• Ef einhver hefur slasast.
• Ef ökutæki eru skemmd og óökuhæf eða skapa hættu.
• Ef grunur er um að umferðarlög hafi verið brotin t.d. hraðakstur, ölvunarakstur, stöðvunarskylda ekki virt eða ekið yfir á rauðu ljósi.
• Kannaðu hvort allir séu heilir á húfi.
• Ef einhver hefur slasast hringdu strax í 112.
• Mikilvægast er að gæta fyrst og fremst að öryggi þínu og þeirra sem eru á staðnum.
• Kveiktu á viðvörunarljósum ökutækis (hazard ljós).
• Gott er að taka myndir af vettvangi árekstursins ef aðstæður leyfa, helst áður en ökutækin eru færð.
• Fáðu nöfn og símanúmer vitna á vettvangi ef einhver eru.
• Við ráðleggjum þér að tilkynna tjónið sem fyrst. Tilkynna tjón á ökutæki.
• Í ágreiningsmálum hringdu í Aðstoð og Öryggi í síma 578 9090 eða lögreglu.
• Við bendum á að það er gott að vera með rafrænar útgáfur af kvittunum og öðrum fylgiskjölum sem þarf að senda með tjónstilkynningunni en það flýtir fyrir afgreiðslu ef tjónstilkynning er vel útfyllt.
• Einnig er hægt að senda myndir með tjónstilkynningu sem auðveldar okkur úrvinnslu málsins.
• Ef upp koma athugasemdir eins og t.d. ökutæki ekki tryggt á tjónsdegi eða ökutæki hefur breytt um eiganda þá gæti verið að vátryggingartaki sé ekki rétt skráður á tjónstilkynninguna. Stundum er tryggingin skráð á maka, foreldri, fyrirtæki, bílaleigu o.s.frv og þarf þá að merkja við að tryggingartaki er annar en tilkynnandi.
• Ef um kaskótjón er að ræða gæti verið að bíllinn sé ekki kaskótryggður eða þá að rangt bílnúmer hafi verið slegið inn. Við mælum með að þú yfirfarir allar upplýsingar og prófir aftur. Ef ekkert gengur hafðu þá samband við okkur í síma 440 2000 eða á netspjallinu og við aðstoðum þig.
• Í árekstri milli tveggja eða fleiri ökutækja er mikilvægt að það ökutæki sem er tryggt hjá Sjóvá sé fyrst skráð á tjónstilkynninguna og hin komi svo á eftir.
• Best er að ökumenn þeirra ökutækja sem lentu í árekstri tilkynni tjónið sem allra fyrst síns tryggingafélags. Þá fáum við upplýsingar um tjónið frá fyrstu hendi.
• Ef ökumaður hins ökutækisins er tryggður annars staðar sendum við tjónstilkynninguna til viðkomandi tryggingafélags.
• Tengiliður eða eigandi fyrirtækis og/eða bílaleigu getur líka skilað tjónstilkynningunni til okkar.
• Til þess að flýta fyrir afgreiðslu málsins ráðleggjum við þér að tilkynna tjónið á sjova.is og senda skriflegu tjónstilkynninguna með sem viðhengi Tilkynna tjón á ökutæki.
• Ef til dæmis lögregla eða Aðstoð og Öryggi/Árekstur.is komu á staðinn, þá fáum við skýrslu senda frá þeim þegar hún er tilbúin. Það getur tekið nokkra virka daga að fá skýrsluna senda.
• Ef þú hefur ekki tök á að tilkynna tjónið á netinu má senda okkur tjónstilkynninguna í tölvupósti á bilatjon@sjova.is eða koma með hana í næsta útibú.
• Ef þú lendir í vandræðum með að merkja inn á myndina hvar skemmdirnar á ökutækinu eru þá gæti verið gott að prófa að skipta um vafra. (Við mælum með Google Chrome).
• Þú mátt líka merkja inn á myndina eins vel og þú getur og skrifa svo góða lýsingu á skemmdunum í þar til gerðan reit.
• Ef þú veist bílnúmerið á hinu ökutækinu en ert ekki með upplýsingar um ökumanninn, er einfalt að merkja í viðeigandi reit í tilkynningunni ökutæki mannlaust/óþekktur ökumaður/erlendur ökumaður.
• Þegar ökutæki skemmast það mikið að ekki er hægt að keyra þau af árekstrarstað, þá eru þau í langflestum tilfellum flutt í Krók, Vesturhrauni 2, Garðabæ.
• Ef árekstur verður utan höfuðborgarsvæðisins eru ökutæki flutt í burtu af næsta dráttarbílaþjónustuaðila. Hafðu endilega samband við okkur í síma 440 2000 eða á netspjalli til þess að fá nánari upplýsingar.
• Ef ökutækið þitt hefur verið flutt í Krók munum við skoða ökutækið þar og hafa samband við þig eftir að við höfum fengið tjónstilkynninguna og metið bótaskyldu.
• Ef þú hefur ekkert heyrt frá okkur innan tveggja sólarhringa eftir að þú skilar tjónstilkynningunni, ekki hika við að hafa samband og athuga stöðuna.
• Athugið, ef lögreglan eða Aðstoð og Öryggi (arekstur.is) kom á staðinn getur það tekið nokkra virka daga fyrir okkur að fá tjónstilkynninguna senda frá þeim.
• Viðskiptavinir okkar í Stofni (einstaklingar) eiga rétt á afnotamissi (4.500 kr. á dag) eða bílaleigubíl í allt að 7 daga ef um kaskótjón er að ræða og ökutækið er óökufært eða á verkstæði.
• Hafir þú lent í árekstri og sá sem ók á þig er tryggður hjá Sjóvá getur þú einnig átt rétt á bílaleigubíl eða afnotamissi ef ökutækið er óökufært eða á meðan það er á verkstæði.
• Athugið að miðað er við eðlilegan viðgerðartíma sem er yfirleitt 3 til 5 dagar. Ef um lengri viðgerðartíma er að ræða hafðu þá samband við okkur og við skoðum málið með þér.
• Við getum ekki ábyrgst greiðslu á afnotamissi fyrr en tjónstilkynning hefur borist okkur og búið er að ákveða bótaskyldu.
• Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.
• Ef ökutækið var flutt af árekstrarstað munum við skoða það og hafa samband við þig varðandi næstu skref. Hafir þú ekki heyrt í okkur innan tveggja virkra daga frá tjóni, hafðu endilega samband við okkur á netspjalli eða í síma 440 2000 og við aðstoðum þig.
• Ef ökutækið er ökufært er fyrsta skrefið alltaf að fara með það í tjónamat á viðurkennt verkstæði. Sjá lista yfir viðurkennd verkstæði
• Ef þú vilt fá greiddar bætur, í staðinn fyrir viðgerð, láttu verkstæðið vita af því og við höfum þá samband við þig þegar við höfum fengið tjónamatið sent frá verkstæðinu.
• Ef það verður gert við ökutækið gefum við verkstæðinu samþykki fyrir viðgerð og verkstæðið mun þá hafa samband við þig og gefa þér tíma í viðgerð.
• Ef tjónamatið er það hátt að það borgar sig ekki að gera við ökutækið munum við hafa samband við þig varðandi kaup á ökutækinu.
• Ef einhver slasaðist í árekstrinum er ekki nóg að merkja við það í tjónstilkynningu ökutækis heldur þarf einnig að fylla út sérstaka slysatjónstilkynningu.
• Mikilvægt er að muna eftir að fylla út umboð til gagnaöflunar aftast í slysatjónstilkynningunni en það veitir Sjóvá heimild til að óska m.a. eftir læknagögnum vegna slyssins.
• Þegar tjónið hefur verið tilkynnt fara starfsmenn Sjóvá yfir tilkynninguna og meta bótaskyldu. Langflest mál ganga hratt fyrir sig og þú færð niðurstöðuna innan tveggja virkra daga.
• Í sumum tilvikum vantar okkur nánari upplýsingar frá þér, eða frekari gögn og/eða staðfestingu frá þeim sem ók hinum bílnum. Við munum óska eftir þeim gögnum sem vantar en á meðan er málið í biðstöðu. Þegar umbeðin gögn eru komin færðu tölvupóst eða sms frá okkur með niðurstöðunni og næstu skrefum.
Kaskótjón ökutækis
• Í kaskótryggingunni er eigin áhætta og algengast er að hún sé á bilinu 100.000 til 150.000 kr.
• Þú getur séð eigin áhættuna í kaskótryggingunni þinni á Mitt Sjóvá undir yfirlit og skírteini kaskótryggingar.
Ábyrgðartjón ökutækis - viðskiptavinir sem eru ekki í Stofni
• Viðskiptavinir sem eru ekki í Stofni vildarþjónustu Sjóvá greiða iðgjaldsauka upp á 26.000 kr. fari tjónið á hinu ökutækinu upp fyrir 100.000 kr. Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.
Ábyrgðartjón ökutækis - viðskiptavinir í Stofni
• Þeir viðskiptavinir sem eru í Stofni og valda öðrum tjóni þurfa ekki að greiða neitt, við bætum mótaðila tjónið úr ábyrgðartryggingu ökutækisins sem olli árekstrinum. Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvort þú ert í Stofni eða ekki.