Frábær mæting í Ljósafoss 2023
Gleðilegt var um að litast þegar hópur fólks kom saman til að mynda Ljósafoss á Esjunni fyrr í mánuðinum. Sjóvá hét 1.000 kr. á hvern þann sem tók þátt í viðburðinum. Ánægjulegt er að segja frá því að hátt í 400 manns mynduðu stórfenglegan Ljósafoss niður Esjuhlíðar og styrkti Sjóvá því Ljósið um 400.000 kr.
