Sjávarútvegur

Öll sjávarútvegsfyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Hvort sem fyrirtækið sem þú ert með er í landvinnslu eða útgerð þá skiptir miklu máli að starfsmenn, eignir, tæki og búnaður séu rétt tryggð.

Við þekkjum þarfir sjávarútvegsfyrirtækja og erum með sérfræðinga sem geta aðstoðað þig við að sníða tryggingarnar að þínum þörfum.

Sjóvá býður þjónustu og ráðgjöf fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Tryggingaþörf fyrirtækja er mismunandi eftir stærð og umfangi starfseminnar. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar og forvarnir í samræmi við þarfir.

Lögboðnar tryggingar

Tryggingar sem þú verður að kaupa samkvæmt lögum:

 

Brunatrygging húseigna

Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir fasteignir.

 

Lögboðin ökutækjatrygging

Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.

Við mælum með að þú skoðir 

Ábyrgðartrygging

Ákveðnum starfsstéttum er skylt að kaupa starfsábyrgðartryggingar en að auki bjóðum við frjálsar ábyrgðartryggingar. Ábyrgðartrygging veitir ábyrgð gagnvart tjónum sem fyrirtæki eru gerð bótaskyld fyrir samkvæmt skaðabótalögum. Tjónþoli getur verið starfsmaður, viðskiptavinur eða ótengdur aðili. Tryggingin bætir fyrirtækinu skaðabætur sem falla á það vegna mistaka við framkvæmd þeirrar þjónustu sem tryggð er.

 Nánar um ábyrgðartryggingu

 

Eignatryggingar

Hvort sem fyrirtækið þitt er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að fasteignir þess og allt lausafé sé tryggt til að tryggja réttmætar bætur ef til bótaskylds tjóns kemur. Tryggingar eru nauðsynlegar bæði fyrir lausafé til dæmis innréttingar, tölvur og áhöld og líka á fasteignir fyrir þá sem eru í eigin húsnæði. Þessar tryggingar bæta tjón sem verður á húseignum, vélum og tækjum, birgðum og öðrum lausafjármunum í landi.
 

Húftrygging vinnuvéla
  • Bætir tjón sem verður á vinnuvélum s.s. lyfturum, krönum og vögnum.
Véla og rafeindatækjatrygging
  • Bætir tjón á vélbúnaði af völdum skyndilegrar bilunar á vélum s.s. vegna óhapps við vinnu og mistaka starfsmanna.

Nánar um eignatryggingar

 

Rekstrarstöðvunartrygging

Ef rekstur fyrirtækja stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap í kjölfar eldsvoða, vatnstjóns, innbrots, vélarbilunar, rafeindatækja, farmtjóns, slysa og sjúkdóma og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar af ofangreindum völdum. Mælt er með slíkri tryggingu sérstaklega í þeim tilfellum sem erfitt er að hefja starfsemi á nýjum stað innan sjö daga.

 Nánar um rekstrarstöðvunartryggingu

 

Starfsmannatryggingar

Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga ber að tryggja starfsmenn gegn vinnuslysum. Auk hinnar samningsbundnu slysatryggingar launþega er boðið upp á alhliða vátryggingarvernd fyrir starfsmenn. Í boði er almenn slysatrygging, ferðatrygging og launatrygging svo eitthvað sé nefnt.

Nánar um tryggingar starfsmanna og stjórnenda

 

Ökutækjatryggingar

Allir eigendur skráningarskyldra ökutæki þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á rúðutryggingu og kaskótryggingu. Afar mikilvægt er að ökutæki séu tryggð í samræmi við gerð og notkun þeirra.

Nánar um ökutækjatryggingar

 

Húftrygging fiskiskipa

Bætir altjón eða skemmdir er kunna að verða á skipinu vegna óhappa. Tekur einnig til greiðslu á björgunarlaunum samkvæmt siglingalögum og kostnaði við að fjarlægja skipsflak.

Nánar um 

Hagsmunatrygging

Tryggir sérstaklega hagsmuni skipseiganda og er í boði sem viðbót við húftrygginguna.

 

Áhafnartrygging

Tryggir áhöfnina og samanstendur af:

  • Ábyrgðartryggingu útgerðarmanns
  • Slysatryggingu sjómanna
  • Líftryggingu sjómanna
  • Farangurstryggingu skipverja

 

Afla- og veiðarfæratrygging

Tryggingin bætir það lausafé sem er um borð í skipum sem tilheyrir ekki vátryggingaverðmæti skipsins t.d. ferskur afli, frosnar afurðir og veiðarfæri.

 

Nótatrygging

Tryggingin er sérstaklega sniðin að þörfum þeirra útgerða sem gera út og eiga nótaveiðiskip.

 

Nánar um Sjótryggingar

Farmtryggingar

Ábyrgð farmflytjandans er mjög takmörkuð og því er nauðsynlegt að huga að farmtryggingum sem greiða tjón á farmi í flutningi.

 Nánar um farmtryggingar

Skaðsemisábyrgð

Tekur til skaðabótaábyrgðar vegna líkamstjóns eða skemmda á munum af völdum hættulegra eiginleika vöru.

Nánar um ábyrgðartryggingar

Önnur þjónusta

Mínar síður

Mínar síður er þjónustuvefur viðskiptavina Sjóvár. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, og skoðað skilmála trygginganna. Þú getur einnig tilkynnt tjón á Mínum síðum. Rafrænar tjónstilkynningar flýta mjög fyrir vinnslu tjónamála.

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta Sjóvá er mönnuð reynslumiklum sérfræðingum sem vita að rétt tryggingavernd getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja. Öll fyrirtæki fá sinn ráðgjafa sem tryggir að árlega er farið yfir tryggingaþörf fyrirtækisins.

SJ-WSEXTERNAL-2