Öryggi og persónuvernd á vefnum

Þegar þú notar Sjóvá.is verða til upplýsingar um heimsóknina. Sjóvá miðlar upplýsingunum ekki áfram til þriðja aðila nema þegar eftirlitsaðilar með starfseminni eiga rétt á að fá slíkar upplýsingar í hendur samkvæmt lögum. 

Notkun á vafrakökum

Við notum vafrakökur (e. cookies) á Sjóvá.is og þjónustuvef okkar Mínum síðum til að halda utan um heimsóknir og til að geyma stillingar notenda, svo sem tungumálastillingar.

Vilji notendur vefsins ekki að vafrakökur séu vistaðar er einfalt að breyta stillingum vafrans svo hann hafni þeim ­- Sjá leiðbeiningar um hvernig þetta er gert í helstu vöfrum á vefsíðunni howtogeek.com.

Google Analytics er notað til vefmælinga á vefnum. Þar safnast inn upplýsingar við hverja heimsókn á vefinn, til dæmis um dagsetningu og tíma heimsóknar, hvernig notandinn kemur inn á vefinn, hvaða vafra og hvernig tæki hann notar. Einnig er kannað hvort notast er við leitarorð. Þessi gögn gefa okkur verðmæta innsýn í hvernig við getum þróað vefinn og endurbætt virkni hans út frá þörfum notenda.

Við nýtum okkur þjónustu Siteimprove til að huga að gæðum efnis á vefnum, en þjónustan finnur meðal annars stafsetningavillur og brotna tengla.

SSL skilríki

Sjóvá.is notast við SSL skilríki þannig að öll samskipti sem send eru milli notanda og vefs eru dulkóðuð sem eykur öryggi gagnaflutningsins.

Tilgangur SSL skilríkjanna er að hindra að utanaðkomandi aðilar komist yfir viðkvæm gögn líkt og lykilorð eða persónupplýsingar.

Vefurinn er hýstur á Íslandi hjá fyrirtæki með alþjóðlega öryggisvottun (ISO 27001).

Ábendingar, kvartanir og hrós

Á vefnum er hægt að senda inn ábendingar, kvartanir og hrós. Upplýsingarnar eru sendar með öruggum hætti inn í málakerfi og þaðan er erindinu komið áfram til starfsmanns sem sér um að afgreiða það. Ekki er vistað afrit af þessum upplýsingum í sjálfu vefumsjónarkerfinu.

Tölvupóstur til vef- og nýmiðlastjóra

Hægt er að senda tölvupóst til vef- og nýmiðlastjóra á netfangið vefstjori [hjá] sjova.is.

Tenglar í aðra vefi

Inni á vefsíðum okkar er stundum vísað á vefi annarra stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Öryggi notenda sem gildir inni á vefsvæði Sjóvár gildir ekki gildir ekki utan þess. Sjóvá ber ekki ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika slíkra vefja og tilvísun þýðir heldur ekki að Sjóvá styðji eða aðhyllist eitthvað af því sem þar kemur fram.

Fyrirvari

Við leitumst eftir fremsta megni við að tryggja að allar upplýsingar á vefsvæðum okkar séu réttar. Ekki er þó alltaf hægt að ábyrgjast að svo sé og á það sama við um tilvísanir á efni utan okkar vefsvæðis.

 

SJ-WSEXTERNAL-3