Fasteignatrygging

Íbúðarhúsnæði er yfirleitt stærsta fjárfesting fjölskyldunnar og því mikilvægt að tryggja húsnæðið vegna þess að það getur verið kostnaðarsamt að gera við húseignina komi til tjóns.

Tryggingar í fasteignatryggingu

 • Vatnstjónstrygging
 • Skýfalls- og asahlákutrygging
 • Frostsprungutrygging
 • Snjóþungatrygging
 • Fok- og óveðurstrygging
 • Húsaleigutrygging

 • Innbrotstrygging
 • Glertrygging
 • Brot- og hrunstrygging
 • Sótfallstrygging
 • Ábyrgðartrygging
 • Réttaraðstoð

 • Vatnstjón vegna leka úr vatnslögnum innanhúss til dæmis ef ofnalögn lekur og skemmir parket.
 • Tjón á húseign vegna óveðurs til dæmis ef þakplötur fjúka af húseigninni.
 • Skemmdir á húseign þinni ef brotist er inn í hana til dæmis ef útihurð er spennt upp.
 • Tjón vegna þess að gler brotnar en tryggingin bætir til dæmis bæði brotnar rúður í gluggum og gler í handriðum.
 • Tjón sem húseigandi er gerður ábyrgur fyrir samkvæmt skaðabótalögum til dæmis ef gestkomandi slasast vegna ófullnægjandi frágangs.
 • Málskostnað ef húseigandi fer í einkamál sem varða hann sem húseiganda til dæmis vegna galla í fasteign sem hann hefur keypt.

Upptalningin er ekki tæmandi, kynntu þér skilmála fasteignatryggingar.
Eigin áhætta er mismunandi í einstökum eftir tjónsatvikum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.

 

 • Brunatjón á húseign en þau eru bætt úr lögboðinni brunatryggingu húseigna.
 • Vatnstjón sem ekki eiga rót að rekja til lagna til dæmis ef vatn sem kemur inn um sprungur í vegg, frá svölum sem skemmir gólfefni.
 • Rispur á gleri eða móðu milli glerja.
 • Tjón á snjóbræðslukerfum.

Upptalningin er ekki tæmandi, kynntu þér skilmála fasteignatryggingar.
Eigin áhætta er mismunandi í einstökum eftir tjónsatvikum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.

 • Iðgjald fasteignatryggingar fer eftir brunabótamati húseignarinnar, aldri og staðsetningu eignar og hvort þú velur vatnsskilmála með eða án eigin áhættu.
 • Ástæða þess að miðað er við brunabótamat hússins er að þar er miðað við hvað kostar að reisa húsið að nýju.
 • Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Aðrar upplýsingar

 • Ef þú vilt kaupa fasteignatryggingu getur þú haft samband við okkur í síma 440 2200 eða í næsta útibúi. Allar húseignir þarf að skoða áður en fasteignatryggingin tekur gildi og við sendum sérfræðing til að skoða húseignina fyrir töku tryggingarinnar þér að kostnaðarlausu.
 • Fasteignatryggingin er seld á fullbúið íbúðarhúsnæði og gildir fyrir húseignina sjálfa, en ef þú þarft að tryggja innbú og fjölskyldu þarftu að kaupa Fjölskylduvernd.
 • Eigendur einbýlishúsa tryggja sína húseign sjálfir og algengast er að eigendur rað- og parhúsa tryggja hver um sig sinn eignarhluta.
 • Í fjölbýlishúsum er algengast að húsfélög kaupi sameiginlega fasteignatryggingu fyrir allt húsið. Ef húsfundur ákveður, í samræmi við lög um fjöleignarhús, að kaupa sameiginlega tryggingu verða allir íbúðareigendur að vera með í þeirri tryggingu. Ef engin slík sameiginleg trygging er fyrir hendi er það hvers og eins íbúðareigandi tryggja sína íbúð.
 • Ef þú þarft að tryggja sumarhús bjóðum við sérstaka sumarhúsatryggingu fyrir þau.
 • Ef þú ert með atvinnuhúsnæði sem þú þarft að tryggja þá bjóðum við upp á húseigendatryggingu fyrir atvinnuhúsnæði.
 • Þegar þú selur húseignina þína þarftu að tilkynna okkur hvenær afhending húsnæðis fer fram og þá fellum við fasteignatrygginguna þína frá afhendingardegi.
 • Sameiginleg fasteignatrygging húsfélags flyst hins vegar yfir á nýjan eiganda.
 • Mundu að tryggja að nýju ef þú kaupir nýja fasteign.

Það getur munað töluverðu á iðgjaldi hvort tryggingin er með eða án eigin áhættu í vatnstjónum en það er val hvers og eins hvað hann gerir.

Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar.

Skilmálar

Aðrar tryggingar

Fasteignatrygging er trygging fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði. Ef þú vilt tryggja innbú þarftu að skoða Fjölskylduvernd sem inniheldur innbústryggingu. Eins viljum við benda Brunatryggingu húseigna sem er lögbundin trygging.

Fjölskylduvernd

Fjölskylduvernd er samsett heimilistrygging fyrir fjölskylduna og innbúið þitt. Hægt er að velja um þrjár mismunandi víðtækar tryggingar allt eftir þörfum þínum. Við ráðleggjum öllum að kaupa slíka tryggingu því mikil verðmæti geta legið í innbúi fólks og það getur verið mikið fjárhagslegt áfall verði innbúið fyrir tjóni. Mikilvæg vernd felst í Frítímaslysatryggingu sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og 3.

Brunatrygging

Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.

SJ-WSEXTERNAL-2