í umferðinni. Því miður hefur verið talsvert um óhöpp og slys á höfuðborgarsvæðinu tengd óvörðum vegfarendum undanfarið og oft segjast bílstjórar ekki hafa séð viðkomandi. Hopp Reykjavík hafa nýverið sett auka endurskinslímmiða á allar sínar rafskútur og forvarnaskilaboð í Hopp appið.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Tilnefningarnefnd Sjóvár auglýsir eftir framboðum til stjórnar

Til­nefn­ing­ar­nefnd Sjóvár-Almennra trygginga hf. aug­lýs­ir eft­ir fram­boð­um og til­nefn­ing­um til stjórn­ar Sjóvár fyrir að­al­fund­ fé­lags­ins sem hald­inn verð­ur föstu­dag­inn 10. mars 2023.

Frest­ur til að skila inn fram­boð­um og til­nefn­ing­um sem hljóta eiga um­fjöll­un til­nefn­ing­ar­nefnd­ar er til loka föstudagsins 27. janúar 2023. Til­kynn­ing um fram­boð skal vera á sér­stöku eyðu­blaði sem hægt er að nálg­ast á vef­svæði fé­lags­ins á slóð­inni https://www.sjova.is/json/Eydublod/EYB-0208/frambod-stjornarsetu.pdf og skal skila á net­fang­ið til­nefn­ing­ar­nefnd@sjova.is.

Til­laga nefnd­ar­inn­ar að til­nefn­ingu fram­bjóð­enda til stjórn­ar­setu verð­ur kynnt sam­hliða að­al­fund­ar­boði sem birt verð­ur skemmst þrem­ur vik­um fyr­ir að­al­fund.

Al­menn­ur fram­boðs­frest­ur til stjórn­ar er fimm sól­ar­hring­um fyr­ir að­al­fund. Starf­semi til­nefn­ing­ar­nefnd­ar tak­mark­ar ekki heim­ild fram­bjóð­enda til að skila inn fram­boð­um til stjórn­ar fram að því tíma­marki, en nefnd­in ábyrg­ist ekki að lagt verði mat á fram­boð sem ber­ast þeim eft­ir 27. janúar 2023. Nefnd­in áskil­ur sér þó rétt til að end­ur­skoða til­lögu þá sem birt verð­ur sam­hliða að­al­fund­ar­boði og verð­ur end­ur­skoð­uð til­laga þá birt a.m.k. tveim­ur dög­um fyr­ir að­al­fund.


Sjóvá - Fjárhagsdagatal ársins 2023

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. stefnir að birtingu árshluta- og ársuppgjöra á neðangreindum dagsetningum:

 • Ársuppgjör 2022                            9. febrúar 2023
 • 1. ársfjórðungur 2023                  1. júní 2023
 • 2. ársfjórðungur 2023                  31. ágúst 2023
 • 3. ársfjórðungur 2023                  26. október 2023
 • Ársuppgjör 2023                            8. febrúar 2024

Aðalfundir verða haldnir á neðangreindum dagsetningum:

 • Aðalfundur 2023                       10. mars 2023
 • Aðalfundur 2024                       7. mars 2024

Dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.


Sjóvá - Uppgjör 3. ársfjórðungs 2022

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2022:

Þriðji ársfjórðungur 2022

 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 478 m.kr. (3F 2021: 730 m.kr.)
 • Tap af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 163 m.kr. (hagnaður 3F 2021: 1.764 m.kr.)
 • Hagnaður tímabilsins 255 m.kr. (3F 2021: 2.194 m.kr.)
 • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 0,1% (3F 2021: 3,9%)
 • Samsett hlutfall 96,4% (3F 2021: 89,9%)

9M 2022 og horfur

 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 1.076 m.kr. (9M 2021: 1.874 m.kr.)
 • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 313 m.kr. (9M 2021: 6.132 m.kr.)
 • Hagnaður tímabilsins 1.156 m.kr. (9M 2021: 7.372 m.kr.)
 • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,4% (9M 2021: 14,3%)
 • Samsett hlutfall 97,6% (9M 2021: 90,8%)
 • Horfur fyrir árið 2022 eru óbreyttar og gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 1.400-1.800 m.kr. og samsett hlutfall um 95-97%.
 • Horfur til næstu 12 mánaða (4F 2022 – 3F 2023) gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingastarfsemi fyrir skatta verði um 2.200 m.kr. og samsett hlutfall um 95%.

Hermann Björnsson, forstjóri:

„Hagnaður á 3. ársfjórðungi nam 255 m.kr. Sterkur grunnrekstur einkennir niðurstöðu 3. ársfjórðungs og var hagnaður af vátryggingastarfsemi 478 m.kr. fyrir skatta og samsett hlutfall 96,4%. Iðgjaldavöxtur nam 12,4% á fjórðungnum og er vöxturinn bæði á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Aukin umsvif núverandi viðskiptavina auk nýrra viðskiptavina stuðla að 16% iðgjaldavexti á fyrirtækjamarkaði. Iðgjöld jukust um 10% á fjórðungnum á einstaklingsmarkaði og gengur vel að sækja nýja viðskiptavini og brottfall er lágt. Í áætlunum gerum við ráð fyrir að stórtjón hendi á hverju ári sem varð reyndin á þessum fjórðungi.

Tap var af fjárfestingastarfsemi á fjórðungnum um 163 m.kr. fyrir skatta. Miklar sveiflur eru í ávöxtun fjárfestingaeigna og hafa markaðir verið erfiðir það sem af er ári vegna hárrar verðbólgu og hærri vaxta. Afkoman af fjárfestingastarfsemi er undir því sem við væntum að jafnaði en viðunandi í ljós aðstæðna á markaði. Brugðist hefur verið við markaðsaðstæðum og áhætta í eignasafninu takmörkuð. Meðal annars hefur vaxtanæmni verðbréfasafnsins verið minnkuð auk þess sem verðtryggingarhlutfall hefur verið aukið yfir síðustu fjórðunga.

Hagnaður fyrstu 9 mánuði ársins nam 1.156 m.kr. þar sem hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta var 1.076 m.kr. og samsett hlutfall 97,6%. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta nam 313 m.kr

Horfur okkar fyrir afkomu þessa árs og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar, þ.e. að samsett hlutfall ársins 2022 verði á bilinu 95-97% og hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatti verði um 1.400-1.800 m.kr. Horfur til næstu 12 mánuða gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði um 95% og hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nemi um 2.200 m.kr.

Af starfseminni eru margar ánægjulegar fréttir úr fjórðungnum. Sjóvá fékk viðurkenningu FKA og Jafnvægisvogarinnar sem veitt er þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr í jafnréttismálum. Við erum alltaf jafn stolt af viðurkenningunni og ekki síður stolt af því að vera einn aðalbakhjarl þessa verkefnis þar sem stefnt er að því að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum verði a.m.k. 40% á landsvísu fyrir 2026.

Í byrjun október hlaut Sjóvá verðlaunin umhverfisframtak ársins 2022 frá Samtökum Atvinnulífsins fyrir að huga vel að umhverfisáhrifum í starfsemi fyrirtækisins. Viðurkenningin laut annars vegar að notkun Innsýnar þar sem hægt er að skoða, leiðbeina og jafnvel afgreiða tjón í gegnum farsíma tjónþola. Eins og nærri má geta sparar þetta tíma og getur dregið úr umfangi tjóns auk þess sem hundruðir ekinna kílómetra sparast. Einnig var veitt viðurkenning fyrir notkun framrúðuplástra sem eykur möguleika á að hægt sé að gera við framrúður í bílum í stað þess að skipta þeim út. Við þetta sparast miklir fjármunir sem viðskiptavinir og samfélagið allt njóta góðs af. Það skiptir Sjóvá miklu máli að leggja sitt af mörkum þegar kemur að umhverfismálum. Helstu tækifæri okkar á þessu sviði liggja eðli málsins samkvæmt í tjónavinnslu og forvörnum. Við viljum nýta þau tækifæri sem við höfum til að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini um leið og við hugum að umhverfinu og hagsmunum samfélagsins alls. Þetta fer yfirleitt vel saman, líkt og framrúðuplástursverkefnið og fjarskoðunarlausnin Innsýn sýna. Við lítum á þessa viðurkenningu sem hvatningu til að halda áfram af krafti á þessari braut og það ætlum við sannarlega að gera.

Í september kom fyrsta björgunarskip Landsbjargar af þrettán til landsins og var það afhent í Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn. Við hjá Sjóvá erum stolt og ánægð að hafa styrkt Landsbjörg um 142,5 m.kr. til kaupa á fyrstu þremur skipunum og að geta stutt Landsbjörg í þessu stóra og mikilvæga verkefni. Það er mikið gleðiefni fyrir þjóðina að fá ný björgunarskip sem munu gjörbylta öryggi sjófarenda í kringum landið og þjónusta byggðir þess um leið. Við höfum sem aðalstyrktaraðili um áratuga skeið átt afar traust og gott samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og er okkur því sérstakt ánægjuefni að styðja við þeirra mikilvæga starf með þessum hætti og sinna þannig um leið samfélagslegri ábyrgð okkar," segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.

Kynningarfundur 27. október kl. 16:15
Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 27. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2022/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

4F 2022 – 9. febrúar 2023
Aðalfundur 2023 – 10. mars 2023

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2022.

Nánari upplýsingar veitir Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða fjarfestar@sjova.is.


Viðhengi


Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022 verður birt 27. október - kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birta uppgjör þriðja ársfjórðungs 2022 eftir lokun markaða fimmtudaginn 27. október nk.

Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 27. október nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2022/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir: Andri Már Rúnarsson, fjárfestatengill, í síma 772-5590 eða netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun - Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun lokið.

Í viku 35 keypti Sjóvá 1.184.507 eigin hluti að kaupverði 42.313.649 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
29.8.202209:30:38                 726.000     35,8025.990.800
30.8.202215:15:55                 458.507     35,6016.322.849
Samtals               1.184.507 42.313.649
     

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 18. júlí 2022.

Sjóvá átti 35.943.792 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 37.128.299 eigin hluti eða sem nemur 3,05% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 6.988.419 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,57% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 249.999.999 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni máttu nema að hámarki 9.364.569 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,25% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð mátti þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar var í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Sjóvá-Almennar tryggingar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 34 keypti Sjóvá 2.037.699 eigin hluti að kaupverði 73.819.624 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
22.8.202209:39:10               19.606     36,80721.501
22.8.202210:23:22             26.000     36,80956.800
22.8.202211:18:30             4.000     36,80147.200
22.8.202211:23:54    676.39436,8024.891.299
24.8.202209:59:02     45.00036,001.620.000
24.8.202209:59:09   681.00036,0024.516.000
25.8.202211:40:02      6.00035,60213.600
26.8.202210:49:37  122.32735,804.379.307
26.8.202211:11:35      3.50035,80125.300
26.8.202212:30:20      4.50035,80161.100
26.8.202214:51:51   200.00035,807.160.000
26.8.202214:53:26   249.37235,808.927.518
Samtals  2.037.699 73.819.624
     

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 18. júlí 2022.

Sjóvá átti 33.906.093 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 35.943.792 eigin hluti eða sem nemur 2,96% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 5.803.912 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,48% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 207.686.350 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 9.364.569 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 3,25% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 30. júní 2023, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Andri Már Rúnarsson í síma 772-5590 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.