Slysatrygging launþega

Slysatrygging launþega er trygging fyrir vinnuveitendur sem tryggir kjarasamningsbundinn rétt starfsmanna þeirra.

Yfirlit yfir tryggingu

Þeir sem hafa fólk í vinnu eru, samkvæmt kjarasamningum, skyldugir að slysatryggja starfsmenn sína. Þess vegna bjóðum við slysatryggingu launþega. Kosturinn við hana er sá að hún lagar sig að ákvæðum mismunandi kjarasamninga þannig að fyrirtæki í ólíkri starfsemi geta keypt þá útgáfu af henni sem þeim ber.

Kjarasamningar eru margir og bera mismunandi ákvæði um tryggingar. Þessir bótaþættir eru almennt innifaldir:

 •  Dánarbætur
 •  Örorkubætur
 •  Dagpeningar vegna tímabundinnar óvinnufærni*
 •  Tjón á persónulegum munum við vinnu (valkvætt)

Vátryggingarfjárhæðir eru tilgreindar í samningunum.

Slysatryggingar samkvæmt kjarasamningum gilda ýmist í vinnu og á beinni leið á milli vinnustaðar og heimilis eða allan sólarhringinn.

*Ýmsir kjarasamningar, t.d. samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga, innifela ekki dagpeninga vegna óvinnufærni. Þær tryggingar gilda hins vegar allan sólarhringinn.

 • Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum nema keppnin eða æfingarnar tengist starfi vátryggðs.
 • Slys, sem verða í flugi, nema vátryggður sé farþegi.
 • Slys, sem verða í hvers konar akstursíþróttum, bardagaíþróttum, fjallaklifri, klettaklifri, bjargsigi, froskköfun, drekaflugi, svifflugi, fallhlífarstökki og/eða íþróttum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar.

Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?

Iðgjaldið ræðst af fjölda starfsmanna, eðli kjarasamnings og þeirri áhættu sem fylgir starfinu. Það er t.d. dýrara að tryggja smið en skrifstofumann, þó svo að kjarasamningar þeirra kveði á um samskonar tryggingar.

Vinnuslys

Reglur um tilkynningu vinnuslysa

Það skiptir miklu máli að atvinnurekendur fylgi í einu og öllu lagareglum um tilkynningu vinnuslysa. Vanræki vinnuveitandi að tilkynna slys til Vinnueftirlits Ríkisins eða láti rannsaka aðstæður á annan hátt hafa dómstólar lagt allan sönnunarvafa á vinnuveitanda um aðstæður á slysstað og orsakir slyss. Slíkt hefur leitt til þess að fyrirtæki hafi þurft að greiða háar skaðabótakröfur sem annars hefði mátt komast hjá. Vanræksla á tilkynningarskyldu um vinnuslys telst einnig vera refsiverð og varðar sektum.

 

Hvað á að gera?

 • Vinnuveitandi á samkvæmt lögum að tilkynna alvarleg slys þegar í stað bæði til lögreglu 112 og Vinnueftirlitsins.
 • Tilkynna þarf slysið innan sólarhrings frá slysi og ekki má raska vettvangi fyrr en rannsókn hefur farið fram.
 • Tilkynningarskyldan getur einnig hvílt á öðrum en vinnuveitanda hins slasaða, t.d. aðalverktaka, þar sem fleiri aðilar eru að störfum á sama vinnustað.
 • Verkstjóri eða aðrir yfirmenn þurfa að meta hvort alvarleiki slyss sé slíkur að slysið þurfi að tilkynna strax. Gott er að hafa í huga að erfitt er og oft ekki hægt að meta hversu alvarlegt slysið er út frá sjáanlegum áverkum.
 • Vinnuveitandi á einnig að tilkynna öll vinnuslys til Sjúkratrygginga Íslands á þar til gerðu eyðublaði. Sú tilkynning er forsenda fyrir rétti hins slasaðra og vinnuveitanda fyrir endurgreiðslu
 • Ávallt á að tilkynna banaslys og öll slys sem geta mögulega valdið  langvinnu eða varanlegu heilsutjóni. Dæmi um slíkt eru höfuðhögg, bak- eða hálsmeiðsl, meiðsl á liðum (úlnlið, olnboga, öxl, mjöðm, hné eða ökkla), öll beinbrot, útlimamissir, augnskaði, innvortis áverkar, eitranir og djúp sár, sem gætu leitt til skaða á taugum eða sinum. Í vafatilvikum er ávallt rétt að tilkynna slys símleiðis þegar í stað og tryggja að rannsókn fari fram.
 • Reynist slysið vera alvarlega en í upphafi var haldið og það leiðir til fjarveru starfsmanns um lengri eða skemmri tíma er rétt að óska eftir lögreglurannsókn strax og það kemur í ljós. Ef lögregla eða Vinnueftirlit annast ekki rannsóknina er mikilvægt að vinnuveitandi geri það sjálfur.
 • Vinnuveitandi á að auki að senda Vinnueftirlitinu skriflegar upplýsingar um öll slys sem leiða til fjarveru starfsfólks í a.m.k. einn dag.  Það er gert með sérstöku eyðublaði sem á að berast Vinnueftirlitinu innan 14 daga frá slysi.
 • Vinnuveitandi á einnig að tilkynna öll vinnuslys til Sjúkratrygginga Íslands á þar til gerðu eyðublaði. Sú tilkynning er forsenda fyrir rétti hins slasaðra og vinnuveitanda fyrir endurgreiðslu sjúkrakostnaðar, dagpeninga og örorkubóta.
 • Mikilvægt er að skriflegar tilkynningar séu skýrar og tæmandi og að þar sé einungis greint frá atriðum sem vinnuveitandi getur staðfest réttar.

 

Eyðublað til Vinnueftirlitsins um vinnuslys (önnur en slys á sjó)

Eyðublað Sjúkratrygginga Íslands um vinnuslys (önnur en slys á sjó)

Tengdar tryggingar

Sjúkra- og slysatryggingar starfsmanna

Slys og alvarlegir sjúkdómar geta höggvið stórt skarð í fjárhagslegt öryggi. Við bjóðum upp á góðar tryggingar fyrir tekjutapi sem getur orðið í kjölfar slysa og veikinda, hvort sem það er varanlegt eða til styttri tíma.

Frjáls ábyrgðartrygging

Það er mikilvægt fyrir þá sem eru í atvinnurekstri að tryggja sig fyrir skaðabótakröfum sem geta beinst að þeim frá þriðja aðila vegna starfseminnar.

Um líf- og heilsutryggingar

Góð heilsa er ómetanleg. Veikindi eða slys geta skert lífsgæði og fjárhagslegar afleiðingar þeirra eru oft þungbærar. Almannatryggingar, lífeyris- og sjúkrasjóðir bæta ekki tekjutap að fullu. Þess vegna bjóðum við fjölbreyttar líf- og heilsutryggingar.

SJ-WSEXTERNAL-2