Innbústrygging

Innbústrygging bætir tjón af völdum bruna, vatns og innbrots.

Yfirlit

Innbústrygging bætir tjón af völdum bruna, vatns og innbrots. Hún hentar ef innbúið sem á að tryggja er ekki á heimili þínu heldur t.d. í geymslu utan heimilis.

Fyrir þá sem vilja tryggja innbú á heimili sínu mælum við alltaf með Fjölskylduvernd með innbúskaskó sem er mun víðtækari trygging enn innbústrygging.

  • Tjón á innbúi ef það skemmist vegna bruna, til dæmis ef húsgögn skemmast í bruna á húseign.
  • Tjón á innbúi sem stolið er við innbrot, til dæmis ef skartgripum, tölvum eða sjónvörpum er stolið.
  • Tjón á innbúi ef það skemmist af völdum vatns sem streymir úr leiðslum hússins, til dæmis ef sófasett skemmist vegna leka frá lögnum.
  • Tjón ef læstu hjóli er stolið.
  • Tjón vegna bruna á því sem tilheyrir sjálfri fasteigninni, það er til dæmis tjón á gólfefnum, innréttingum og hurðum.
  • Tjón á innbúi sem tekið er úr íbúð sem skilin hefur verið eftir ólæst og mannlaus.
  • Tjón á hlutum sem stolið er á skemmtistöðum, til dæmis síma sem skilinn er eftir á borði meðan farið er á barinn.
  • Tjón á hlutum sem stolið er úr ólæstum bílum, til dæmis ef fartölva er tekin.
  • Tjón á innbúi af völdum utanaðkomandi vatns, til dæmis ef vatn kemur inn um sprungur á veggjum eða lekur inn með glugga.

Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?

Iðgjald innbústryggingar fer eftir því hve háa trygg­ingu þú kaupir á inn­búið. Það er mikilvægt að meta verðmæti innbúsins nærri lagi til að tryggja að fullar bætur fáist ef til tjóns kemur.

Skilmálar

Aðrar tryggingar

Fjölskylduvernd 2

Fjölskylduvernd 2 er okkar vinsælasta heimilistrygging. Í henni er innifalin slysatrygging í frítíma og tryggingar sem taka á algengustu tjónum sem verða á innbúi auk fleiri trygginga.

Fasteignatrygging

Með fasteignatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði.

Brunatrygging

Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.

SJ-WSEXTERNAL-3