Hvað er ábyrgðartrygging fyrir atvinnurekstur?
Ábyrgðartryggingu er ætlað að mæta skaðabótakröfum sem geta fallið á þig, sem atvinnurekanda eða fyrirtækið þitt, ef aðrir verða fyrir tjóni vegna starfseminnar. Þetta geta bæði verið tjón á eignum og líkamstjón og er oft um háar fjárhæðir að tefla. Tryggingin er gjarnan nefnd frjáls ábyrgðartrygging þar sem ekki er skylt að kaupa hana samkvæmt lögum.
Bótasvið ábyrgðartryggingar atvinnurekstrar
Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar nær til skaðabótaábyrgðar utan samninga.
Skaðsemisábyrgð
Tryggingin nær til skaðabótaábyrgðar sem fellur á fyrirtæki þitt vegna líkamstjóns eða skemmda á munum af völdum hættulegra eiginleika söluvöru og þjónustu fyrirtækisins.
Tjón sem verða erlendis eru ekki innifalin í tryggingunni nema um það sé samið sérstaklega.