Sjóvá líf býður upp á tvær nýjar heilsutryggingar

Vöruúrval Sjóvá líf er nú orðið mjög viðamikið. Á haustdögum kynntum við viðbótarlífeyrissparnaðinn SALT og og núna hafa einnig tvær nýjar heilsutryggingar bæst við. Sjóvá líf er fyrsta félagðið á Íslandi sem býður þessar tegundir trygginga en þær eru vernd vegna læknisaðgerða og vernd vegna sjúkrahúslegu. Þetta eru víðtækar verndir og tekur m.a. vernd vegna læknisaðgerða til yfir 470 mismunandi tegunda aðgerða og gildir tryggingin hvar sem er í heiminum.