Tryggingar á ferðalagi

Mörg okkar hafa afskaplega gaman af því að ferðast til útlanda, hvort sem við gerum það til að fara í frí, í nám eða vegna vinnu. Þegar við erum erlendis eigum við að njóta áhyggjulaus alls þess sem viðkomustaðurinn hefur upp á að bjóða.

Eitt af því sem þarf að huga að þegar farið er í ferðalög til annarra landa eru trygg­ingar.  Í flestum til­fellum erum við tryggð á ferðalögum. 

 • Ef ferð er greidd með kreditkorti þá fylgir ferðatrygging með flestum kortum. Mikilvægt er að athuga hvort að ferðatryggingar eru innifaldar í þínu kreditkorti. 
 • Ef þú hefur keypt Ferðavernd sem viðbót við Fjölskylduvernd
 • Frítímaslysatryggingin sem er í Fjölskylduvernd 2 og 3 gildir á ferðalögum erlendis
 • Ábyrgðartryggingin í Fjölskylduvernd gildir á ferðalögum erlendis
 • Sjúkratryggingar Íslands tryggja okkur fyrir sjúkrakostnaði í löndum Evrópska efnahagssvæðisins
 • Forfallatryggingu er hægt að kaupa hjá flestum flugfélögum og ferðaskrifstofum um leið og gengið er frá kaupum á ferð.
Þótt við séum tryggð í mörgum til­fellum þarf samt að huga að trygg­ingum áður en farið er í ferðalag. 

 

Kreditkortatryggingar eru mismunandi:

 • Fjárhæðir eru mismunandi eftir tegundum korta
 • Ferðir vegna vinnu eru aðeins innifaldar í sumum tegundum korta
 • Oft þarf að greiða hluta ferðakostnaðar með kreditkorti til að kortatryggingin gildi
 • Það er misjafnt eftir tegundum korta hve lengi kortatryggingin gildir á ferðalagi

 

Ferðavernd sem keypt er sem viðbót Fjölskylduvernd:

 • Gildir aðeins fyrir vinnu sem tengist viðskiptum og ráðstefnum
 • Gildir að hámarki í ferðalagi í 92 daga eftir brottför frá Íslandi

 

Íþróttaferðir hvort sem er vegna æfinga og keppni hjá þeim sem eru 16 ára og eldri eru ekki innifaldar í:

 • Kreditkortatryggingum
 • Ferðavernd sem keypt er sem viðbót við Fjölskylduvernd

 

Köfun, fjallaklifur, bjargsig og teygjustökk eru dæmi um iðju sem ekki er innifalin í:

 • Kreditkortatryggingum
 • Ferðavernd sem keypt er sem viðbót við Fjölskylduverndinni

 

Við bjóðum upp á ferðatrygg­ingar fyrir þá sem ætla gera eitt­hvað sem ekki fellur undir al­menna ferðatrygg­ingu, til dæmis fyrir köfun og keppni í íþróttum. 

Einnig er hægt að kaupa hjá okkur ferðatrygg­ingu sem tekur við þegar ferðatím­inn er orðinn lengri en gild­is­tími kred­it­korta­trygg­ing­ar­innar eða Ferða­verndar sem bætt er við Fjöl­skyldu­vernd.

Þeir sem eru að fara að vinna er­lendis þurfa að huga að sínum trygg­ingum. Huga þarf að því:

 • Hvaða tryggingar fylgja frá vinnuveitanda
 • Hve lengi er unnið erlendis – helst réttur samkvæmt almannatryggingum hér á landi?
 • Hvert er farið - nýtur sá sem fer til starfa erlendis réttinda samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins?
 • Hvort lögheimili verður breytt og hvort það hefur áhrif á réttindi hér á landi
 • Hvort sýna þarf fram á tryggingar vegna vegabréfsáritunar

Þeir sem eru að fara til náms er­lendis þurfa að huga að því: 

 • Hvort skólinn er með tryggingar og hvort skólinn setur einhverjar lágmarkskröfur um tryggingar. Í þeim tilfellum er oft besta lausnin að kaupa tryggingu hjá skólanum.
 • Hve lengi námið stendur - helst réttur samkvæmt almannatryggingum hér á landi?
 • Hvert er farið - nýtur sá sem fer til náms erlendis réttinda samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins?
 • Hvort lögheimili verður breytt og hvort það hefur áhrif á réttindi hér á landi

Tengdar síður

Ferðatryggingar

Ef þú vilt vera tryggður fyrir áföllum sem kunna að koma upp á ferðalaginu þá bjóðum við upp á ferðasjúkra- og ferðarofstryggingu, ferðaslysatryggingu og farangurstryggingu.

Evrópskt sjúkratryggingakort

Þeir sem ferðast til Evrópu ættu ávallt að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för sem hægt er að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES- ríki.

SJ-WSEXTERNAL-3