Þitt fyrirtæki á erindi við okkur

Rétt tryggingavernd skiptir sköpum í rekstri fyrirtækja. Við skiljum þinn rekstur.

Fyrirtækjaþjónusta Sjóvá

Þjónusta - Fyrirtækjaþjónusta Sjóvá er mönnuð reynslumiklum sérfræðingum sem vita að rétt tryggingavernd getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja.  Þeir leggja metnað í persónulega ráðgjöf og þjónustu.  Í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja er farið yfir tryggingaverndina reglulega til að tryggja að hagsmunum fyrirtækja sé sem best borgið.  Hægt er að sníða lausnir Sjóvá að fyrirtækjum óháð stærð og atvinnugeira, hvort sem um er að ræða sjálfstætt starfandi einyrkja, millistór fyrirtæki eða stórar fyrirtækjasamsteypur.

Árleg yfirferð tryggingaverndar - Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun, þess vegna þarf reglulega að endurskoða tryggingarverndina. Breytingar á starfsmannahaldi, umsvifum eða húsnæði kalla á breyttar tryggingar. Það sama á við ef fyrirtækið haslar sér völl á nýju sviði eða fjárfestir í nýjum tækjabúnaði.  Við aðstoðum fyrirtæki við að endurmeta þörfina miðað við aðstæður hverju sinni.

  • Árleg ráðgjöf um tryggingavernd og mat á tryggingaþörf fyrirtækisins
  • Sveigjanleiki í greiðslukjörum
  • Neyðarþjónusta tjónadeildar allan sólarhringinn ef þörf krefur
  • Eigin viðskiptastjóri sem sér um alla þjónustu við fyrirtækið
  • Áfallahjálp fyrir starfsfólk við alvarleg slys eða tjón
  • Framúrskarandi þjónusta við meðhöndlun tjóna
  • Margvísleg aðstoð og fræðsla um forvarnir
  • Góð kjör og ráðgjöf til starfsmanna um persónulegar tryggingar þeirra
  • Vegaaðstoð án endurgjalds vegna fyrirtækjabíla sem vátryggðir eru hjá Sjóvá*

*Tvisvar á 12 mánaða tímabili – eingöngu vegaaðstoð við fólksbíla

Tengdar síður

Forvarnir

Það fylgir því mikil ábyrgð að hafa starfsfólk í vinnu og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra, það vitum við og leggjum okkur fram við að aðstoða við forvarnir. Reynslan sýnir að með markvissri forvarnavinnu er hægt að fækka og koma í veg fyrir tjón og slys sem hafa áhrif á afkomu og skaða ímynd, svo ekki sé minnst á afleiðingar tjóna og slysa fyrir starfsmenn.

SJ-WSEXTERNAL-3