Búslóðaflutningur

Við mælum eindregið með því að þú tryggir búslóðina þína þegar þú flytur.

Flutningur á búslóð innanlands

Þeir sem eru að flytja búslóð innanlands þurfa að huga að tryggingum, hvort sem verið er að flytja einstaka hluta innbúsins eða þegar um búferlaflutninga er að ræða.

Þeir sem eru í Stofni og eru að flytja búferlum innanlands geta fengið fría flutningstryggingu. Tryggingin gildir eingöngu þegar verið er að flyta heila búslóð og er nauðsynlegt að flytja búslóðina með viðurkenndum flutningsaðila. Hafa þarf samband við okkur áður en flutt er.

Þeir sem eru að flytja einstaka muni eða eru ekki í Stofni þurfa að kaupa sérstaka farmtryggingu.

Við mælum með að tryggilega sé gengið frá munum við flutning þar sem lélegur frágangur getur haft áhrif á bótaskyldu.

Flutningur á búslóð milli landa

Nauðsynlegt er að tryggja sérstaklega búslóð í farmtryggingu þegar flutt er á milli landa. Hafðu samband við ráðgjafa okkar áður en flutningur hefst.

SJ-WSEXTERNAL-3