20% afsláttur af barnabílstólum

Börnin stækka hratt og barnabílstóll þarf að hæfa aldri og þyngd barnsins. Þess vegna fá viðskiptavinir í Stofni 20% afslátt af bílstólum til að geta skipt þegar barnið vex.

Láttu samstarfsaðila okkar vita að þú sért í Stofni og segðu þeim kennitöluna þína.

Bílanaust

Við höfum átt farsælt samstarf við Bílanaust í mörg ár þar sem viðskiptavinum okkar í Stofni býðst 20% afsláttur af Britax-bílstólum. Starfsfólk í verslunum Bílanausts aðstoðar þig við val á rétta stólnum sem hentar þínum bíl og aldri barnsins. Í versluninni er lögð áhersla á faglega þjónustu og er starfsfólk Bílanausts í góðum tengslum við framleiðandann Britax.

Ólavía og Oliver

Barnavöruverslunin Ólavía og Oliver býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af barnabílstólum í verslun sinni í Glæsibæ. Í versluninni er lögð áhersla á faglega þjónustu og þekkingu á sviði öryggisvara fyrir börn. Auk þess að bjóða afslátt af bílstólum, fá viðskiptavinir í Stofni 15% afslátt af öryggisvörum og 10% afslátt af almennum vörum.

*Athugið að leiga á barnabílstólum hjá versluninni er ekki á vegum Sjóvár og því veitir Sjóvá ekki afslátt af leigu barnabílstóla.

Hvaða barnabílstóll er sá rétti?

Enginn einn barnabílstóll er sá eini rétti eða sá besti. Það skiptir mestu máli að valinn sé barnabílstóll sem hentar stærð og þyngd barnsins sem og að stóllinn passi í bílinn og síðast en ekki síst að hann sé alltaf rétt festur.
Barnabílstóllinn þarf að:

  • Hentar stærð og þyngd barnsins
  • Henta þínum bíl og vera rétt festur samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda
  • Uppfylla alþjóðlega öryggisstaðla (ECE R44/04 eða i-Size UN R129)

Við höfum tekið saman greinargóðar upplýsingar um barnabílstóla og hvað er rétt að hafa í huga við kaup á þeim og notkun þeirra. Þú getur kynnt þér nánar upplýsingar um barnabílstóla hér.

SJ-WSEXTERNAL-3