Er innbúið þitt tryggt fyrir tjóni af völdum náttúruhamfara?
Tjón sem verður á innbúi af völdum jarðskjálfta fæst bætt hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands en til að tjónið sé bótaskylt verður innbúið að vera brunatryggt. Allir þeir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt tryggt hjá okkur. Við biðjum aðra endilega um að hafa samband við ráðgjafa okkar til að fara yfir þessi mál.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Sjóvá: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Landsbankann

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Landsbankinn hf. hafa endurnýjað samning um viðskiptavakt á hlutabréfum Sjóvá-Almennra trygginga hf. sem skráð eru í kauphöll Nasdaq Iceland.

Tilgangur viðskiptavaktarinnar er að efla viðskipti með hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Landsbankinn hf. skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Sjóvá-Almennra trygginga hf. að lágmarki 15.000.000 kr. að markaðsvirði. Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Hámarksmagn sem Landsbankinn er skuldbundinn til að kaupa eða selja á hverjum degi er nettó 30.000.000 kr. að markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum viðskiptavakans sem gengið er að. Sé hámarksmagni dagsins náð fellur niður skylda viðskiptavakans til að setja fram tilboð á þeirri hlið sem fyllt hefur verið þar til gengið hefur verið á tilboð viðskiptavakans á mótlægri hlið og nettó viðskiptamagn er aftur komið undir daglegt hámark. Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum mun vera magnveginn auk þess að ákvarðast af 10 daga flökti á verði hlutabréfa Sjóvá-Almennra trygginga hf. eins og það birtist í upplýsingakerfi Bloomberg á hverjum tíma. Sé birt 10 daga flökt minna eða jafnt og 20% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 1%, sé birt 10 daga flökt hærra en 20% en lægra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 2%, að lokum ef birt 10 daga flökt er jafnt og eða hærra en 35% skal magnvegið verðbil vera að hámarki 3%.

Samningurinn tekur gildi frá og með 5. mars 2021 og er ótímabundinn. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Eftir að þessar breytingar koma til framkvæmda standa því Arion banki hf. og Landsbankinn hf. að viðskiptavakt með bréf Sjóvá-Almennra trygginga hf.


Sjóvá - Aðalfundur 12. mars 2021

Stjórn Sjóvá-Almennra trygginga hf. boðar til aðalfundar sem haldinn verður í fundarsölum H og I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, föstudaginn 12. mars 2021 kl. 15:00. Athygli er vakin á því að jafnframt verður gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.

Fundarboð með nánari upplýsingum um aðalfundarstörf er að finna í meðfylgjandi viðhengi ásamt drögum að dagskrá fundarins, tillögum stjórnar og skýrslu tilnefningarnefndar.

Viðhengi


Sjóvá birtir ársuppgjör 2020 fimmtudaginn 11. febrúar, fjárfestafundur sama dag

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. birtir afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2020 fimmtudaginn 11. febrúar nk., eftir lokun markaða.

Beint streymi frá kynningarfundi 11. febrúar kl. 16:15

Hermann Björnsson forstjóri mun kynna afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og ársins 2020 og verður kynningunni streymt beint á slóðinni https://www.sjova.is/um-okkur/fjarfestar/afkomukynning-4f-2020/. Í ljósi aðstæðna verður fundurinn ekki opinn fjárfestum og markaðsaðilum en vilji aðilar bera upp spurningar sem tengjast uppgjörinu má senda þær á netfangið fjarfestar@sjova.is á meðan á útsendingu stendur og verður þeim svarað í lok kynningarinnar.

Uppgjörsefni verður aðgengilegt á vef Sjóvár www.sjova.is/fjarfestar frá þeim tíma er kynningin hefst og verður upptaka af fundinum aðgengileg á sömu síðu að fundi loknum.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is


Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.
pd0sdwk00003C