Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn

Erna Gísladóttir - stjórnarformaður

Erna Gísladóttir, stjórnarformaður, fædd 5. maí 1968, til heimilis á Seltjarnarnesi. Erna hefur setið í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009. Hún tók við formennsku stjórnar í júlí 2011. Erna lauk B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MBA frá IESE í Barcelona 2004. Erna er forstjóri og í stjórn BL ehf. Hún var forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla hf. 2003-2008, var einn af eigendum þess félags og framkvæmdastjóri frá 1991. Auk framangreinds situr hún í stjórnum BLIH hf., Egg ehf., Egg fasteigna ehf., Eldhúsvara ehf., Haga hf., Umbreytingar slhf. og Hregg ehf.

Erna er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Erna er ásamt eiginmanni sínum eigandi og stjórnarmaður í Egg ehf. Egg ehf. á 2,7170% eignarhlut í Sjóvá.

Tómas Kristjánsson - varaformaður

Tómas Kristjánsson, varaformaður, fæddur 15. nóvember 1965, til heimilis í Reykjavík. Tómas hefur setið í stjórn Sjóvár frá 28. júlí 2011. Tómas er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1989 og með MBA-gráðu frá háskólanum í Edinborg 1997. Hann hefur frá júní 2007 starfað sem annar eigenda og í stjórn hjá fjárfestingafélaginu Siglu ehf. og fasteignafélaginu Klasa ehf. Tómas var framkvæmdastjóri áhættustýringar, fjárstýringar, fjármögnunar og reikningshalds Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (síðar Íslandsbanka hf. og Glitnis banka hf.) og sat í framkvæmdastjórn bankans frá 1998 til maí 2007. Hann starfaði sem yfirmaður lánaeftirlits Iðnlánasjóðs 1990–1998. Tómas situr auk þess sem að framan er talið í stjórnum Draupnis-Siglu ehf., Gana ehf., Elliðavogs ehf., Heljarkambs ehf., Klasa fjárfestingar hf., Nesvalla ehf., NV lóða ehf., NVL ehf., Grunns I hf. Smárabyggðar ehf., Regins hf., Klasa ehf. og Húsafell Resort ehf.

Tómas er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Tómas er eigandi og stjórnarmaður í Gana ehf. sem á 1,0413% eignarhlut í Sjóvá.

Heimir V. Haraldsson

Heimir V. Haraldsson, fæddur 22. apríl 1955, til heimilis í Reykjavík. Heimir hefur setið í stjórn Sjóvár frá 20. júní 2009. Heimir er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1979, og fékk löggildingu sem endurskoðandi 1982. Heimir hefur rekið eigin fjárfestingar- og ráðgjafarfyrirtæki og sinnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum frá árinu 2002. Heimir var framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gildingar hf. 2000–2002. Hann starfaði 1976–2000 hjá Endurskoðun hf., síðar KPMG Endurskoðun hf. í Reykjavík. Hann var meðeigandi og síðar framkvæmdastjóri félagsins í tíu ár, samhliða störfum við endurskoðun og ráðgjöf. Heimir sat í skilanefnd Glitnis banka hf. frá árinu 2008 til ársloka 2011. Heimir situr í stjórnum Nafns hf., Fjármagns ehf., Safns ehf., Safns-Ráðgjafar ehf., Forða ehf. og Holtasunds ehf.

Heimir er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Hjördís E. Harðardóttir

Hjördís E. Harðardóttir, fædd 18. apríl 1964, til heimilis í Reykjavík. Hjördís hefur setið í stjórn Sjóvár frá 29. apríl 2014. Hjördís lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1989 og LL.M. í alþjóðlegum viðskiptarétti frá London School of Economics 1992. Hjördís starfar sem hæstaréttarlögmaður á Megin lögmannsstofu. Hún var framkvæmdastjóri á upplýsinga- og stjórnunarsviði VÍS 1996-2001, deildarstjóri í atvinnutryggingum hjá sama félagi frá 1995 og áður við störf hjá sama félagi frá 1989. Hún var formaður skilanefndar Sparisjóðabanka Íslands 2009-2012 og sat í stjórn Okkar líftrygginga 2009-2011 og í stjórn Höfðatorgs ehf. frá 2012-2014.

Hjördís er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Ingi Jóhann Guðmundsson

Ingi Jóhann Guðmundsson, fæddur 12. janúar 1969, til heimilis í Garðabæ. Ingi Jóhann hefur setið í stjórn Sjóvár frá 28. júlí 2011. Ingi Jóhann er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri Gjögurs hf. Hann var framleiðslustjóri Íslenskra sjávarafurða frá 1995-2000. Hann situr í stjórnum Síldarvinnslunnar hf., SVN eignafélags ehf., Gullbergs ehf. og Iceland Seafood International ehf. Ingi Jóhann er stjórnarformaður í SVN eignafélagi ehf. SVN eignafélag ehf. á 13,0207% hlut í í Sjóvá, en auk þess á Ingi óbeinan hlut í SVN eignafélagi í gegn um Síldarvinnsluna hf. og Kjálkanes ehf. sem á 34,2% hlut í Síldarvinnslunni og Ingi á 22% eignarhlut í Kjálkanesi ehf.

Ingi telst óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Varamenn í stjórn

Garðar Gíslason, fæddur 19. október 1966, til heimilis í Garðabæ. Hann hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 30. september 2011. Garðar er Cand.Jur. frá Háskóla Íslands 1997. Hann hefur starfað sem lögmaður frá 2005, lengst af á LEX lögmannsstofu, en frá haustinu 2016 á IUS lögmannsstofu. Hann var yfirlögfræðingur og síðar forstöðumaður hjá embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins og staðgengill skattrannsóknarstjóra frá 1997-2005. Garðar situr í stjórnum eftirfarandi félaga: IUS lögmannsstofa ehf., Salvus ehf. (varamaður), Hvatning hf., Landhlíð ehf. (varamaður), Kólfur ehf., Ránarborg ehf. (varamaður), Harðbakur ehf. (varamaður), PB 1 ehf., Hlíðarfótur ehf., Valshjartað hf. og Kná ehf.

Garðar er óháður félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Kristín Egilsdóttir, fædd 3. febrúar 1968, til heimilis í Kópavogi. Kristín hefur verið varamaður í stjórn Sjóvár frá 11. mars 2016. Kristín er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá HÍ og með MA í stjórnun frá Thierry Graduate School of Leadership í Brussel. Kristín er fjármálastjóri hjá Nóa-Siríusi hf. Hún starfaði hjá Reykjavíkurborg 2007-2013, sem fjármálastjóri Leikskólasviðs og síðan Skóla- og frístundasviðs. Frá 2004-2006 var hún fjármálasérfræðingur hjá EFTA. Þar áður starfaði Kristín hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands.  Kristín  hefur setið í endurskoðunarnefnd Sjóvár frá því í janúar 2016.

Kristín er óháð félaginu, daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Stjórnendur

Hermann Björnsson - Forstjóri Sjóvár

Hermann Björnsson, fæddur 15. febrúar 1963 til heimilis í Reykjavík. Forstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins samkvæmt stefnu og fyrirmælum stjórnar, sbr. 2 mgr. 68 gr., hlutafélagalaga. Hermann Björnsson lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og hóf þá störf hjá Íslandsbanka hf., fyrst í lögfræðideild og síðar sem forstöðumaður rekstrardeildar. Árið 1999 varð Hermann forstöðumaður útibúasviðs Íslandsbanka og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri þess. Hermann starfaði sem aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings banka hf. frá 2006 og var framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka hf. frá árinu 2009. Hermann hefur á síðustu árum gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. setið í stjórnum Fjölgreiðslumiðlunar ehf., Kreditkorta hf., Lífeyrissjóðs bankamanna, líftryggingafélagsins Okkar lífs hf. og Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann situr í stjórnum Sjóvá-Almennra líftrygginga hf., Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Hermann hefur verið forstjóri Sjóvár frá október 2011. Hermann á 0,0395% eignarhlut í félaginu og hann hefur ekki gert kaupréttarsamning við félagið.

Ólafur Njáll Sigurðsson - Framkvæmdastjóri fjármála- og þróunar

Ólafur Njáll Sigurðsson, fæddur 22. maí 1958, til heimilis í Reykjavík, er framkvæmdastjóri fjármála og þróunar og staðgengill forstjóra. Fjármálasvið ber ábyrgð á innheimtu og reikningshaldi, endurtryggingum, gæða- og öryggismálum og  upplýsingatækni. Ólafur Njáll er jafnframt framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra líftrygginga hf., Sjóvá Forvarnahússins ehf. og Keira 1 ehf. en engin dagleg starfsemi er í tveimur síðarnefndu félögunum. Ólafur Njáll er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1984. Hann var fjármálastjóri hjá Latabæ ehf. 2004-2009 og forstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins hf. frá 1990-2004. Hann starfaði sem fjármálastjóri Íslenska útvarpsfélagsins hf. 1987-1989 sem bókari og aðalbókari hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands 1982-1987. Ólafur Njáll situr í stjórnum Sigurðar Njálssonar ehf. og Ásgeirs Péturssonar ehf. Ólafur Njáll hefur starfað hjá Sjóvá frá árinu 2009. Félag í hans eigu og undir hans stjórn á 0,0564% eignarhlut í Sjóvá.

Auður Daníelsdóttir - Framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafar

Auður Daníelsdóttir, fædd 18. júní 1969, til heimilis á Seltjarnarnesi, er framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar. Sviðið annast ráðgjöf, þjónustu og sölu á sviði líf- og skaðatrygginga til einstaklinga, fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Útibú og umboðsnet félagsins tilheyrir einnig sviðinu, auk og markaðsmála og forvarna og stofnstýringar. Auður er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1997, og lauk diplómanámi í starfsmannastjórnun frá Háskóla Íslands 2002 og AMP stjórnendanámi frá IESE í Barcelona 2008. Hún var framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvár frá 2007-2017 en var áður starfsmannastjóri frá 2002. Auður starfaði sem starfsmannaráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoopers ehf. 1998-2002, sem fulltrúi í hagdeild Samskipa hf. 1997-1998 og flugfreyja hjá Flugleiðum hf. 1991-1997. Auður á 0,0564% eignarhlut í félaginu.

Elín Þórunn Eiríksdóttir - Framkvæmdastjóri tjóna

Elín Þórunn Eiríksdóttir, fædd 15. desember 1967, til heimilis í Hafnarfirði, er framkvæmdastjóri tjónasviðs. Sviðið sér um tjónaskráningu, uppgjör tjóna, bótaákvarðanir, tjónaskoðun, áætlun á tjónaskuld og lögfræðiþjónustu. Elín er Cand.Oecon. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún var áður framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar Sjóvár frá 2012 og síðar viðskiptaþróunar og rekstrar og þróunar. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og forstöðumaður sölueininga Símans hf. 2006-2010. Elín starfaði hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands 1997-2005 lengst af sem forstöðumaður sölueininga. Elín hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, og hefur setið í stjórnum Valitors hf., Símans hf., Radíómiðunar ehf. og Staka Automation ehf. Elín á 0,0564% eignarhlut í félaginu.

Skipurit

Skipurit
Skipurit
SJ-WSEXTERNAL-3