Förum varlega um áramótin

Það er mikilvægt að fara varlega um áramótin. Með því að nota flugeldagleraugu og gæta fyllsta öryggis þegar við skjótum flugeldum upp getum við komið í veg fyrir óhöpp.

Áramótin eru ánægjulegur tími sem við njótum í faðmi fjölskyldu og vina. Fyrir marga er hluti af hátíðarhöldunum að skjóta upp flugeldum og er þá mikilvægt að gæta fyllsta öryggis. Við hjá Sjóvá höfum ásamt Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu tekið saman helstu atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga yfir áramótin.

 • Geymdu flugelda á öruggum stað
 • Lestu vel leiðbeiningar sem fylgja flugeldum.
 • Vertu aldrei með flugelda í vasa og notaðu hanska til að vernda hendur.
 • Mundu eftir flugeldagleraugunum frá Sjóvá, hvort sem þú ætlar að skjóta upp eða bara horfa á.
 • Hafðu sérstakar gætur á börnunum. Gott er að setja heyrnarhlífar á börn sem eru viðkvæm fyrir hávaða.
 • Hafðu stöðuga undirstöðu undir flugeldum, standblysum og skotkökum.
 • Gættu þess að skotstaðurinn sé í hæfilegri fjarlægð frá fólki, húsum og bílum.
 • Kveiktu í með útréttri hendi og hallaðu þér aldrei yfir flugelda. Forðaðu þér um leið og logi er kominn í kveikiþráðinn.
 • Reyndu aldrei að kveikja aftur í flugeldum sem áður hefur verið kveikt í.
 • Mundu að áfengi og flugeldar eiga ekki saman.
 • Haltu dýrum innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingunum.

Flugeldagleraugu eru einföld leið til að vernda augun.

Þess vegna hvetjum við þig til að nota flugeldagleraugu um áramótin, hvort sem þú ætlar að skjóta upp eða bara horfa á. 

Flugeldagleraugu er hægt að nálgast í útibúum Sjóvár um land allt og á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna

Öryggisakademían

Öryggisakademían hefur gefið út nokkur myndbönd sem minna okkur á það sem hafa þarf í huga við meðferð flugelda. Það eru Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá sem standa saman að Öryggisakademíunni en hlutverk hennar er að miðla öryggis- og forvarnarskilaboðum í tengdum flugeldum til allra aldurshópa. 

Hjá björgunarsveitunum eru meira en 4.200 sjálfboðaliðar tilbúnir að bregðast við útköllum allan ársins hring, nótt sem dag.

Þess vegna erum við hjá Sjóvá aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

SJ-WSEXTERNAL-2