Morgunfundur um árangur jafnréttismála

Morgunfundur um árangur jafnréttismála

Morgunfundur um árangur jafnréttismála hjá Sjóvá var haldinn í morgun en félagið var með fyrstu fyrirtækjum hér á landi til að fá Jafnlaunavottun VR árið 2014.

Á fundinum fór Hermann Björnsson forstjóri yfir vegferð Sjóvár í þessum efnum. Í máli Hermanns kom meðal annars fram að það séu engin geimvísindi að jafna hlut kvenna og karla innan fyrirtækja. Þeir sem fari með starfsmannamálin hafi það í hendi sér að jafna stöðuna og hjá Sjóvá hafi þetta þýtt markmið og ákvarðanir.

Ágústa Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri fór yfir leiðina að jafnlaunavottun og reynslu Sjóvár af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu. Þá hefur félagið náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins en jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.

Þá kynnti Gyða Björg Sigurðardóttir formaður faghóps Stjórnvísi um jafnlaunastjórnun sinn hóp og áherslur hans. Að lokum fór Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri hjá Sjóvá yfir samstarfsverkefni FKA og Sjóvá, Jafnvægisvogina, sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja. Fundurinn var vel sóttur og í lokin sköpuðust líflegar umræður. Meðfylgjandi eru kynningar Ágústu og Gyðu ásamt fréttatilkynningu FKA og Sjóvár um Jafnvægisvogina.

Kynning Ágústu Bjargar Bjarnadóttur

Kynning Gyðu Bjargar Sigurðardóttur

Fréttatilkynning