Lögboðin ökutækjatrygging fyrir fyrirtæki

Lögboðin ökutækjatrygging innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.

Yfirlit yfir tryggingu

Ábyrgðartrygging ökutækis tryggir þig fyrir því tjóni sem þú veldur öðrum með notkun ökutækisins. Það á bæði við um tjón á eignum og slys á fólki. Slysatrygging ökumanns og eiganda tryggir bæði ökumann og eiganda sem farþega í ökutækinu, hvort sem ökumaður er eigandi farartækisins eða ekki.

Lögboðna ökutækjatryggingu þarf að kaupa fyrir öll skráningarskyld ökutæki og eru vátryggingafjárhæðir ákveðnar samkvæmt umferðarlögum. Þegar þú kaupir ökutæki hjá bifreiðaumboði eða bílasölu sendir bílasalinn tilkynningu um eigendaskipti til Samgöngustofu, en annars þarf seljandi að skila tilkynningunni inn.

Lögboðin ökutækjatrygging bætir tjón sem hlýst af notkun ökutækis og eigandi og/eða ökumaður þess er ábyrgur fyrir samkvæmt umferðalögum sem eru meðal annars:

 • Tjón sem notkun á ökutækinu veldur öðrum
 • Slys á farþegum og ökumanni ökutækisins sem verða í umferðaróhappi
 • Farangur og eigur annarra farþega en eiganda og ökumanns sem skemmast í ökutækinu í umferðaróhappi
 • Tjón sem þú veldur með notkun ökutækisins innan EES svæðisins og í Sviss, sjá akstur erlendis.

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar

 • Tjón á eigin ökutæki
 • Tjón á eigin húsnæði eða eigum ökumanns eða eiganda sem skemmast í ökutækinu í umferðaróhappi
 • Ef um gáleysi eða ásetning er að ræða eða skerta getu til að stjórna ökutæki af völdum áfengis, vímuefna- eða lyfjanotkunar

Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar <tengill>

 • Iðgjald lögboðinnar ökutækjatryggingar er ákvarðað út frá gerð og notkun ökutækis, aldri, búsetu, tjóna- og viðskiptasögu tryggingartaka. Einnig er tekið tillit til fjölda ökutækja og aldurs ökumanna.
 • Iðgjald bílrúðutryggingar er ákvarðað út frá gerð og notkun ökutækis.  
 • Ef keppt er á ökutækinu þarf að kaupa sérstakan keppnisviðauka. Iðgjald hans er ákvarðað út frá gerð og notkun ökutækis. Sjá nánar um keppnisviðauka.
 • Ef þú ætlar að leigja ökutækið þarf að breyta notkunarflokki þess. Þeir sem leigja ökutæki þurfa að greiða hærra iðgjald þar sem í því felst meiri áhætta.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi lögboðinnar ökutækjatryggingar einkabíla og mótorhjóla.

Aðrar upplýsingar

Við eigendaskipti ökutækja þarf að:

 • Fylla út eigendaskiptabeiðni og senda til Umferðarstofu.
 • Hafa samband við Sjóvá, sem fellir niður trygginguna af gamla bílnum og gefur út tryggingu fyrir nýja bílinn.

Láttu okkur vita þegar þú hefur lagt inn númer ökutækis eða afskráð það og þá er tryggingin felld niður. Það nægir að hringja eða senda okkur póst á sjova@sjova.is.

Ef númerin eru lögð inn hjá Frumherja eða Aðalskoðun þá getur tekið 1-2 daga áður en skráningin tekur gildi hjá Samgöngustofu. Um leið og skráningin tekur gildi getum við fellt niður trygginguna.

Skráningarskyld ökutæki eru:

 • Bifreiðir
 • Bifhjól
 • Torfærutæki
 • Dráttarvélar
 • Eftirvagnar bifreiða og dráttarvéla sem gerðir eru fyrir meira en 750 kg heildarþyngd, þó ekki eftirvagnar bifreiða á beltum eða dráttarvéla sem nær eingöngu eru notaðir utan opinberra vega
 • Hjólhýsi og tjaldvagnar

Þegar farið er með ökutæki erlendis þarf að huga að tryggingum. Græna kortið er staðfesting á því að ábyrgðartrygging sé í gildi í heimalandi vátryggðs. Ábyrgðartryggingin gildir á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) auk Sviss. Kortið gildir einnig í öðrum löndum, en nauðsynlegt er að kynna sér hvar ábyrgðartryggingin gildir áður en lagt er af stað.

Athugaðu líka að ef farið er út fyrir Evrópska efnahagssvæðið og Sviss þarf að greiða fyrir græna kortið.

Græna kortið er gefið út í útibúum Sjóvár og iðgjald verður að vera fullgreitt eða greiðslusamningur í gildi svo hægt sé að afhenda það. Nánari upplýsingar um Græna kortið.

Mikill árangur hefur náðst hér á landi í baráttu gegn ölvunar- og vímuefnaakstri. En þó eru alltaf einhverjir sem freistast til að setjast undir stýri undir áhrifum.

Ef ökumaður hefur ekki öðlast ökuréttindi eða er undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar hann lendir í tjóni, telst hann hafa valdið því af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eins og það er kallað í lögum um vátryggingar.

Undir þessum kringumstæðum greiðir Sjóvá bætur úr lögboðinni ábyrgðartryggingu. Við getum þó endurkrafið ökumanninn um þær bætur sem greiddar eru úr tryggingunni vegna tjónsins. Málinu er þá vísað til endurkröfunefndar sem starfar á vegum viðskiptaráðuneytisins.

Ef um kaskótjón er að ræða getur bótaskylda fallið niður og þar með ber ökumaður sjálfur ábyrgð á tjóninu.

Aðrar ökutækjatryggingar

Kaskótrygging

Það skiptir miklu máli hvar þú Kaskó­tryggir bíl­inn þinn. Hjá Sjóvá er bíll­inn þinn tryggður fyrir alls kyns tjónum sem eru ekki bætt ann­ars staðar.

Bílrúðutrygging

Bílrúðutryggingin er ein af tryggingunum sem hægt er að velja með lögboðinni ökutækjatryggingu. Þar sem framrúðutjón eru mjög algeng mælum við alltaf með því að hún sé tekin með lögboðnu ökutækjatryggingunni.

SJ-WSEXTERNAL-2