Sprungið dekk, rafmagnslaus eða bensínlaus
Um er að ræða þjónustu fyrir viðskiptavini í Stofni ef aðstoð vantar við að skipta um sprungið dekk eða ef bíllinn er rafmagns- eða bensínlaus.
Viðskiptavinir okkar í Stofni geta fengið fría aðstoð ef illa stendur á með bílinn. Sprungið dekk, rafmagnsleysi eða tómur tankur - allt er þetta leiðinlegt. En við getum aðstoðað. Vegaaðstoð Sjóvá er í samstarfi við Securitas.
Vegaaðstoðin er veitt á öllu höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Reykjanesi, Selfossi, í Hveragerði, á Höfn, Egilsstöðum og á Akureyri. Securitas annast þjónustu Vegaaðstoðar Sjóvár og þjónustan er endurgjaldslaus allt upp í þrjú skipti á ári.
Í þeim tilvikum sem ekki er hægt að veita aðstoð minnum við viðskiptavini í Stofni á að þeir fá 15% afslátt af þjónustu Vöku við að færa bíl á næsta verkstæði.
Viðskiptavinir í Stofni eiga rétt á Vegaaðstoð án endurgjalds þrisvar á ári. Börn viðskiptavina í Stofni, sem hafa sama lögheimili og foreldri eða forráðamaður, geta einnig nýtt sér aðstoðina óháð ökutæki.
Þú hringir í síma 440 2222 til að ná sambandi við Vegaaðstoðina. Svarað er allan sólarhringinn.
Hringja í VegaaðstoðEf þú kaupir Fjölskylduvernd og tvær aðrar tegundir trygginga hjá okkur ferð þú sjálfkrafa í Stofn. Þar nýtir þú ýmissa fríðinda til viðbótar við Vegaaðstoðina.
Hvernig kemst ég í Stofn?Um er að ræða þjónustu fyrir viðskiptavini í Stofni ef aðstoð vantar við að skipta um sprungið dekk eða ef bíllinn er rafmagns- eða bensínlaus.
Aðstoð & Öryggi annast þjónustuna við tjónaskýrslur fyrir Vegaaðstoð Sjóvár.
Starfsmenn Vegaaðstoðarinnar geta ekki gert við ökutækið ef um bilun er að ræða. Ef ökutækið þarfnast viðgerðar og þú þarft aðstoð dráttarbíls, veitir Vaka viðskiptavinum í Stofni 15% afslátt af þjónustu sinni.