Öll ferðaþjónustufyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.
Hjá okkur er starfræktur sérstakur verkefnahópur utan um ferðaþjónustuna. Markmið hópsins er að stuðla að bættu öryggi innan ferðaþjónustunnar með ýmsum forvarnaverkefnum og auknu samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki.
Tryggingar sem þú þarft að kaupa samkvæmt lögum
Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir fasteignina.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu.
Veitir ábyrgð gagnvart tjónum þar sem fyrirtæki eru gerð bótaskyld skv. skaðabótalögum. Í sumum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja er gerð krafa um sérstakar ábyrgðartryggingar.
Hvort sem fyrirtækið þitt er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að fasteignir þess og allt lausafé sé tryggt til að tryggja réttmætar bætur ef til bótaskylds tjóns kemur.
Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatryggingu fyrir launþega. Stjórnendur og eigendur þurfa ekki síður að huga vel að sínum persónutryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Ef rekstur fyrirtækja stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar af fyrrnefndum völdum.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á kaskótryggingu og rúðutryggingu.
Einnig eru í boði tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.
Mínar síður er þjónustuvefur viðskiptavina Sjóvár. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, og skoðað skilmála trygginganna. Þú getur einnig tilkynnt tjón á Mínum síðum. Rafrænar tjónstilkynningar flýta mjög fyrir vinnslu tjónamála.