Nótatrygging

Tryggingin tekur á bótaskyldum tjónum sem verða á nót.

Yfirlit

Nætur eru mjög dýr veiðarfæri og því mikilvægt að huga vel að vátryggingu þeirra. 

Nótatrygging tekur til bótaskyldra tjóna er verða á nótinni um borð í skipinu og brunatjónum eingöngu meðan nótin er í geymslu á landi. 

  • Algert tjón
  • Hlutatjón ef skipið strandar, sekkur, því hvolfir og lendir í árekstri.
  • Brunatjón
  • Sameiginlegt sjótjón

 Sjá nánar í skilmálum.

  • Yfirborðsskolun er ekki bótaskyld, nema sérstaklega hafi verið um það samið fyrirfram og viðaukagjald greitt.
  • Tryggingartaki og Sjóvá koma sér saman um verðmæti nótarinnar í byrjun hvers tryggingatímabils.
  • Enda þótt nót hafi verið vátryggð fyrir ákveðinni upphæð, áskilur félagið sér rétt til að miða bætur fyrir algert tjón við sannvirði hennar, eftir aldri og ástandi.

Tengdar tryggingar

Húftryggingar skipa

Húftryggingar skipa og báta taka meðal annars til bols og fylgifjár, vista og birgða.

Áhafnatrygging

Áhafnartryggingin er sett saman úr ábyrgðartryggingu útgerðarmanns, slysatryggingu sjómanna, farangurstryggingu og líftryggingu sjómanna.

SJ-WSEXTERNAL-2