Frábær mæting í Ljósafoss 2023
Gleðilegt var um að litast þegar hópur fólks kom saman til að mynda Ljósafoss á Esjunni fyrr í mánuðinum. Sjóvá hét 1.000 kr. á hvern þann sem tók þátt í viðburðinum. Ánægjulegt er að segja frá því að hátt í 400 manns mynduðu stórfenglegan Ljósafoss niður Esjuhlíðar og styrkti Sjóvá því Ljósið um 400.000 kr.
Húsfylli þegar FKA Framtíð heimsótti Sjóvá
Húsfylli var í húsakynnum Sjóvá þegar hraðstefnumót mentorverkefnis FKA Framtíðar fór fram í síðustu viku. Þetta er í sjöunda skipti sem FKA Framtíð stendur fyrir verkefninu, en aldrei hafa jafn margar konur tekið þátt eða hátt í 160 talsins. Um er að ræða nokkurra mánaða verkefni sem lýkur í vor.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun – Kaupum samkvæmt áætlun lokið

Í viku 45 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 466.100 eigin hluti að kaupverði 15.707.570 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
8.11.202309:37:01450.00033,7015.165.000
9.11.202315:17:3516.10033,70542.570
Samtals466.10015.707.570

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 29.08.2023.

Sjóvá átti 21.337.105 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 21.803.205 eigin hluti eða sem nemur 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 7.352.941 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,62% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 243.108.557kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni máttu nema að hámarki 7.352.941 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð mátti þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 44 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 515.624 eigin hluti að kaupverði 17.286.529 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
1.11.202311:06:33450.00033,5015.075.000
3.11.202314:53:3165.62433,702.211.529
515.62417.286.529

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 29.08.2023.

Sjóvá átti 20.821.481 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 21.337.105 eigin hluti eða sem nemur 1,81% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 6.886.841 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,58% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 227.400.987 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.352.941 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 43 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 912.963 eigin hluti að kaupverði 30.075.001 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
25.10.202314:07:27450.00032,4014.580.000
26.10.202309:48:0912.96332,40420.001
27.10.202310:25:0720.00033,50670.000
27.10.202313:45:2518.11633,50606.886
27.10.202313:45:2818.11633,50606.886
27.10.202314:40:52200.00033,506.700.000
27.10.202314:41:229.66833,50323.878
27.10.202314:46:2424.00033,50804.000
27.10.202314:59:5010.00033,50335.000
27.10.202315:02:3110.00033,50335.000
27.10.202315:03:13140.10033,504.693.350
Samtals912.96330.075.001

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 29.08.2023.

Sjóvá átti 19.908.518 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 20.821.481 eigin hluti eða sem nemur 1,77% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 6.371.217 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,54% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 210.114.459 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.352.941 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá – Árshlutauppgjör vegna 3. ársfjórðungs 2023

26. október 2023 – Fréttatilkynning


2.304 m.kr. hagnaður og samsett hlutfall 95,9% á fyrstu níu mánuðum ársins

Þriðji ársfjórðungur 2023

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 578 m.kr. (3F 2022: 347 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.318 m.kr. (Tap 3F 2022: 84 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 1.738 m.kr. (3F 2022: 231 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 3,0% (3F 2022: 0,1%)
  • Samsett hlutfall 92,9% (3F 2022: 95,3%)

Fyrstu níu mánuðir ársins 2023 og horfur

  • Hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 946 m.kr. (9M 2022: 799 m.kr.)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 1.715 m.kr. (9M 2022: 535 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 2.304 m.kr. (9M 2022: 1.167 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 4,4% (9M 2022: 1,4%)
  • Samsett hlutfall 95,9% (9M 2022: 96,1%)
  • Horfur fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.000-1.300 m.kr. og samsett hlutfall 96-97%
  • Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að afkoma af vátryggingasamningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og samsett hlutfall 95-97%

Hermann Björnsson, forstjóri:
Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.738 m.kr. og var samsett hlutfall 92,9%. Grunnrekstur félagsins skilar virkilega sterkri niðurstöðu í krefjandi umhverfi en hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta á fjórðungnum nam 578 m.kr. Tekjur af vátryggingasamningum jukust um 9,5% miðað við sama fjórðung í fyrra og var vöxturinn bæði á fyrirtækja – og einstaklingsmarkaði. Góður vöxtur skýrist af miklum metnaði í þjónustu, þéttriðnu útibúaneti ásamt góðum stafrænum lausnum sem efla okkar þjónustustig enn frekar. Þegar talað er um krefjandi umhverfi þá má benda á fjölgun brunatjóna undanfarin misseri sem er áhyggjuefni og kallar á enn frekari greiningu tilvika og eftir atvikum skýrari aðgerðir til forvarna.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta nam 1.504 m. kr. á þriðja ársfjórðungi og skýrist að mestu leyti af söluhagnaði af eignarhlut Sjóvár í Kerecis sem nam 1.260 m.kr. Markaðir hafa verið erfiðir það sem af er ári og var ekki lát á því á fjórðungnum, þar sem bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu almennt í verði. Ávöxtun fjárfestingaeigna nam 3,0% á fjórðungnum og skiluðu allir eignaflokkar, að undanskildum skráðum hlutabréfum, jákvæðri afkomu. Ávöxtun skuldabréfa með ríkisábyrgð var 0,6%, annarra skuldabréfa 1,2% en skráðra hlutabréfa -1,3% á fjórðungnum.

Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.304 m.kr. og var samsett hlutfall 95,9%. Þar af nam hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta 946 m.kr. og jókst um 18,5% á milli ára. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta nam 2.131 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins.

Nýtt björgunarskip Landsbjargar, Jóhannes Briem, var afhent í mánuðinum við hátíðlega athöfn í Reykjavík. Sjóvá styrkti Landsbjörg um 142,5 milljónir til kaupa á þremur skipum sem hafa nú öll verið tekin í notkun. Það er okkur mikil ánægja að styðja við þetta brýna verkefni sem tryggir stóraukið öryggi, bæði á sjó og landi.

Horfur okkar fyrir afkomu þessa árs og til næstu 12 mánaða eru óbreyttar, þ.e. að samsett hlutfall ársins 2023 verði 96-97% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.000 – 1.300 m.kr. Horfur til næstu 12 mánaða gera ráð fyrir að samsett hlutfall verði 95-97% og afkoma af vátryggingasamningum verði 1.100 – 1.600 m.kr.

Kynningarfundur 26. október kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 26. október kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2023/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

Ársuppgjör 2023                       8. febrúar 2024
Aðalfundur 2024                       7. mars 2024

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2023.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.


Viðhengi


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 42 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 400.000 eigin hluti að kaupverði 12.880.000 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
19.10.202310:24:25400.00032,2012.880.000
Samtals400.00012.880.000

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 29.08.2023.

Sjóvá átti 19.508.518 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 19.908.518 eigin hluti eða sem nemur 1,69% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 5.458.254 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,46% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 180.039.457 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.352.941 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2023 verður birt 26. október – kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2023 eftir lokun markaða fimmtudaginn 26. október nk.

Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 26. október nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-3f-2023/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Afþreying, farsímar og fylgihlutir
Vodafone býður viðskiptavinum í Stofni frábær tilboð á spennandi afþreyingarpökkum ásamt afslætti af símum aukahlutum og hlífum. 50% afsláttur í 6 mánuði af völdum afþreyingarpökkum, Stöð 2+ eða Sport í 1 mánuð til reynslu. 20% af hulstrum, 10% af aukahlutum, 5% af símtækjum.
Eldvarnir og öryggi
Eldvarnamiðstöðin veitir viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnateppum, sjúkratöskum og fleiri öryggisvörum.
Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.