Greiðsludreifing

Þú getur dreift greiðslum á tryggingunum í allt að 12 mánuði. Með því móti finnur þú minna fyrir útgjöldum vegna trygginganna

Greiðsluleiðir í boði

Hentar það þér að skipta greiðslunum á tryggingunum þínum?

Þú getur dreift greiðslum á tryggingunum í allt að 12 mánuði með boð- eða beingreiðslusamningum. Með því móti finnur þú minna fyrir útgjöldum vegna trygginganna.

Greiðsluleiðir Lýsing Einstaklingar Fyrirtæki
Boðgreiðsla Greiðsludreifing í 3, 6, 9 eða 12 mánuði á kreditkort.
Skuldfærist mánaðarlega samkvæmt samningi.
Fyrirframgreidd kreditkort er ekki hægt að nota í boðgreiðslum.
Beingreiðsla Greiðsludreifing í 3, 6, 9 eða 12 mánuði með millifærslu af bankareikningi.
Til þess að ganga frá beingreiðslusamning, fyllir þú út samninginn og kemur með frumritið til okkar í næsta útibú.
Rafræn krafa birtist í heimabankanum og er skuldfærð af bankareikningi þínum í byrjun hvers mánaðar.
Gjalddagi og eindagi er fyrsta virka dag hvers mánaðar.
Nei
Fyrirtækjadreifing Greiðsludreifing í 3, 6, 9 eða 12 mánuði.
Gjalddagi er 1. hvers mánaðar og eindagi er 15. hvers mánaðar.
Ef þú vilt komast í fyrirtækjadreifingu hafðu þá samband við viðskiptastjórann þinn eða innheimturáðgjafa okkar.
Nei
Staðgreiðsla Eindagi 15 dögum frá gjalddaga.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum eða breytingu á núverandi greiðsluformi vinsamlegast sendu þá póst á sjova@sjova.is, og við munum hafa samband við þig við fyrsta tækifæri og ganga frá málinu. Einnig getur þú hringt í þjónustusíma 440 2000 eða komið við hjá okkur í næsta útibúi.

Gjaldskrá greiðsludreifingar

Greiðslutíðni Álagsprósenta Viðskiptavinur í Stofni og með einn gjalddaga á tryggingum
12 mánuðir 5,50% 3,85%
9 mánuðir 4,00% 2,80%
6 mánuðir 2,50% 1,75%
3 mánuðir 1,00% 0,70%

 

Viðskiptavinir í Stofni fá 30% afslátt af greiðsludreifingu ef þeir eru með einn gjalddaga á tryggingum sínum. Álagsprósenta er breytileg og er reiknuð út frá vaxtastigi bankanna.

Vanskilagjöld

  • Áminningarbréf / Innheimtuviðvaranir 800 kr.
  • Lokaviðvörunarbréf  1.300 kr.

Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands.
Sjóvá er í samstarfi við Motus og Lögheimtuna sem innheimta samkvæmt eigin gjaldskrá.

SJ-WSEXTERNAL-2