Tryggingar í tómstundum og íþróttum

Það er skynsamlegt að tryggja sig í þeim athöfnum sem maður stundar í frítíma sínum. Slysatrygging í frítíma, sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3, veitir þér ákveðna vernd en þeir sem stunda afreksíþróttir eða áhættusamari tómstundir ættu að huga vel að sínum tryggingum.

Slysatrygging í frítíma

Slysatrygging í frítíma er mjög víðtæk slysatrygging og greiðir bætur vegna slysa sem þeir sem falla undir trygginguna verða fyrir í frístundum, við heimilisstörf, skólanám eða almennar íþróttaiðkanir. Þessi trygging er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3 en hægt að bæta við Fjölskylduvernd 1.

Það er mikilvægt að kynna sér þær athafnir sem eru undanskildar í tryggingunni. Til að mynda eru slys sem 16 ára og eldri verða fyrir í keppni eða við æfingar fyrir keppni í afreksíþróttum ekki bætt. Með afreksíþróttum er hér átt við einstaklings- og liðsíþróttir, sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi. Þessi takmörkun á þó ekki við um almenningsþátttöku í æfingum og keppni í golfi, götuhjólreiðum og víðavangs- eða götuhlaupi svo og öðrum íþróttum þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án sérstakra skilyrða.

Einnig eru undanskildar í tryggingunni ýmsar aðrar athafnir sem eðlilegt er að fólk tryggi sig sérstaklega fyrir, s.s. keppni í akstursíþróttum, fjalla-, kletta- og ísklifur, bjargsig, kajakferðir, köfun, loftbelgjaflug og teygjustökk svo dæmi séu tekin. Við hvetjum þig til að kynna þér skilmála tryggingarinnar þar sem er að finna greinargóðar upplýsingar um í hvaða tilfellum er rétt að skoða viðbótartryggingu. Skilmála slysatryggingarinnar er að finna í skilmálum Fjölskylduverndar.

Í flestum tilfellum er hægt að tryggja sig fyrir áhættusamari tómstundaiðju t.d. með Sjúkra- og slysatryggingu.

Almenn slysatrygging

Almenn slysatrygging greiðir bætur vegna afleiðinga slysa. Þú getur keypt tryggingu sem gildir allan sólarhringinn en einnig fyrir frítíma eða atvinnu eingöngu. Slysatrygging getur líka innifalið keppnisíþróttir og ýmis konar frístundaiðju sem sérstök áhætta fylgir, eins og til dæmis fallhlífastökk.

Spurt og svarað

Fjölskylduvernd er samsett trygging sem hentar flestum í þeirra daglegu lífi.  Athafnir fólks eru þó mismunandi og óhjákvæmilegt er að sumar þeirra falla utan staðlaðara trygginga.  Þeir sem taka meiri áhættu í tómstundum sínum og stunda t.d. fallhlífarstökk, köfun, fjalla- kletta- og ísklifur, svo eitthvað sé nefnt, þurfa að tryggja sig sérstaklega.  

Með af­reksíþróttamanni er hér átt við þá sem stunda ein­stak­lings- og liðsíþróttir, sem æfðar eru reglu­lega undir leiðsögn þjálf­ara á vegum fé­laga og sam­taka sem hafa íþrótta­keppni að til­gangi.

 

 

Nei, ekki í Fjölskylduvernd því hún innifelur Slysatryggingu í frítíma. Ef þú starfar sjálfstætt við þjálfun, þ.e. ert ekki launþegi ættir þú að huga sérstaklega að því að tryggja þig gegn slysum og veikindum.

Tengdar síður

Reiðhjólatryggingar

Hvað þarf að hafa í huga varðandi tryggingar fyrir þá sem stunda hjólreiðar?

Hlauparar

Þeir sem stunda langhlaup sem almenningsíþrótt eru flestir vel tryggðir hafi þeir Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3. Afreksíþróttafólk þarf þó að huga að sinni vernd.

Golfarar

Þeir sem stunda golf sem afþreyingu eru flestir vel tryggðir hafi þeir Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3. Afreksíþróttafólk og golfkennarar þurfa þó að huga að sínum tryggingum.

SJ-WSEXTERNAL-2