Fjölskylduvernd 3

Fjölskylduvernd 3 er okkar víðtækasta fjölskyldu- og heimilistrygging. Í henni er innifalin slysatrygging í frítíma og tryggingar sem taka á algengustu tjónum sem verða á innbúi auk fleiri trygginga.

Yfirlit yfir tryggingu

Á heimilum okkar liggja oft meiri verðmæti en okkur grunar og flestir þurfa einhverja tryggingu ef þeir verða fyrir því að innbú brennur eða brotist er inn. Einnig er mjög gott að vera slysatryggður í frítíma og fyrir þá sem ferðast er gott að eiga val um að bæta við ferðatryggingu.

Vátryggðir eru vátryggingartaki, maki og ógift börn þeirra. Þeir sem falla undir trygginguna verða að hafa sameiginlegt lögheimili á Íslandi, búa á sama stað og hafa sameiginlegt heimilishald.

Með Fjölskylduvernd 3 höfum við sett saman góða tryggingu sem tekur á því helsta sem fjölskyldur þurfa að tryggja innbú sitt fyrir. Auk innbúsins nær tryggingin til slysa í frítíma auk fleiri þátta.

Innifalið í Fjölskylduvernd 3

Innbústrygging

Greiðir bætur vegna tjóns á innbúi t.d. vegna bruna og innbrots. Til einföldunar má segja að til innbús teljist þeir hlutir heimilsins sem fólk flytur með sér þegar það skiptir um íbúðarhúsnæði eins húsgögn og fatnaður en ekki það sem skilið er eftir eins og gólfefni og innréttingar.

 • Tjón á innbúi ef það skemmist vegna bruna til dæmis ef húsgögn skemmast í bruna á húseign.
 • Tjón á innbúi sem stolið er við innbrot til dæmis ef skartgripum, tölvum eða sjónvörpum er stolið
 • Tjón ef læstu hjóli er stolið
 • Tjón á innbúi ef það skemmist af völdum vatns sem streymir úr leiðslum hússins til dæmis ef sófasett skemmist vegna leka frá lögnum.
 • Tjón á innbúi af völdum óveðurs til dæmis ef þakplötur fjúka af húsinu og húsgögn skemmast vegna úrkomu sem kemur inn í húsið vegna þess
 • Tjón vegna bruna á því sem tilheyrir sjálfri fasteigninni það er til dæmis tjón á gólfefnum, innréttingum og hurðum
 • Tjón á innbúi sem tekið er úr íbúð sem skilin hefur verið eftir ólæst og mannlaus
 • Tjón á hlutum sem stolið er á skemmtistöðum til dæmis síma sem skilinn er eftir á borði meðan farið er á barinn.
 • Tjón á hlutum sem stolið er úr ólæstum bílum til dæmis fartölva tekin
 • Tjón á innbúi af völdum utanaðkomandi vatns til dæmis ef vatn kemur inn um sprungur á veggjum eða lekur inn með glugga

Innbúskaskótrygging

Veitir víðtækari vernd á hluti sem tilheyrir innbúi en innbústryggingin gerir. Tryggingin nær til þeirra hluta sem falla undir innbústrygginguna hvort sem það eru símar, tölvu eða húsgögn svo dæmi séu tekin.

 • Algengustu tjón sem við bætum úr innbúskaskó eru tjón á farsímum og tölvum til dæmis þegar þessir hlutir brotna.
 • Tjón sem verður þegar símar eru settir í þvottavél
 • Tjón þegar símar skemmast vegna raka.

Ábyrgðartrygging

Ábyrgðartrygging greiðir tjón þar sem þeir sem falla undir tryggingu eru gerðir ábyrgir fyrir samkvæmt skaðabótalögum.

Dánarbætur gæludýra

Tryggingin nær til gæludýra sem eru inni á heimili fólks og löglegt er að halda hér landi eins og hunda, ketti og páfagauka.

 • Tjón ef dýr deyr af völdum sjúkdóms eða meiðsla
 • Útlagaðan kostnað sem þarf að greiða til dæmis til dýralæknis eða dýraspítala
 • Tjón vegna dýra sem eru átta ára og eldri
 • Tjón vegna dýra sem ekki er löglegt að halda hér á landi eins og til dæmis eðlur og snákar

Frítímaslysatrygging

Frítímaslysatrygging bætir tjón vegna slys í frístundum, við heimilisstörf, nám og almenna íþróttaiðkun

 • Dánarbætur vegna slyss í frítíma
 • Örorkubætur vegna slyss í frítíma
 • Dagpeninga vegna slyss í frítíma
 • Tannbrot vegna slyss í frítíma
 • Tjón vegna slyss sem verður við æfingar og keppni í íþróttum nema fyrir börn sem eru yngri en 16 ára
 • Tjón vegna sjúkdóma
 • Tjón sem verður við fjallaklifur eða köfun
 • Slys sem verða á beinni leið til og frá vinnu (eru bætt úr slysatryggingu launþega)

Trygging fyrir sjúkrahúslegu

Tyggingin greiðir bætur ef þeir sem eru tryggðir þurfa að dvelja á sjúkrahúsi.

 • Tjón ef þeir sem falla undir trygginguna dveljast á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms eða slyss, samfellt í 5 daga eða lengur
 • Tjón ef þeir sem falla undir trygginguna liggja á sjúkrahúsi vegna meðfæddra sjúkdóma
 • Tjón ef þeir sem falla undir trygginguna liggja á sjúkrahúsi vegna geðsjúkdóma

Greiðslukortatrygging

Tryggingin greiðir tjón sem verður ef kreditkort tapast

 • Tjón sem verður ef kreditkort tapast það er misnotað með sviksamlegum hætti af óviðkomandi aðila
 • Tjón sem verða þegar ekki er farið að reglum kortafyrirtækisins til dæmis ef PIN númer hefur verið geymt með kortinu

Réttaraðstoðartrygging

Tryggingin greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum

 • Málskostnað sem fellur til vegna ágreinings um læknamistök
 • Málskostnað sem fellur til vegna erfðamála
 • Ekki málskostnað vegna hjónaskilnaða, sambúðarslita eða vegna ágreinings um forræði eða umgengnisrétt við börn
 • Kostnað vegna mála sem varða tryggðan sem eiganda húseignar (er í fasteignatryggingu)

Áfallavernd

Tryggingin greiðir útlagðan kostnað ef þeir sem tryggðir eru verða fyrir sálrænu áfalla

 • Kostnað vegna áfalls í kjölfar innbrots á heimili vátryggðs
 • Kostnað vegna áfalls í kjölfar alvarlegs brunatjóns
 • Kostnað vegna áfalla sem eiga rætur sínar að rekja til atvika sem ekki eru bótaskyld úr Fjölskylduvernd 3

Þú getur bætt við Fjölskylduvernd 3

Þú getur keypt eftirfarandi viðbót við Fjölskylduverndina

Ferðavernd (val sem greiða þarf aukalega fyrir)

Tryggingin greiðir bætur ef til tjóns kemur vegna ferðalaga erlendis og er tryggingin svipuð og þeim tryggingum sem fylgja kreditkortum.

 • Kostnað sem fellur til erlendis vegna sjúkdóms eða slyss til dæmis kostnað við að fara til læknis eða á sjúkrahús
 • Tjón á farangri
 • Tjón vegna forfalla ef tryggður kemst ekki í ferð til dæmis vegna veikinda
 • Sjúkrahúsvist eða lækniskostnað vegna sjúkdóma eða slysa sem þeir sem tryggir eru hafa notið læknishjálpar við áður en farið var í ferð erlendis
 • Forföll ef tryggður einstaklingur kemst ekki ferð vegna veikinda eða sjúkdóma sem hann var haldin áður en staðfestingargjald var greitt

Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?

Iðgjald Fjölskylduverndar fer eftir því hve hátt háa tryggingu þú kaupir á innbúið og hvort þú velur að bæta við Ferðatryggingu. Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar. Misjafnt er hvort eigin áhætta er í einstökum tryggingum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.

Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.

Fjölskylduvernd gildir fyrir innbúið þitt, en ef þú þarft að tryggja húsnæðið þarftu að skoða lögboðna brunatryggingu húseigna og fasteignatryggingu.

Skilmálar

Fjölskylduvernd 1 og Fjölskylduvernd 2

Fjölskylduvernd 1

Fjölskylduvernd 1 er heimilistrygging sem getur hentað þeim sem vilja einfalda og ódýra tryggingu. Tryggingin er fyrir þá sem vilja góða innbústryggingu og ábyrgðartryggingu en þurfa ekki víðtækustu vátryggingavernd, slysatryggingu í frítíma eða ferðatryggingar.

Fjölskylduvernd 2

Fjölskylduvernd 2 er okkar vinsælasta heimilistrygging. Í henni er innifalin slysatrygging í frítíma og tryggingar sem taka á algengustu tjónum sem verða á innbúi auk fleiri trygginga.

Aðrar tryggingar

Fjölskylduvernd gildir fyrir innbúið þitt og fjölskyldu, en ef þú þarft að tryggja húsnæðið þarftu að skoða lögboðna brunatryggingu húseigna og fasteignatryggingu.

Brunatrygging

Brunatrygging er skyldutrygging sem bætir tjón á húseign vegna eldsvoða, eldingar, sprengingar, sótfalls úr kynditækjum eða eldstæðum, af völdum loftfars og tjón vegna slökkvi- og björgunarðgerða.

Fasteignatrygging

Með fasteignatryggingu höfum við sett saman nokkrar tryggingar fyrir húsaeigendur sem verndar þá fyrir öllum algengustu tjónum sem verða á íbúðarhúsnæði.

Tengdar síður

Innbúsverðmæti

Algengt er að við gerum okkur ekki grein fyrir verðmæti innbús okkar fyrr en við förum yfir það herbergi fyrir herbergi. Það er mikilvægt að við áætlum verðmætið rétt svo fullar bætur fáist við tjón.

Hvernig kemst ég í Stofn?

Okkur finnst að þeir sem sameina sínar tryggingar hjá Sjóvá eigi að njóta meiri þjónustu og betri kjara. Þess vegna bjóðum við þeim vildarþjónustuna Stofn.

Mínar síður

Á Mínum síðum getur þú nálgast upplýsingar um viðskipti þín við okkur þegar þér hentar.

SJ-WSEXTERNAL-3