Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.
Rafhlaupahjól hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum hér á landi líkt og annars staðar í heiminum. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Kamilu Dabrowska, sölu- og þjónusturáðgjafa, um rafhlaupahjól og hvað þarf að hafa í huga þegar við þeysumst á þeim um stíga og stræti. Hvernig eru reglurnar og er hægt að tryggja sig fyrir óhöppum?
Sjóvá og Netökuskólinn hafa búið til tvö öpp sem nýtast vel við undirbúning bílprófsins. Bílprófsappið samanstendur af verkefnum sem sett eru upp alveg eins og bílprófið sjálft og niðurstöðurnar líka. Í appinu Umferðarmerkin er hægt að kynna sér öll umferðarmerkin á einum stað og einfalt er að æfa sig í símanum hvar sem er hvenær sem er. Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, framhaldsskólanemi, spjallar hér við Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, um hvernig öppin nýttust henni við ökunámið.
Eflaust eru margir farnir að huga að sumarfríinu og mögulegum ferðalögum, eftir því sem reglur munu leyfa. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Eyþór Sverrisson, sölu- og þjónusturáðgjafa, um hvað þarf að hafa í huga fyrir ferðalög á tímum farsóttar og hvernig við erum tryggð á ferðalögum.
Skíðaíþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda en það er að ýmsu að huga til að upplifunin verði ánægjuleg og allir komi heilir heim. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Alex Daða Reynisson, sölu- og þjónusturáðgjafa hjá Sjóvá og skíðakappa um hvernig þarf að undirbúa sig áður en haldið er af stað og hvernig við tryggjum okkur í frístundum.