Brunatrygging húseigna

Brunatrygging húseigna er lögboðin trygging sem bætir tjón á húseign af völdum eldsvoða.

Yfirlit yfir tryggingu

Þar sem brunatrygging húseigna er lögboðin trygging þurfa eigendur að tryggja allar húseignir sínar gegn eldsvoða, hvort sem um er að ræða hús í byggingu eða fullbúin hús. Þetta gildir um allar tegundir húsnæðis. Þegar þú kaupir fasteign hjá fasteignasölu sendir fasteignasalinn tilkynningu um eigendaskiptin til fasteignaskrár, en annars þarf eigandinn sjálfur að ganga frá beiðni um tryggingu.

Vátryggingarfjárhæð brunatryggingarinnar miðast við brunabótamat húseignar eins og það er skráð hjá fasteignaskrá. Ef þú telur að matið á húseigninni sé ekki rétt, til dæmis vegna verulegra endurbóta eða viðbyggingar frá því að eignin var metin síðast, getur þú pantað endurmat hjá fasteignaskrá.

 • Tjón vegna eldsvoða
 • Tjón vegna eldingar
 • Tjón vegna sprengingar af völdum eldunartækja eða tækja til upphitunar húss
 • Tjón vegna sótfalls úr eldstæði eða kynditækjum
 • Tjón af völdum loftfars sem hrapar eða hluts sem frá því fellur
 • Tjón vegna slökkvi- og björgunaraðgerða
 • Hreinsun húseignar og brunarústa

Kynntu þér skilmála brunatryggingar húseigna

 • Tjón á innbúi, en innbú þarf alltaf að tryggja sérstaklega með Fjölskylduvernd
 • Óbeint tjón svo sem rekstrartap eða tapaðar húsaleigutekjur
 • Tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum
 • Tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða eða annarra náttúruhamfara. Slík tjón eru bætt af Viðlagatryggingu Íslands.

Kynntu þér skilmála brunatryggingar húseigna

 • Iðgjald brunatryggingarinnar fer eftir brunabótamati eða verðmati á húsnæði í smíðum, notkun og staðsetningu húsnæðis.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Með iðgjaldi brunatrygginga eru innheimt ýmis opinber gjöld sem lögð eru á alla húseigendur og miðast við vátryggingarfjárhæð brunabótamats:

Tengdar tryggingar

Húseigendatrygging

Húseigendatrygging er samsett trygging úr 8 þáttum og tekur til helstu tjóna sem geta orðið á húseigninni annarra en brunatjóna.

Eignatrygging lausafjár

Eignatrygging bætir tjón á lausafé af völdum bruna, vatns, innbrots eða foks.

SJ-WSEXTERNAL-3