Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.
Ef tjón hefur orðið á fasteign er mikilvægt að takmarka frekara tjón eins og kostur er. Sjá nánar undir viðbrögð við fasteignatjónum.
Ef umferðaróhapp hefur orðið skal kanna hvort allir séu heilir á húfi og gæta að öryggi þeirra sem eru á staðnum. Í kjölfarið skal koma í veg fyrir að ökutæki geti skapað frekari hættu áður en næstu skref eru tekin. Sjá nánar undir viðbrögð við ökutækjatjóni.
Frekari upplýsingar og svör við algengum spurningum varðandi tilkynningarferlið má svo finna hér.
Hægt er að tilkynna flestöll tjón með einföldum hætti á sjova.is með því að smella á hnappinn Tilkynna tjón. Þegar um fasteignatjón er að ræða þarf tilkynnandi að vera skráður tengiliður fyrirtækis, stofnunar eða sveitarfélags til þess að geta tilkynnt tjónið.
Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög þurfa að tilkynna tjón eða ef einstaklingar eru að gera kröfu í þeirra tryggingar:
Tilkynnandi þarf að vera einstaklingur. Viðkomandi skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og velur svo þann tjónaflokk sem við á.
Þegar réttur tjónaflokkur hefur verið valinn þarf að byrja á því að slá inn kennitölu tilkynnanda og síðan er kennitala tryggingataka slegin inn.
Athugið að tilkynnandi er alltaf sá einstaklingur sem skráir tjónið og því mikilvægt að kennitala viðkomandi sé slegin inn í viðeigandi reit.
Síðan þarf að haka við í reitinn tryggingataki er annar en tilkynnandi.
Tryggingataki er þá það fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag sem á í hlut og/eða krafan beinist að.
Næst þarf að smella á áfram og tilkynningarformið leiðir tilkynnanda í gegnum þau skref sem eftir eru. Þegar um fasteignatjón er að ræða þarf tilkynnandi að vera skráður tengiliður fyrirtækis, stofnunar eða sveitarfélags til þess að geta tilkynnt tjónið.
Tryggingataki og tjónþoli tilkynna vinnuslys á sama hátt, nema aðeins tjónþolinn fyllir út umboð til gagnaöflunar. Til að tilkynna vinnuslys þarf tilkynnandi að skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og setja svo kennitölu fyrirtækisins sem tryggingataka.
Vinnuveitandi þarf að tilkynna vinnuslys til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlits.
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR: Ef alvarlegt slys verður þarf að tilkynna til lögreglu og Vinnueftirlits og láta gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.
Til þess að tilkynna tjón á persónulegum munum starfsfólks þarf tilkynnandi að skrá sig inn með sínum rafrænum skilríkjum og setja svo kenntiölu fyrirtækisins, stofnunarinnar eða sveitarfélagsins sem tryggingataka.
Tilkynnandi þarf að gefa upp kennitölu þess sem er skráður fyrir tryggingunni og tengiliðaupplýsingar beggja aðila.
Tjónið er tilkynnt undir rekstur og í kjölfarið þarf að velja ábyrgð.
Til þess að tilkynna ábyrgðartjón þarf tilkynnandi að skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum, haka við tryggingataki er annar en tilkynnandi og setja svo kennitölu fyrirtækisins, stofnunarinnar eða sveitarfélagsins sem tryggingataka.