Sjúkra- og slysatryggingar

Slys og alvarlegir sjúkdómar geta höggvið stórt skarð í fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Við bjóðum upp á góðar tryggingar fyrir tekjutapi sem getur orðið í kjölfar slysa og veikinda, hvort sem það er varanlegt eða til styttri tíma.

Slysatrygging

Slysatrygging greiðir bætur vegna afleiðinga slysa. Þú getur keypt slysatryggingu sem gildir allan sólarhringinn en einnig fyrir frítíma eða atvinnu eingöngu. Slysatrygging getur líka innifalið keppnisíþróttir og ýmis konar frístundaiðju sem sérstök áhætta fylgir, eins og til dæmis fallhlífastökk.

Bótaþættir í tryggingunni eru þrír og getur þú valið þá sem hentar þér og þínum aðstæðum

 • Ef slys veldur dauða innan árs frá slysdegi fá þeir rétthafar, sem tilnefndir eru, greiddar skattfrjálsar dánarbætur.
 • Ef þú verður fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku af völdum slyss, færð þú greiddar örorkubætur. Þú ákveður vátryggingarfjárhæðina og ræður örorkumatið því hversu hátt hlutfall af henni þú færð greitt. Það þýðir að ef örorka þín er metin 50%, er helmingur vátryggingarfjárhæðarinnar greiddur þér í einu lagi og þú þarft ekki að greiða tekjuskatt af þeim bótum.
 • Slys getur valdið óvinnufærni til skemmri tíma. Dagpeningar eru vikulegar bætur sem greiddar eru í slíkum tilvikum. Greiðslur þeirra hefjast þegar umsaminn biðtími er liðinn og eru greiddar í ákveðinn bótatíma sem kemur fram á skírteini tryggingarinnar. Greiða þarf tekjuskatt af dagpeningum.

Sjúkra- og slysatrygging

Sjúkra- og slysatrygging innifelur sömu bótaþætti og almenn slysatrygging. Til viðbótar við þá koma:
 • Eru greiddar ef alvarlegur sjúkdómur veldur þér varanlegri læknisfræðilegri örorku sem er metin 25% eða hærri. Að öðru leyti gildir það sama og um örorkubætur vegna slyss.
 • Eru vikulegar bætur sem þú færð ef þú verður óvinnufær tímabundið vegna veikinda. Óvinnufærni þarf að ná 50%, að öðru leyti gilda sömu reglur um dagpeninga vegna veikinda eru þær sömu og vegna slysa.

Hvað er ...

 • Það er örorka sem er ákveðinn út frá líkamlegum afleiðingum slyssins. Þá er ekki lagt mat á hæfni þína til að sinna ákveðnu starfi eða framkvæma einhverjar athafnir sem algengar eru í daglegu lífi.
 • Við getum sagt að það sé þín eigin áhætta. Biðtími er sá tími sem líður frá slysi, þar til dagpeningagreiðslur hefjast. Þú semur um hve langan biðtíma þú vilt hafa og hefur þá til hliðsjónar önnur réttindi eins og veikindarétt og rétt til dagpeninga frá sjúkrasjóði. Algengt er að biðtími sé fjórar til tólf vikur.
 • Þú átt rétt á dagpeningum þann tíma sem óvinnufærni þín varir en þó ekki lengur en fimm ár að hámarki. Algengt er að samið sé um eins til þriggja ára bótatíma.

Hvað með keppnisíþróttir, fjallaklifur og þess háttar?

Hægt er að innifela neðangreint í slysatryggingum og greiða fyrir það sérstakt iðgjald:

Keppnisíþróttir, akstur- og bardagaíþróttir, fjalla- og klettaklifur, bjargsig, froskköfun, dreka- og svifflug, fallhlífarstökk og aðrar hliðstæðar og eðlisskyldar íþróttir.

Hvaða fjárhæðir á ég að velja?

Bótum úr sjúkra- og slysatryggingum er ætlað að bæta tekjutap, hvort sem það er til langs eða skamms tíma. Bætur eiga því að taka mið af launum þínum. Algengt er að dagpeningar jafngildi 75% af mánaðarlaunum og örorkubætur þreföldum til fimmföldum árslaunum.

Hvað ræður iðgjaldi sjúkra- og slysatrygginga?

 • Því hærri sem bæturnar eru því hærra er iðgjaldið.
 • Lengri biðtími eftir dagpeningum þýðir lægra iðgjald.
 • Iðgjaldið hækkar eftir því sem bótatími dagpeninga lengist.
 • Í slysatryggingu sem gildir í vinnutíma þurfa þeir að greiða hærra iðgjald sem stunda áhættumeiri störf.
 • Því eldri sem þú ert, því hærra er iðgjald sjúkratryggingarinnar. Aldur hefur hins vegar ekki áhrif á iðgjald slysatryggingar.
 • Ef þú innifelur keppnisíþróttir eða sérstaka áhættusama frístundaiðju, hækkar iðgjald slysatryggingarinnar.
SJ-WSEXTERNAL-2