Fjölskylduvernd

Fjölskylduvernd er samsett heimilistrygging fyrir fjölskylduna og innbúið þitt. Hægt er að velja um þrjár mismunandi víðtækar tryggingar allt eftir þörfum þínum. Við ráðleggjum öllum að kaupa slíka tryggingu því mikil verðmæti geta legið í innbúi fólks og það getur verið mikið fjárhagslegt áfall verði innbúið fyrir tjóni. Mikilvæg vernd felst í Frítímaslysatryggingu sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og 3.

Fjölskylduvernd 1

Fjölskylduvernd 1 getur hentað þeim sem eru að hefja búskap eða eru að minnka við sig. Tryggingin er fyrir þá sem vilja góða innbústryggingu og ábyrgðartryggingu en þurfa ekki víðtækustu vátryggingavernd, slysatryggingu í frítíma eða ferðatryggingar.

Fjölskylduvernd 2

Fjölskylduvernd 2 hentar þeim sem vilja vera vel tryggðir og vera með góða innbústryggingu og slysatryggingu í frítíma, en þurfa ekki á víðtækustu vátryggingavernd að halda.

Fjölskylduvernd 3

Fjölskylduvernd 3 hentar þeim sem vilja víðtækustu vátryggingavernd sem í boði er. Fjölskylduvernd gildir fyrir innbúið þitt og fjölskyldu.

Samanburður Fjölskylduvernda

Fjölskylduvernd 1 2 3
Innbústrygging      
Ábyrgðartrygging      
Innbúskaskó Val    
Slysatrygging í frítíma Val    
Sjúkrakostnaður innanlands vegna frítímaslysa      
Umönnun barna      
Greiðslukort      
Réttaraðstoð      
Ferðatrygging   Val Val
Sjúkrahúslega      
Dánartrygging gæludýra      
Munir til tómstundaiðkana      

 

Hvers virði er innbúið þitt?

Þegar Fjölskylduvernd er keypt er áætlað verðmæti innbúsins skráð á vátryggingarskírteinið. Það er mikilvægt að innbúið sé rétt metið til að fullar bætur fáist ef þú lendir í tjóni.

Þú getur reiknað áætlað innbúsverðmæti hér

Aðrar tryggingar

Fjölskylduvernd gildir fyrir innbúið þitt og fjölskyldu, en ef þú þarft að tryggja húsnæðið þarftu að skoða lögboðna brunatryggingu húseigna og fasteignatryggingu.

Brunatrygging

Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.

Fasteignatrygging

Með fasteignatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði.

SJ-WSEXTERNAL-3