Lausafjármunir

Lausafjármunir fyrirtækja eru af ýmsum toga og nauðsynlegt er að huga vel að tryggingum þeirra. Hér á eftir er farið yfir helstu tryggingar sem bæta tjón á lausafé.

Lausafjármunir eða lausafé eru vörur líkt og hrá­efni, hálf­unnar vörur og full­unnar, svo og umbúðir, hús­munir, inn­rétt­ingar, vélar og annar rekstr­ar­búnaður, til dæmis verk­færi og áhöld. Einnig öku­tæki sem ekki eru skrán­ing­ar­skyld sam­kvæmt um­ferðarlögum.

Eignatrygging lausafjár

Eigna­trygg­ing bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, inn­brots eða foks.

Glertrygging

Glertrygging greiðir brot á venjulegu rúðugleri, gler- og plastskiltum svo og tjón á ljósabúnaði.

Húftrygging vinnuvéla

Húftrygging vinnuvéla bætir tjón á tryggðri vinnuvél, sem verður vegna vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Kæli- og frystivörutrygging

Kæli- og frysti­vöru­trygg­ing bætir tjón sem verður á vörum sem geymdar eru í frysti- og kæligeymslum vegna bil­unar í kæli­búnaði.

Lausafjártrygging fyrir bændur

Bænda­trygg­ing bætir tjón á lausafé vegna m.a. bruna, óveðurs og hraps. Trygg­ingin bætir einnig tjón á bú­fénaði vegna um­ferðaró­happs og raf­losts.

Víðtæk eignatrygging

Víðtæk eigna­trygg­ing bætir tjón á lausafé vegna skyndi­legs og ófyr­ir­sjá­an­legs ut­anaðkom­andi at­viks.

SJ-WSEXTERNAL-2