Áhafnatrygging

Áhafnatrygging er samsett trygging sem tekur til þeirra trygginga sem tengjast áhöfn skips.

Yfirlit yfir tryggingu

Áhafnatrygging samanstendur af eftirtöldum vátryggingum sem eru lögboðnar eða eftir ákvæðum kjarasamninga. 

  • Ábyrgðartrygging útgerðarmanns. 
  • Slysatrygging sjómanna.
  • Líftrygging sjómanna.
  • Farangurstrygging sjómanna.

Ábyrgðartrygging útgerðarmanns

  • Tryggingin tekur til skaðabótaábyrgðar er fellur á vátryggðan vegna líkamstjóns sem rekja má til vanbúnaðar eða bilunar skips eða gáleysis skipverja, auk skemmda á munum í eigu annarra en starfsmanna eða eigenda farms eða afla er skipið flytur, enda hafi atvikið átt sér stað um borð í skipinu eða á bryggju.
  • Aldrei greiðast þó bætur vegna skaðabótakröfu sem vátryggður getur vátryggt sig gegn með húftryggingu hliðstæðs skips.

Slysatrygging sjómanna skv. skaðabótalögum

  • Sjómenn sem ráðnir eru í skipsrúm eru tryggðir ef slys ber að höndum við vinnu í beinum tengslum við rekstur skips.
  • Bætur greiðast samkvæmt siglingalögum nr. 34/1985 og ákvæðum gildandi kjarasamnings milli samtaka sjómanna og SFS.

Farangurstrygging

  • Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns á eigum skipverja sem útgerðarmanni er skylt að greiða samkvæmt 69. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 og eyðileggjast við sjóslys eða bruna.

Líftrygging sjómanna

  • Tryggingin greiðir sóttdauðabætur veikist skipverji sem ráðinn er í skipsrúm hjá vátryggingartaka og leiði veikindin hann til dauða innan tveggja mánaða.

Skilmálar

Aðrar skipatryggingar

Húftryggingar skipa

Húftryggingar skipa og báta taka meðal annars til bols og fylgifjár, vista og birgða.

SJ-WSEXTERNAL-2