Ef þú vilt vera með góða innbústryggingu og slysatryggingu í frítíma. Fjölskylduvernd 2 er vinsælasta heimilistryggingin okkar enda hentar hún aðstæðum flestra.
Fjölskylduvernd 2 er samsett úr sjö tryggingum, þar á meðal innbústryggingu, innbúskaskótryggingu, ábyrgðartryggingu og slysatryggingu í frítíma.
Fjölskylduvernd 2 er samsett trygging fyrir innbúið og fjölskylduna þína sem innifelur innbústryggingu, ábyrgðartryggingu, innbúskaskó, slysatryggingu í frítíma, tryggingu fyrir sjúkrahúslegu, greiðslukortatryggingu og réttaraðstoðartryggingu. Ferðavernd er valkvæð trygging í Fjölskylduvernd 2.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Innbústrygging bætir tjón á innbúi: | Innbústrygging bætir ekki tjón vegna: |
|
|
Ábyrgðartrygging bætir kostnað: | Ábyrgðartrygging bætir ekki kostnað sem fellur á þig: |
|
|
Innbúskaskó bætir tjón á innbúi: | Innbúskaskó bætir ekki tjón vegna: |
|
|
Slysatrygging í frítíma greiðir bætur vegna: | Slysatrygging í frítíma greiðir ekki bætur vegna: |
|
|
Trygging fyrir sjúkrahúslegu greiðir bætur: | Trygging fyrir sjúkrahúslegu greiðir ekki bætur vegna: |
|
|
Greiðslukortatrygging greiðir bætur: | Greiðslukortatrygging bætir ekki: |
|
|
Réttaraðstoðartrygging greiðir málskostnað: | Réttaraðstoðartrygging greiðir ekki málskostnað: |
|
|
Ferðavernd (valkvæð trygging) bætir: | Ferðavernd bætir ekki: |
|
|
Tryggingin bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara eða tjón sem orsakast af stríði, hryðjuverkum, mengun eða viðlíka atburðum.
Innbústrygging gildir á heimili þínu, sem skráð er á vátryggingaskírteinið.
Ábyrgðatrygging gildir á Íslandi og á ferðalagi erlendis í allt að þrjá mánuði.
Slysatrygging í frítíma og trygging vegna sjúkrahúslegu gilda hvar sem er í heiminum.
Greiðslukortatrygging gildir á Íslandi og á ferðalögum erlendis.
Réttaraðstoðartrygging gildir á Norðurlöndunum og á ferðalögum utan Norðurlanda þegar ágreiningurinn varðar vátryggðan sem ferðamann.
Ferðatrygging gildir á ferðalagi erlendis í allt að 92 samfellda daga frá upphafi ferðar og aftur til Íslands.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að dyr, gluggar og önnur op inn á vátryggingarstað séu tryggilega læst og lyklar geymdir þannig að óviðkomandi hafi ekki aðgang að þeim.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.