Húftryggingar skipa

Sjóvá býður húftryggingar fyrir allar tegundir báta og skipa. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um helstu húftryggingar.

Yfirlit

Húftrygging bætir altjón eða skemmdir er kunna að verða á skipi vegna óhappa. Húftryggingar taka meðal annars til bols og  fylgifjár, vista og birgða, en þær taka ekki til hluta eins og fiskikassa, afla og veiðifæra. 

Húftrygging tekur einnig til greiðslu á björgunarlaunum samkvæmt siglingalögum og kostnaði við að fjarlægja skipsflak. Jafnframt er innifalin skaðabótaskylda samkvæmt íslenskum siglingarlögum sem fallið getur á eiganda eða útgerðarmann.

Húftryggingar íslenskra fiskiskipa

Til eru tveir skilmálar fyrir húftryggingar íslenskra fiskiskipa, annarsvegar fyrir fiskiskip stærri en 300 brl. og hinsvegar fyrir minni en 300 brl. Munurinn á þessum tveimur skilmálum varðar eingöngu ákvæði 7. gr. skilmálans um ábyrgð gagnvart þriðja aðila. 

 • Algert tjón.
 • Skemmdir á skipinu og hlutum þess vegna skyndilegs óvænts óhapps.
 • Björgunarlaun.
 • Sameiginlegt sjótjón.
 • Tjón sem skipið veldur með árekstri eða á annan hátt.

Upptalningin er ekki tæmandi, kynntu þér skilmála tryggingarinnar hér að neðan

Vátryggingin tekur ekki til afla, veiðarfæra, farangurs skipverja, fiskkassa og fiskkara.

 • Skaðabótakrafa frá starfsmönnum o.fl.
 • Skemmdir vegna efnis-, smíða- eða viðgerðargalla.
 • Slit, tæring, fúi og tímans tönn.
 • Tjón sem stafar af því að skipið er óhaffært.
 • Tjón vegna stríðs, óeirða, verkfalls o.fl.
 • Kostnaður sem fylgir bótaskyldri viðgerð að því marki sem útgerðarmaður hefði sjálfur orðið að greiða vegna viðhalds o.fl.
 • Aukakostnaður vegna nætur- og helgidagavinnu.
 • Kostnaður við að hreinsa og mála botn skipsins.
 • Óbeint tjón svo sem aflatjón o.fl.
 • Sektir og refsiviðurlög.

Upptalningin er ekki tæmandi, sjá skilmála. 

 • Allan viðgerðakostnað bæði verð varahluta og vinnu.
 • Aldrei greiðast þó hærri bætur vegna tjóns á vélum og tækjum en sem nemur vátryggingarmati viðkomandi véla og tækja.
 • Slippkostnað sem tilheyrir tjónsviðgerð.
 • Mannahald yfirmanna fyrstu 7 dagana ef skip stöðvast tafarlaust frá veiðum vegna tjónsins.
 • Hafnargjöld vegna tjónsviðgerðar
 • Kostnað vegna eftirlits- og skoðunarmanna.
 • Eyðslu á vélum skips og/eða rafmagni meðan á tjónsviðgerð stendur.

Tryggingartaki og Sjóvá koma sér saman um vátryggingarverð skipsins í byrjun hvers tryggingaárs. 

Hámarksbætur vegna ábyrgðartjóna eru þó ekki hærri en kveðið er á um í siglingalögum. 

Húftrygging minni fiskiskipa

Trygging þessi er fyrir þilfarsfiskiskip (dekkuð) minni en 100 tonn. 

 • Algert tjón
 • Skemmdir á skipinu af völdum þess að það sekkur eða því hvolfir, storms, sjávar, straums, íss, jarðskjálfta, snjóflóðs, aurskriðu, elds, sprengingar, eldingar, strands, árekstrar á grunn, skipbrots, veltu, árekstrar á annan fastan eða fljótandi hlut.
 • Öll tjón á aðalvél skipsins, svo sem vélarblokk, stimplum, slífum, strokkloki, kambás ásamt legum, tannhjólum og ásum, forþjöppu, sveifarási, sveifaráslegu og botnskál.
 • Innbrot og skemmdarverk.
 • Björgunarlaun.
 • Sameiginlegt sjótjón.
 • Tjón sem skipið veldur með árekstri eða á annan hátt.

Upptalningin er ekki tæmandi, sjá skilmála.

 • Skaðabótakrafa frá starfsmönnum o.fl.
 • Skemmdir vegna efnis-, smíða- eða viðgerðargalla.
 • Slit, tæring, fúi og tímans tönn.
 • Tjón sem stafar af því að skipið er óhaffært.
 • Tjón vegna stríðs, óeirða, verkfalls o.fl.
 • Kostnaður sem fylgir bótaskyldri viðgerð að því marki sem útgerðarmaður hefði sjálfur orðið að greiða vegna viðhalds o.fl.
 • Aukakostnaður vegna nætur og helgidagavinnu.
 • Kostnaður við að hreinsa og mála botn skipsins.
 • Óbeint tjón svo sem aflatjón o.fl.
 • Kostnaður vegna mannahalds, hafnargjalda og eldsneytisnotkunar meðan á viðgerð stendur.

Upptalningin er ekki tæmandi, sjá skilmála. 

 • Allan viðgerðarkostnað vegna bótaskylds tjóns, bæði verð varahluta og vinnu. Bætur vegna tjóns á vélum eru þó háðar sérstökum frádrætti, sem á aðeins við um varahluti, en ekki vinnu.
 • Bætur vegna nýrra hluta aðalvélar ef vélin er ekki orðin 11 ára og með sérstakan útbúnað. Bæturnar lækka þó um 7% fyrir hvert ár frá smíði vélarinnar.  Ekki eru greidd vinnulaun eða slippkostnaður.

Í byrjun hvers vátryggingartímabils skulu tryggingartaki og félagið koma sér saman um vátryggingarverðið. Ef fyrir liggur sundurliðað fjárhæðamat er verð hvers einstaks liðar í fjárhæðamatinu bindandi með sama hætti.

Hámarksbætur vegna ábyrgðartjóna eru þó ekki hærri en kveðið er á um í siglingalögum.

Smábátatrygging

Skilmáli smábátatryggingar gildir bæði fyrir opna fiskibáta og skemmtibáta. 

 • Algert tjón.
 • Tjón á bátum af völdum eldsvoða, sprengingar, strands, óveðurs, brotsjós, ásiglingar á mannvirki, rekald eða annað fljótandi far, innbrota eða skemmdarverka.
 • Tjón sem báturinn veldur með siglingu sinni.
 • Tjón ef báturinn hefur slitnað frá eða sekkur við bólvirki, bólfestu eða bryggju.
 • Björgunarlaun.
 • Tjón við sjósetningu eða upptöku bátsins.
 • Tjón í flutningi að og frá geymslustað innan sama lögsagnarumdæmis.
 • Tjón af völdum jarðskjálfta, snjóflóða og aurskriða.
 • Tjón á meðan báturinn er á landi vegna eldsvoða, óveðurs, snjóflóða, aurskriða, eldgosa, jarðskjálfta, innbrota og skemmdarverka.

Hægt er að vátryggja færavindur sérstaklega, sjá skilmála. Nauðsynlegt er að upplýsingar um tegund, árgerð og verðmæti hverrar vindu liggi fyrir. 

Upptalningin er ekki tæmandi, sjá skilmála

 • Skaðabótakrafa frá starfsmönnum og fl.
 • Tjón á vél- og tækjabúnaði bátsins bætist ekki nema tjónið verði rakið til bótaskyldra orsaka.
 • Tjón sem verður á mastri, reiða og seglum í skipulögðum kappsiglingum.
 • Skemmdir vegna ófullnægandi viðhalds.
 • Tjón sem verða vegna þess að báturinn er með svokölluðu blautpústi, þ.e. útblástur vélarinnar er tengdur sjókælingu.
 • Tjón sem stafar af því að báturinn er óhaffær.
 • Tjón sem verður af samslætti við báta, skip eða bryggju nema um beina ásiglingu sé að ræða.

Upptalningin er ekki tæmandi, sjá skilmála

Tryggingarfjárhæðin er byggð á samkomulagi vátryggingartaka og Sjóvár.  

Tjónsbætur miðast við enduröflunarverð á sambærilegum báti eða hlutum og þeim sem skemmst hafa eða eyðilagst.  

Hagsmunatrygging

Til viðbótar húftryggingu skipa er einnig hægt að fá keypta hagsmunatryggingu, sem getur hæst numið 1/5 hluta af vátryggingarverði skipsins.  Í þessari vátryggingu er hið vátryggða ekki skipið heldur hagsmunir skipseiganda af útgerð skipsins.

Bætur greiðast eingöngu ef um altjón er að ræða.

Takmörkuð húftrygging

Tryggingu þessari greiðast eingöngu bætur ef um altjón er að ræða. Einnig greiðast björgunarlaun og bætur vegna ábyrgðar gagnvart þriðja aðila samkvæmt lögum. 

Tengdar tryggingar

Áhafnatrygging

Áhafnartryggingin er sett saman úr ábyrgðartryggingu útgerðarmanns, slysatryggingu sjómanna, farangurstryggingu og líftryggingu sjómanna.

Afla- og veiðafæratrygging

Afla- og veiðafæratrygging tekur til bótaskyldra tjóna sem verða á afla- og veiðafærum.

SJ-WSEXTERNAL-2