Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 22 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 545.482 eigin hluti að kaupverði 18.682.658 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
30.5.202310:51:426.03934,30207.138
30.5.202313:50:02300.72634,3010.314.902
30.5.202314:05:2778.23534,302.683.461
31.5.202313:56:0711.80434,50407.238
1.6.202310:36:2068.28334,102.328.450
2.6.202315:09:4180.39534,102.741.470
Samtals545.48218.682.658

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 17.05.2023.

Sjóvá átti 8.280.121 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 8.825.603 eigin hluti eða sem nemur 0,75% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 1.641.695 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,14% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 56.297.118 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.331.378 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,23% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá - Uppgjör 1. ársfjórðungs 2023

Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2023:

Fyrsti ársfjórðungur 2023 og horfur

  • Tap af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 111 m.kr. (1F 2022: 364 m.kr. hagnaður)
  • Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 812 m.kr. (1F 2022: 879 m.kr.)
  • Hagnaður tímabilsins 636 m.kr. (1F 2022: 1.059 m.kr.)
  • Ávöxtun fjárfestingareigna í stýringu 1,6% (1F 2022: 1,6%)
  • Samsett hlutfall 101,5% (1F 2022: 94,5%)
  • IFRS 17, nýr reikningsskilastaðall um vátryggingasamninga, tók gildi 1. janúar 2023
  • Horfur fyrir árið 2023 eru óbreyttar en með innleiðingu IFRS 17 er afkoma af vátryggingasamningum, áður afkoma af vátryggingarekstri, sett fram með nýjum hætti og m.a. er ekki lengur reiknaðar fjárfestingatekjur á vátryggingastarfsemina
  • Afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2023 og til næstu 12 mánaða er því áætluð á bilinu 1.400-1.900 m.kr. og samsett hlutfall um 94-96%

Hermann Björnsson, forstjóri:
Afkoma Sjóvár á fyrsta ársfjórðungi nam 636 m.kr. og samsett hlutfall var 101,5%. Afkoma fjárfestinga var 812 m.kr. og afkoma af vátryggingasamningum var neikvæð um 111 m.kr.

Tekjur af vátryggingasamningum jukust um 10,2% samanborið við sama tímabil í fyrra og er tekjuvöxturinn jafnt á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði.

Neikvæð afkoma af vátryggingarekstri helgast fyrst og fremst af því að eitt stórt brunatjón henti okkar viðskiptavin á fjórðungnum. Í áætlunum er gert ráð fyrir tjónum af þessari stærðargráðu en eðli máls samkvæmt hafa þau afgerandi áhrif í þeim fjórðungi sem þau falla til. Kostnaður vegna tjónsins er hærri en áður þar sem töluverðar hækkanir áttu sér stað á alþjóðlegum endurtryggingamörkuðum um áramótin sem rekja má m.a. til stríðsátaka, alþjóðlegrar verðbólgu og mikilla náttúruhamfara um heim allan. Þær hækkanir hafa bæði áhrif á kostnað við endurtryggingavernd og kostnað við endurnýjun verndar þegar stórtjón falla til.

Auk stóra brunatjónsins var fært í bækur á fjórðungnum annað stórt tjón sem er að fullu endurtryggt og fellur undir umboðssamning við erlent tryggingafélag. Að frádregnum þessum tjónum helst tjónahlutfall stöðugt milli tímabila eftir hækkanir undanfarna fjórðunga þrátt fyrir að fjórðungurinn hafi verið nokkuð tjónaþungur í ljósi veðurfars og mikillar umferðar um allt land.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta var 798 m.kr. sem er ásættanlegt í ljósi markaðsaðstæðna en miklar sveiflur hafa verið á eignamörkuðum það sem af er ári. Allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu að undanskildum óskráðum hlutabréfum sem voru færð niður um 171 m.kr. Ávöxtun skráðra hlutabréfa var 2,9%, ríkisskuldabréfa 1,7% og ávöxtun safnsins alls 1,6% á fjórðungnum sem er í samræmi við en þó lítillega undir væntingum um ávöxtun til lengri tíma litið miðað við núverandi vaxtastig.

Mikil gerjun hefur verið í stafrænum lausnum og þjónustuleiðum á síðustu vikum og mánuðum. Markviss vinna hefur verið lögð í að einfalda og bæta tjónaúrvinnslu og tryggja hröð og skilvirk samskipti við viðskiptavini okkar sem lenda í tjónum.  Nýlega hófum við sölu á nýrri vöru sem ætluð er ungu fólki. Í breyttum heimi hafa eignir og verðmæti fólks breyst, ekki síst yngri viðskiptavina okkar. Til að mæta þeirri þróun höfum við hafið sölu á einfaldri tryggingu sem nær yfir snjallsíma, önnur snjalltæki sem og reiðhjól. Snjalltryggingin hefur víðtækari vernd en aðrar sambærilegar tryggingar á markaði.

Sjóvá er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2023 sem er ein stærsta vinnustaðakönnun sem framkvæmd er á Íslandi. Þessi niðurstaða er ánægjuleg staðfesting á þeim miklum gæðum sem við búum að í okkar starfsfólki og áherslum í mannauðsmálum. Líkt og við höfum áður sagt þá helst ánægja starfsfólks í hendur við ánægju viðskiptavina. Áfram verður unnið að því að viðhalda sterkri stöðu og ímynd á markaði sem félag með tryggustu viðskiptavinina, það tryggingafélag sem flestum dettur fyrst í hug og það tryggingafélag sem flestir myndu velja í dag og er stutt með niðurstöðum ytri sem innri kannana.

Innleiddur hefur verið nýr reikningsskilastaðall, IFRS 17 um vátryggingasamninga. IFRS 17 tók við af IFRS 4 fyrir reikningsskilatímabil sem hófust frá og með 1. janúar 2023. Helstu breytingar felast í framsetningu á rekstrar- og efnahagsreikningi sem er með talsvert breyttu sniði auk þess sem ný hugtök eru innleidd í rekstrar- og efnahagsreikningi. Ítarlegar upplýsingar um áhrif innleiðingarinnar er að finna í skýringum 1 e)-f) í árshlutareikningi.

Horfur fyrir árið 2023 eru óbreyttar en með innleiðingu IFRS 17 er afkoma af vátryggingasamningum, áður afkoma af vátryggingarekstri, sett fram með nýjum hætti. Ein stærsta breytingin felst í því að ekki eru lengur reiknaðar fjárfestingatekjur á vátryggingastarfsemina sem komu til lækkunar á fjárfestingatekjum af fjárfestingastarfsemi. Afkoma af vátryggingasamningum fyrir árið 2023 og til næstu 12 mánaða er áætluð á bilinu 1.400-1.900 m.kr. og samsett hlutfall á bilinu 94%-96%.

Kynningarfundur 31. maí kl. 16:15

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 31. maí kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið og fara yfir afkomu félagsins. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-1f-2023/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Fjárhagsdagatal

2. ársfjórðungur 2023                  31. ágúst 2023
3. ársfjórðungur 2023                  26. október 2023
Ársuppgjör 2023                           8. febrúar 2024
Aðalfundur 2024                           7. mars 2024

Nánari upplýsingar
Meðfylgjandi er fréttatilkynning, samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar og fjárfestakynning Sjóvá-Almennra trygginga hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2023.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða fjarfestar@sjova.is.


Viðhengi


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 21 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 799.155 eigin hluti að kaupverði 27.449.517 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
23.5.202314:34:39236.63534,508.163.908
23.5.202314:34:43148.36534,505.118.593
24.5.202309:30:00385.00034,2013.167.000
25.5.202314:23:1229.15534,301.000.017
Samtals799.15527.449.517

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 17.05.2023.

Sjóvá átti 7.480.966 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 8.280.121 eigin hluti eða sem nemur 0,70% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 1.096.213 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,09% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 37.614.461 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.331.378 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,23% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2023 verður birt 31. maí – kynningarfundur sama dag kl. 16:15

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2023 eftir lokun markaða miðvikudaginn 31. maí nk.

Kynningarfundur í fundarsal félagsins í Kringlunni 5 og í vefstreymi

Markaðsaðilum og fjárfestum er boðið á kynningarfund í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð þann 31. maí nk. kl. 16:15. Þar munu Hermann Björnsson forstjóri, Sigríður Vala Halldórsdóttir framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni og Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga kynna uppgjörið. Kynningunni verður jafnframt streymt á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-1f-2023/.

Vilji aðilar bera upp spurningar má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is fyrir fundinn eða á meðan á fundi stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving Thorsteinsson, í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í viku 20 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. (Sjóvá) 297.058 eigin hluti að kaupverði 10.164.944 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
17.5.202310:56:13191.45434,206.547.727
17.5.202311:04:4550.00034,201.710.000
19.5.202314:44:5455.60434,301.907.217
Samtals297.05810.164.944

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 17.05.2023.

Sjóvá átti 7.183.908 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 7.480.966 eigin hluti eða sem nemur 0,63% af útgefnum hlutum í félaginu.

Sjóvá hefur keypt samtals 297.058 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,03% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 10.164.944 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 7.331.378 hlutum þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,23% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi til og með 10. september 2024, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Sjóvá: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Sjóvá-Almennra trygginga hf., sem haldinn var 10. mars 2023, veitti stjórn félagsins heimild til að kaupa allt að 117.839.321 eigin hluti í félaginu, en það jafngildir 10% af útgefnu hlutafé félagsins þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárlækkunar sem samþykkt var á sama aðalfundi. Heimildina skal einungis nýta í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum. Heimildin gildir í 18 mánuði og takmarkast við að eignarhald félagsins og dótturfélaga þess fari ekki umfram 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma.

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Félagið á í dag 7.183.908 eigin hluti, eða sem nemur 0,61% af útgefnu hlutafé, og munu endurkaupin nema að hámarki kr. 7.331.378 að nafnverði þannig að eigin hlutir nemi að hámarki 1,23% af útgefnu hlutafé félagsins.  Þó þannig að heildarkaupverð verði ekki hærra en 250 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að endurkaupum samkvæmt áætluninni ljúki í síðasta lagi 10. september 2024 eða fyrr ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Kaup samkvæmt endurkaupaáætluninni verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags munu nema að hámarki 388.363 hlutum, eða sem nemur 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. í apríl 2023. Endurgjald fyrir keypta hluti skal ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra.

Markaðsviðskipti Landsbankans hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/​1995, 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Viðskipti félagsins með eigin hluti á grundvelli endurkaupaáætlunarinnar verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.

Nánari upplýsingar veitir:

Davíð Scheving Thorsteinsson í síma 869-8109 eða á netfangið fjarfestar@sjova.is


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.