Vetrarblæðingar á þjóðvegum

Vegagerðin varar við svonefndum blæðingum á slitlagi á hringveginum, einkum á löngum kafla vestan við Blönduós.

Þar sem tjaran sest í dekkin geta þau misst eðlilegt grip og því mikilvægt að vegfarendur fari varlega.

Vegfarendur sem lenda í skemmdum á bílum sínum vegna þessara blæðinga þurfa að fylla út tjónstilkynningu og skila inn til okkar. Vanti aðstoð eða upplýsingar varðandi tjónstilkynningu er hægt að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 440 2000.


Sé bíll hinsvegar verulega óhreinn vegna þess að tjara hefur sest á hann er mögulegt að fá beiðni fyrir þrifum hjá Vegagerðinni með því að fara á næstu starfsstöð Vegagerðarinnar og láta skoða bílinn. Nánari upplýsingar um hvar starfstöðvar er að finna gefur Vegagerðin í síma 522-1000.

Unnið er að því í samráði við Vegagerðina að skoða ástæður blæðinganna.