Sjóvá og sjávarútvegur í áranna rás

Sjóvá hefur eins og nafnið ber með sér alltaf tengst íslenskum sjávarútvegi sterkum böndum. Sjóvá býður upp á víðtæka tryggingarvernd fyrir fólk og fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og hefur að auki lagt mikla áherslu á forvarnarstarf og öryggismál í greininni.

Sjávarútvegssýning

Sjóvá tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni 2017 líkt og fyrri ár. Þar kynnir starfsfólk okkar þá yfirgripsmiklu tryggingavernd sem Sjóvá býður upp á og tilvalið fyrir þá sem starfa í greininni að ræða við ráðgjafa okkar. Kokkurinn okkar hann Bjössi hefur einnig vakið mikla lukku á fyrri sýningum fyrir dýrindis veitingar og mun hann ekki láta sig vanta í ár.

 

Birgir Viðarsson, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá Sjóvá, um sýninguna í ár.

"Á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár munum við auðvitað kynna þær tryggingar sem við bjóðum fyrirtækjum í sjávarútvegi, hitta okkar viðskiptavini og treysta böndin. Megináherslan verður þó á tvennt sem við erum ákaflega stolt af; áralangt samstarf Sjóvár við Slysavarnafélagið Landsbjörgu og svo kynningu á Björgvinsbeltinu sem við hjá Sjóvá höfum stutt við bakið á um árabil. Sjómenn eiga mikið undir góðum björgunarbúnaði en ekki síður getu og hæfni björgunarsveitanna til aðstoðar ef í nauðir rekur. Þess vegna styður Sjóvá heils hugar við Landsbjörgu og hefur gert alla tíð.“

 

Áralangt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu

Sjóvá hefur verið stoltur bakhjarl Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá stofnun samtakanna árið 1999 og vinnur náið með samtökunum að margskonar forvarna- og öryggisverkefnum. Sjóvá tryggir eignir og búnað björgunarsveita um allt land og sér til þess að björgunarfólk samtakanna, sem oft starfar við mjög erfiðar aðstæður, sé eins vel tryggt og kostur er.

Sjóvá hefur verið bak­hjarl Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar frá stofnun sam­tak­anna árið 1999 og vinnur náið með sam­tök­unum að margskonar for­varna- og ör­ygg­is­verk­efnum. Sjóvá tryggir eignir og búnað björg­un­ar­sveita um allt land og sér til þess að björg­un­ar­fólk sam­tak­anna, sem oft starfar við mjög erfiðar aðstæður, sé eins vel tryggt og kostur er. Sjóvá hefur einnig gefið öllum sem kaupa flugelda af Landsbjörgu öryggisgleraugu og hefur unnið með slysavarnafélaginu að Öryggisakademíunni, Slysavarnaskóla sjómanna og fræðsluvefnum Safetravel.is. 

 

 

Björgvinsbeltið

Íslenskir sjómenn hafa getað treyst á Björgvinsbeltið í 25 ára. Björg­vins­beltið er einfalt og fljótvirkt björgunartæki sem hentar vel í skip af öllum stærðum, við hafnir, sundlaugar, ár og vötn. Beltið er níðsterkt en mjög létt, sem gerir það að verkum að mögulegt er að kasta því lengra og af meiri nákvæmni en hefðbundnum björgunarhringjum. Við bestu aðstæður er hægt að ná mánneskju úr sjó á tveimur mínútum með beltinu. Þá er hægt að bjarga tveimur manneskjum í einu með beltinu.

Björg­vin Sig­ur­jóns­son, stýrimaður og skip­stjóri í Vest­manna­eyjum, bjó til fyrsta beltið fyrir rúmum 20 árum og hefur það margsannað gildi sitt. Björgvinsbeltið var endurhannað fyrir nokkrum árum og fjármagnaði Sjóvá það verkefni fyrir hönd Landsbjargar. Nýja beltið er fram­leitt úr enn sterk­ara og veðurþoln­ara efni en fyr­ir­renn­ari þess auk þess sem bætt hefur verið á það end­ur­skins­merkjum, ljósi og flautu.

Á síðasta ári settu Sjóvá, Landsbjörg og Vegagerðin upp 100 Björgvinsbelti við sjó, ár og vötn á vinsælum ferðamannastöðum víða um land. Beltið er einnig að finna í mörgum skipum og bátum,

Slysavarnafélagið Landsbjörg er söluaðili Björgvinsbeltisins og rennur allur ágóði af sölunni í björgunarbátasjóð félagsins.

Sjótryggingar

Sjóvátryggingafélag Íslands hf. var stofnað árið 1918 og má því segja að Sjóvá byggi á um 100 ára reynslu í þjónustu við sjávarútveginn. Sjóvá býður upp á áhafnatryggingu sem er samsett úr þeim tryggingum sem tengjast áhöfn, húftryggingar fyrir allar tegundir báta og skipa, nótatryggingu, afla- og veiðafæratryggingu og farmtryggingar.

 

SJ-WSEXTERNAL-3