Vegaaðstoð í síma 440-2222

Ef þú ert í Stofni getur þú hringt í okkur ef eitthvað kemur upp á í umferðinni. Það er þægilegt að vita að einhver er alltaf til taks ef þig vantar aðstoð með bílinn.

  • Ef þú þarft aðstoð við að skipta um sprungið dekk
  • Ef bíllinn er straumlaus
  • Ef bíllinn er bensínlaus
  • Ef þú þarft aðstoð við útfyllingu tjónaskýrslu (í boði á höfuðborgarsvæðinu)

Viðskiptavinir í Stofni eiga rétt á Vegaaðstoð án endurgjalds þrisvar á ári. Börn viðskiptavina í Stofni, sem hafa sama lögheimili og foreldri eða forráðamaður, geta einnig nýtt sér aðstoðina óháð ökutæki.

Hvernig fæ ég Vegaaðstoð?

Þú hringir í síma 440 2222 til að ná sambandi við Vegaaðstoðina. Svarað er allan sólarhringinn.

Hringja í Vegaaðstoð

Hvar er Vegaaðstoð veitt?

Vegaaðstoðin er veitt víðsvegar um landið. Kíktu á kortið yfir þjónustusvæði Vegaaðstoðar og kynntu þér málið nánar. FÍB annast þjónustu Vegaaðstoðar Sjóvár og þjónustan er endurgjaldslaus allt upp í þrjú skipti á ári.

Sprungið dekk, rafmagnslaus eða bensínlaus

Um er að ræða þjónustu fyrir viðskiptavini í Stofni ef aðstoð vantar við að skipta um sprungið dekk eða ef bíllinn er rafmagns- eða bensínlaus.

Tjónaskýrslur

  • Ef þú lendir í árekstri á höfuðborgarsvæðinu getur þú hringt í Vegaaðstoðina og fengið aðstoð frá óháðum fagaðila við að fylla út tjónaskýrsluna. Kostir þess er nákvæm skoðun aðstæðna og myndataka sem notuð er við uppgjör tjónsins. Tjónstilkynning er send í kjölfarið rafrænt til tryggingafélaga til úrlausnar. Þessi þjónusta sparar þér sporin og hraðar úrvinnslu málsins.
  • Þjónustan er í boði á milli klukkan 07:00 og 18:30 alla virka daga og er eingöngu í boði á höfuðborgarsvæðinu.

Aðstoð & Öryggi annast þjónustuna við tjónaskýrslur fyrir Vegaaðstoð Sjóvár.

Afsláttur af dráttarbíl ef ökutæki bilar

Starfsmenn Vegaaðstoðarinnar geta ekki gert við ökutækið ef um bilun er að ræða. Ef ökutækið þarfnast viðgerðar og þú þarft aðstoð dráttarbíls, veitir Vaka viðskiptavinum í Stofni 15% afslátt af þjón­ustu sinni.

Skilmálar

SJ-WSEXTERNAL-3