Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta flakkar um landið með sýninguna Gosa

Miðvikudaginn 23. maí frumsýnir Leikhópurinn Lotta sumarsýningu sína 2018, Gosa. Viðskiptavinir okkar í Stofni fá líkt og undanfarin ár frítt fyrir tvö börn með keyptum fullorðinsmiða á sýningu að eigin vali, hvar sem er á landinu.

Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi í 12 ár og njóta sýningar hópsins mikilla vinsælda. Þegar sólin fer að hækka á lofti fara viðskiptavinir okkar strax að spyrjast fyrir um sýningarnar, enda orðið fastur liður hjá mörgum fjölskyldum að fara saman á þær.

Viðskipta­vinir okkar í Stofni geta farið inn á Mínar síður og nálg­ast þar á forsíðunni miða fyrir tvö börn sem gildir með keyptum fullorðinsmiða.

Leikhópurinn ferðast um allt land með sýninguna Gosa og því um að gera að kynna sér hvenær þau verða í nágrenni við þig í sumar. Smelltu hér til að skoða sýningarplan sumarsins 2018.

 

Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta
SJ-WSEXTERNAL-3