Starfsábyrgðartrygging

Mistök sem verða við framkvæmd umsaminnar þjónustu eða verks geta leitt til skaðabótaskyldu. Hægt er að tryggja sig gegn slíku tjóni með starfsábyrgðartryggingu.

Hverjir kaupa starfsábyrgðartryggingu?

Starfsábyrgðartryggingar eru fyrst og fremst ætlaðar sérfræðingum og fagstéttum sem bjóða sérhæfða þjónustu. Sumar starfsstéttir eru skyldaðar til að kaupa starfsábyrgðartryggingu samkvæmt lögum.

Einstaklingum og fyrirtækjum í neðangreindri starfsemi ber skylda samkvæmt lögum að kaupa starfsábyrgðartryggingar

 • Löggilt endurskoðun
 • Fasteignasala
 • Lögmennska
 • Verðbréfamiðlun
 • Leigumiðlun
 • Löggilt hönnun
 • Byggingarstjórn
 • Bílasala
 • Bílaleiga
 • Innheimtustarfsemi
 • Heilbrigðisþjónusta (sjúklingatrygging)

Starfsábyrgðartryggingar eru líka í boði fyrir tilteknar starfstéttir sem eru ekki skyldaðar til að kaupa slíkar tryggingar. Þessar starfsstéttir eru:

 • Arkitektar
 • Verkfræðingar
 • Bókarar
 • Forritara hugbúnaðar
 • Sjálfstætt starfandi læknar
 • Starfsmenn sjúkrastofnana
 • Ef þú óskar eftir að kaupa starfsábyrgðartryggingu þarft þú að fylla út beiðni áður en ákvörðun er tekin um trygginguna.
 • Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar.

Í hvaða tilvikum greiðir starfsábyrgðartrygging bætur?

Fólk sem þarf á þjónustu sérfræðinga að halda á kröfu á að sú þjónusta sé veitt af fagmennsku. Verði sérfræðingi á mistök við vinnu sína getur skjólstæðingur hans orðið fyrir fjártjóni.

Dæmi

Starfsábyrgðartrygging lögmanns

Lögmanni varð það á að lýsa kröfu í þrotabú eftir að tilskilinn frestur til þess var liðinn. Skiptastjóri þrotabúsins vísaði kröfunni frá og eigandi kröfunnar varð þannig fyrir fjárhagslegu tjóni. Talið var að um vanrækslu lögmannsins væri að ræða og bætti starfsábyrgðartrygging lögmannsins tjón skjólstæðings hans.

 

Starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra

Við byggingu íbúðarhúss var drenlögn hússins ekki lögð samkvæmt teikningum hönnuða. Byggingarstjórinn var talinn bera ábyrgð á þessum mistökum. Starfsábyrgðartrygging byggingarstjóra greiddi kostnað við lagfæringu drenlagnarinnar.

Tengdar tryggingar

Verktakatrygging

Verktakatryggingin bætir tjón á mannvirkjum í byggingu vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika.

Frjáls ábyrgðartrygging

Það er mikilvægt fyrir þá sem eru í atvinnurekstri að tryggja sig fyrir skaðabótakröfum sem geta beinst að þeim frá þriðja aðila vegna starfseminnar.

SJ-WSEXTERNAL-2