• Ef einhver hefur slasast.
• Ef ökutæki eru skemmd og óökuhæf eða skapa hættu.
• Ef grunur er um að umferðarlög hafi verið brotin t.d. hraðakstur, ölvunarakstur, stöðvunarskylda ekki virt eða ekið yfir á rauðu ljósi.
• Kannaðu hvort allir séu heilir á húfi.
• Ef einhver hefur slasast hringdu strax í 112.
• Mikilvægast er að gæta fyrst og fremst að öryggi þínu og þeirra sem eru á staðnum.
• Kveiktu á viðvörunarljósum ökutækis (hazard ljós).
• Gott er að taka myndir af vettvangi árekstursins ef aðstæður leyfa, helst áður en ökutækin eru færð.
• Fáðu nöfn og símanúmer vitna á vettvangi ef einhver eru.
• Við ráðleggjum þér að tilkynna tjónið sem fyrst. Tilkynna tjón á ökutæki.
• Í ágreiningsmálum hringdu í Aðstoð og Öryggi í síma 578 9090 eða lögreglu.
• Við bendum á að það er gott að vera með rafrænar útgáfur af kvittunum og öðrum fylgiskjölum sem þarf að senda með tjónstilkynningunni en það flýtir fyrir afgreiðslu ef tjónstilkynning er vel útfyllt.
• Einnig er hægt að senda myndir með tjónstilkynningu sem auðveldar okkur úrvinnslu málsins.
• Best er að ökumenn þeirra ökutækja sem lentu í árekstri tilkynni tjónið sem allra fyrst síns tryggingafélags. Þá fáum við upplýsingar um tjónið frá fyrstu hendi.
• Ef ökumaður hins ökutækisins er tryggður annars staðar sendum við tjónstilkynninguna til viðkomandi tryggingafélags.
• Tengiliður eða eigandi fyrirtækis og/eða bílaleigu getur líka skilað tjónstilkynningunni til okkar.
• Til þess að flýta fyrir afgreiðslu málsins ráðleggjum við þér að tilkynna tjónið á sjova.is og senda skriflegu tjónstilkynninguna með sem viðhengi Tilkynna tjón á ökutæki.
• Ef til dæmis lögregla eða Aðstoð og Öryggi/Árekstur.is komu á staðinn, þá fáum við skýrslu senda frá þeim þegar hún er tilbúin. Það getur tekið nokkra virka daga að fá skýrsluna senda.
• Ef þú hefur ekki tök á að tilkynna tjónið á netinu má senda okkur tjónstilkynninguna í tölvupósti á bilatjon@sjova.is eða koma með hana í næsta útibú.
• Þegar ökutæki skemmast það mikið að ekki er hægt að keyra þau af árekstrarstað, þá eru þau í langflestum tilfellum flutt í Krók, Vesturhrauni 5, Garðabæ.
• Ef árekstur verður utan höfuðborgarsvæðisins eru ökutæki flutt í burtu af næsta dráttarbílaþjónustuaðila. Hafðu endilega samband við okkur í síma 440 2000 eða á netspjalli til þess að fá nánari upplýsingar.
• Ef ökutækið þitt hefur verið flutt í Krók munum við skoða ökutækið þar og hafa samband við þig eftir að við höfum fengið tjónstilkynninguna og metið bótaskyldu.
• Ef þú hefur ekkert heyrt frá okkur innan tveggja sólarhringa eftir að þú skilar tjónstilkynningunni, ekki hika við að hafa samband og athuga stöðuna.
• Athugið, ef lögreglan eða Aðstoð og Öryggi (arekstur.is) kom á staðinn getur það tekið nokkra virka daga fyrir okkur að fá tjónstilkynninguna senda frá þeim.
• Viðskiptavinir okkar í Stofni (einstaklingar) eiga rétt á afnotamissi (5.500 kr. á dag), inneign hjá Hopp (7.000 kr. á dag) eða bílaleigubíl í allt að 7 daga ef um kaskótjón er að ræða og ökutækið er óökufært eða á verkstæði.
• Hafir þú lent í árekstri og sá sem ók á þig er tryggður hjá Sjóvá getur þú einnig átt rétt á afnotamissi, inneign hjá Hopp eða bílaleigubíl ef ökutækið er óökufært eða á meðan það er á verkstæði.
• Athugið að miðað er við eðlilegan viðgerðartíma sem er yfirleitt 3 til 5 dagar. Ef um lengri viðgerðartíma er að ræða hafðu þá samband við okkur og við skoðum málið með þér.
• Við getum ekki ábyrgst greiðslu á afnotamissi fyrr en tjónstilkynning hefur borist okkur og búið er að ákveða bótaskyldu.
• Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.
• Ef ökutækið var flutt af árekstrarstað munum við skoða það og hafa samband við þig varðandi næstu skref. Hafir þú ekki heyrt í okkur innan tveggja virkra daga frá tjóni, hafðu endilega samband við okkur á netspjalli eða í síma 440 2000 og við aðstoðum þig.
• Ef ökutækið er ökufært er fyrsta skrefið alltaf að fara með það í tjónamat á viðurkennt verkstæði. Sjá lista yfir viðurkennd verkstæði
• Ef þú vilt fá greiddar bætur, í staðinn fyrir viðgerð, láttu verkstæðið vita af því og við höfum þá samband við þig þegar við höfum fengið tjónamatið sent frá verkstæðinu.
• Ef það verður gert við ökutækið gefum við verkstæðinu samþykki fyrir viðgerð og verkstæðið mun þá hafa samband við þig og gefa þér tíma í viðgerð.
• Ef tjónamatið er það hátt að það borgar sig ekki að gera við ökutækið munum við hafa samband við þig varðandi kaup á ökutækinu.
• Ef einhver slasaðist í árekstrinum er ekki nóg að merkja við það í tjónstilkynningu ökutækis heldur þarf einnig að fylla út sérstaka slysatjónstilkynningu.
• Mikilvægt er að muna eftir að fylla út umboð til gagnaöflunar aftast í slysatjónstilkynningunni en það veitir Sjóvá heimild til að óska m.a. eftir læknagögnum vegna slyssins.
• Þegar tjónið hefur verið tilkynnt fara starfsmenn Sjóvá yfir tilkynninguna og meta bótaskyldu. Langflest mál ganga hratt fyrir sig og þú færð niðurstöðuna innan tveggja virkra daga.
• Í sumum tilvikum vantar okkur nánari upplýsingar frá þér, eða frekari gögn og/eða staðfestingu frá þeim sem ók hinum bílnum. Við munum óska eftir þeim gögnum sem vantar en á meðan er málið í biðstöðu. Þegar umbeðin gögn eru komin færðu tölvupóst eða sms frá okkur með niðurstöðunni og næstu skrefum.
Kaskótjón ökutækis
• Í kaskótryggingunni er eigin áhætta og algengast er að hún sé á bilinu 100.000 til 150.000 kr.
• Þú getur séð eigin áhættuna í kaskótryggingunni þinni á Mitt Sjóvá undir yfirlit og skírteini kaskótryggingar.
Ábyrgðartjón ökutækis - viðskiptavinir sem eru ekki í Stofni
• Viðskiptavinir sem eru ekki í Stofni vildarþjónustu Sjóvá greiða iðgjaldsauka upp á 26.000 kr. fari tjónið á hinu ökutækinu upp fyrir 100.000 kr. Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.
Ábyrgðartjón ökutækis - viðskiptavinir í Stofni
• Þeir viðskiptavinir sem eru í Stofni og valda öðrum tjóni þurfa ekki að greiða neitt, við bætum mótaðila tjónið úr ábyrgðartryggingu ökutækisins sem olli árekstrinum. Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.