Starfsemi

Sjóvá er tryggingafélag sem býður upp á skaða- og líftryggingar, sem ætlað er að takmarka fjárhagsleg áhrif áfalla á einstaklinga og fyrirtæki.

Við leggjum mikinn metnað í að sinna þjónustuhlutverki okkar með framúrskarandi hætti þannig að viðskiptavinir okkar fái góða vernd sem samræmist þeirra þörfum, góða ráðgjöf sem byggir á þekkingu og snögga og fumlausa þjónustu ef þeir verða fyrir tjóni.

Sjóvá starfar samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og lögum um vátryggingasamstæður nr.60/2017.

Upplýsingar