
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt
Leikhópurinn Lotta frumsýnir sumarsýningu sína, Gilitrutt, þann 31. maí á Lottutúni í Elliðaárdal, en þetta er í fyrsta skiptið í nokkur ár sem leikhópurinn getur ferðast um allt land með hefðbundna, stóra Lottusýningu.
Viðskiptavinir okkar í Stofni fá frítt fyrir tvö börn (yngri en 18 ára) með einum keyptum fullorðinsmiða á sýninguna, hvar sem er á landinu.
Til að nýta tilboðið þarftu einfaldlega að skrá þig inn á Mitt Sjóvá, smella á Leikhópinn Lottu undir flipanum „Tilboð og fríðindi“ og smella að lokum á „virkja tilboð“.
Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi um árabil og er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilegar sýningar þar sem hinar og þessar ævintýrapersónur koma við sögu. 10 ár eru liðin síðan Gilitrutt var frumsýnd hjá leikhópnum en um er að ræða eitt vinsælasta verk þeirra frá upphafi. Í þessu ævintýri fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu, auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Sýningin er klukkutími að lengd og stútfull af húmor fyrir allan aldur. Við mælum með að þið grípið með ykkur teppi til að sitja á og hafið með ykkur nesti.
Sem fyrr ætlar Lotta að ferðast um allt land með sýninguna og því um að gera að kynna sér hvenær þau verða í nágrenni við þig í sumar. Þú finnur ferðaáætlun hópsins fyrir sumarið á leikhopurinnlotta.is og á Facebook-síðu leikhópsins.
