Er líf- og sjúkdómatrygging ekki dýr?
Það mun örugglega koma þér á óvart hvað það er í raun ódýrt. Ungt fólk getur til dæmis keypt sér góða líf- og sjúkdómatryggingu fyrir jafn mikinn pening og það borgar fyrir mánaðaráskrift að Spotify og Netflix.
Hvenær er skynsamlegt að kaupa líf- og sjúkdómatryggingu?
Því fyrr, því betra. Það er einfaldara og ódýrara að kaupa þessar tryggingar þegar maður er ungur en sjúkdómatrygging hentar öllum sem eru orðnir 18 ára. Þegar þú kaupir íbúð með tilheyrandi skuldsetningu eða eignast börn ættirðu hiklaust að líftryggja þig.
Ég á ekki barn eða húsnæði, þarf ég þá nokkuð að tryggja mig?
Það er algengt að ungt fólk sé komið með fjárhagslegar skuldbindingar eins og námslán og bílalán áður en það stofnar fjölskyldu. Það getur líka fylgt því mikill kostnaður að greinast með sjúkdóm. Því mælum við alltaf með því að fólk sjúkdómatryggi sig til að geta borgað af lánum og greitt óvænt útgjöld þó að það verði fyrir tekjutapi vegna veikinda.
Hvernig kaupi ég líf- og sjúkdómatryggingu?
Það er einfalt, þú getur klárað málið á 15 mínútum hér. Ef þú átt maka sækið þið um hvort um sig því bæði þurfið þið að nokkrum spurningum um heilsufar og lífsstíl. Það þarf ekki að koma til okkar til að undirrita umsóknina heldur er hægt að klára málið heima í stofu. Þú getur undirritað hana með rafrænu skilríki. Ef þú ert ekki með rafrænt skilríki þarftu að prenta umsóknina út og koma með hana til okkar í næsta umboð eða útibú.
Hvað eru bæturnar háar?
Við köllum bæturnar vátryggingarfjárhæð og þú ákveður sjálf/ur hversu há hún er. Því hærri sem vátryggingarfjárhæðin er, því meira kostar tryggingin. Þegar þú opnar umsóknarferlið færðu strax ráðgjöf um hvaða upphæð hentar miðað við þínar aðstæður. Þannig getur þú valið vátryggingafjárhæð sem tekur mið af tekjum þínum, skuldum og fjölskyldustærð.
Hvernig er verðið ákveðið?
Verð trygginganna (eða iðgjaldið eins og við köllum það) fer eftir nokkrum atriðum: Vátryggingarfjárhæðin eða fjárhæð bótanna sem greiddar eru ræður miklu. Því hærri tryggingu sem þú kaupir því meira borgar þú. Aldur hefur áhrif, þeir sem yngri eru greiða lægra iðgjald en þeir eldri. Lífstíll, t.d. er iðgjald þeirra sem reykja hærra en þeirra sem reykja ekki. Þeir sem taka áhættu í sínum tómstundum geta þurft að borga hærra verð. Heilsufar þitt ræður líka miklu. Sjúkdómar sem þú hefur fengið áður en þú kaupir trygginguna og fjölskyldusaga um arfgenga sjúkdóma geta leitt til álags á iðgjaldið.
Þarf ég að gera einhverjar breytingar á tryggingunum seinna?
Tryggingarnar þínar eiga að endurspegla aðstæður þínar hverju sinni. Þess vegna geturðu þurft að yfirfara þær ef aðstæður breytast. Þegar þú eignast barn eða tekur hærra lán fyrir stærra húsnæði þarftu til dæmis að hækka vátryggingarfjárhæðina. Þegar börnin eru farin að heiman, þú átt orðið sparifé og hefur greitt upp stóran hluta lánanna geturðu hins vegar viljað lækka fjárhæðina.