Forvarnir fyrirtækja

Við vitum hversu öryggismál eru mikilvæg og hvers miklu máli það skiptir fyrir rekstur og ímynd fyrirtækja að koma í veg fyrir tjón á eignum eða vinnuslys.

Fyrirtæki eru ólík, bæði af stærð og gerð en eiga það öll sameiginlegt að þeirra hagur er að fækka tjónum og efla öryggi starfsfólks. Áhersla á öryggismál hefur ekki eingöngu í för með sér færri tjón eða lægri rekstrarkostnað. Áhrifin eru víðtækari og skila sér í viðhorfi og hugarfari starfsfólks gagnvart öryggismálum og aukinni starfsánægju.

Þess vegna leggur Sjóvá áherslu á að vinna með fyrirtækjum, við vitum af reynslunni hvað það getur skipt miklu máli. Við leggum áherslu að vinna með fyrirtækjum t.d. með því að greina tjóna- og slysahættur innan fyrirtækis á eignum, tækjum eða starfsemi. Í framhaldinu er unnið að úrbótum og lausnum sem henta hverju sinni.

SJ-WSEXTERNAL-2