Börnin stækka hratt og barnabílstóll þarf að hæfa aldri og þyngd barnsins. Þess vegna fá viðskiptavinir í Stofni allt að 20% afslátt af bílstólum til að geta skipt þegar barnið vex.
Verslunin AB varahlutir býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af Britax barnabílstólum í verslunum sínum um land allt og í vefverslun. Verslunin hefur fengið sérfræðing frá Britax til að kenna starfsfólki á stólana til að geta veitt faglega ráðgjöf um öruggasta valkostinn fyrir börnin. Viðskiptavinir í Stofni fá einnig 15% afslátt af öðrum vörum hjá AB varahlutum.
AB varahlutir eru með verslanir í Reykjavík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. Verslunin sendir líka um land allt í vefverslun.
Verslunin Bílanaust býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af Axkid barnabílstólum í verslunum sínum um land allt og í vefverslun.
Bílanaust eru með verslanir í Reykjavík, Egilsstöðum, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri.
Verslunin sendir líka um land allt í vefverslun sinni.
Barnavöruverslunin Nine Kids býður viðskiptavinum okkar í Stofni 10% afslátt af Cybex barnabílstólum í verslun sinni Fellsmúla 24 (Hreyfilshúsinu) og í vefverslun. Starfsfólk verslunarinnar hefur góða þekkingu á Cybex stólunum og er boðið og búið að aðstoða viðskiptavini við að velja öruggasta kostinn fyrir þeirra börn.
Enginn einn barnabílstóll er sá eini rétti eða sá besti. Það skiptir mestu máli að valinn sé barnabílstóll sem hentar stærð og þyngd barnsins sem og að stóllinn passi í bílinn og síðast en ekki síst að hann sé alltaf rétt festur.
Barnabílstóllinn þarf að:
Við höfum tekið saman greinargóðar upplýsingar um barnabílstóla og hvað er rétt að hafa í huga við kaup á þeim og notkun þeirra. Þú getur kynnt þér nánar upplýsingar um barnabílstóla hér.