Það skiptir miklu máli að vera rétt tryggður á ferðalögum erlendis. Þannig getum við áhyggjulaus notið þess sem áfangastaðurinn hefur upp á að bjóða, vitandi að við erum með góða vernd ef eitthvað kemur upp á. Það er sérstaklega mikilvægt að huga að tryggingaverndinni fyrir ferðalög utan Evrópu, þar sem Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki.
Ferðavernd er valkvæð ferðatrygging sem hægt er að láta fylgja fjölskyldutryggingu okkar. Margir eru einnig með ferðatryggingar í gegnum kreditkort sín og er mikilvægt að kynna sér vel hvaða tryggingar eru í kortinu áður en ferðin er bókuð.
Við mælum með að þú hafir samband við ráðgjafa okkar til að fara yfir ferðatryggingarnar sem þú ert með til að fullvíst sé að þær veiti góða vernd á ferðalaginu sem er framundan.
Þeir sem ferðast til Evrópu ættu alltaf að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för en kortið er hægt að nota ef korthafi veikist eða slasast í öðru EES ríki.
Kortið gildir eingöngu hjá þjónustuaðilum innan hins opinbera sjúkratryggingakerfis þeirra landa sem eru aðilar að EES samningnum.
Sækja um evrópska sjúkratryggingakortið á vef Sjúkratrygginga Íslands.
Ef um alvarleg veikindi eða slys er að ræða, ráðleggjum við þér að hafa samband beint við SOS INTERNATIONAL neyðarþjónustu í síma 0045 70 10 50 50.
Þjónusta SOS INTERNATIONAL felst meðal annars í því að veita ráðgjöf, eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur auk þess að aðstoða við heimflutning ef þess gerist þörf.
Sími: 0045 70 10 50 50
Netfang: sos@sos.dk
Veffang: www.sos.dk
Við mælum með því að viðskiptavinir hafi símanúmer SOS vistað í símann hjá sér 0045 70 10 5050. Þá er einnig hægt að hafa samband við okkur í síma 00354 440 2000 á skrifstofutíma Sjóvár.
Eitt af því sem þarf að huga að þegar farið er í ferðalög til annarra landa eru tryggingar. Í flestum tilfellum erum við tryggð á ferðalögum.
Kreditkortatryggingar eru mismunandi:
Ferðavernd sem keypt er sem viðbót Fjölskylduvernd:
Íþróttaferðir hvort sem er vegna æfinga og keppni hjá þeim sem eru 16 ára og eldri eru ekki innifaldar í:
Köfun, fjallaklifur, bjargsig og teygjustökk eru dæmi um iðju sem ekki er innifalin í:
Við bjóðum upp á ferðatryggingar fyrir þá sem ætla gera eitthvað sem ekki fellur undir almenna ferðatryggingu, til dæmis fyrir köfun og keppni í íþróttum.
Einnig er hægt að kaupa hjá okkur ferðatryggingu sem tekur við þegar ferðatíminn er orðinn lengri en gildistími kreditkortatryggingarinnar eða Ferðaverndar sem bætt er við Fjölskylduvernd.
Þeir sem eru að fara að vinna erlendis þurfa að huga að sínum tryggingum. Huga þarf að því:
Þeir sem eru að fara til náms erlendis þurfa að huga að því: