Sjávarútvegssýning
Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni „Icefish 2024“ líkt og fyrri ár. Sýningin verður haldin dagana 18.-20. september og verðum við með veglegan sýningarbás í aðalbyggingu Smárans, í Kópavogi. Þar kynnir starfsfólk okkar þá yfirgripsmiklu tryggingavernd sem Sjóvá býður upp á og tilvalið fyrir þá sem starfa í greininni að ræða við ráðgjafa okkar.
Heiður Huld Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, um sýninguna í ár.
„Rætur Sjóvá má rekja til stofnunar Sjótryggingafélagsins árið 1918 og má því segja að Sjóvá byggi á um 100 ára reynslu í þjónustu við sjávarútveginn. Frá upphafi höfum við unnið af kappi með hinum ýmsu fyrirtækjum sem starfa í sjávarútvegi og veitt þeim faglega ráðgjöf um tryggingavernd, forvarnir og öryggismál. Á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár munum við kynna þær víðtæku tryggingar sem við bjóðum fyrirtækjum í sjávarútvegi, hitta okkar viðskiptavini og treysta böndin.“