Sjóvá-Almennar líftryggingar hf.

Sjóvá-Almennar líftryggingar er stærsta líftryggingafélag landsins.

 

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf. er dótturfélag Sjóvá-Almennra trygginga hf. og eru höfuðstöðvar beggja félaga í Kringlunni 5 í Reykjavík.  Útibú Sjóvár um allt land annast jafnframt þjónustu fyrir viðskiptavini og ráðgjöf um vátryggingar félagsins. Allri daglegri starfsemi líftryggingafélagsins er útvistað til Sjóvár. Upplýsingar um líf- og sjúkdómatryggingar félagsins má nálgast hér.

Sjóvá-Almennar líftryggingar hf., sem fram til loka ársins 2003 hét Sameinaða líftryggingarfélagið hf. (Samlíf)  var stofnað 1. maí 1985.  Félagið á þó lengri sögu eða allt frá árinu 1934 þegar líftryggingastarfsemi hófst hér á landi með stofnun Líftryggingadeildar Sjóvár, sem í samræmi við lagabreytingu á árinu 1976 var breytt í hlutafélag undir heitinu Líftryggingarfélag Sjóvár.

Félagið varð til við sameiningu Líftryggingarfélags Sjóvár hf. og Líftryggingamiðstöðvarinnar hf.  

Á árinu 1989 voru líftryggingarstofnar Almennra líftrygginga hf. og Líftryggingarfélagsins Varðar hf. yfirfærðir til félagsins. Þannig varð til stærsta líftryggingafélag landsins og hefur markaðshlutdeild félagsins verið 35% til 40% síðustu ár.

Stjórn Sjóvá-Almennra líftrygginga hf.

Stjórn félagsins skipa:
  • Hermann Björnsson - stjórnarformaður
  • Hafdís Böðvarsdóttir
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Varamenn:
  • Elín Þórunn Eiríksdóttir
  • Grétar Dór Sigurðsson

Framkvæmdastjóri félagsins er Ólafur Njáll Sigurðsson.

SJ-WSEXTERNAL-2